Fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir kosningarnar 2009 á Bessastöðum 10. maí 2009. Ríkisstjórnin breyttist ört á kjörtímabilinu, eða alls fimm sinnum.
Fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir kosningarnar 2009 á Bessastöðum 10. maí 2009. Ríkisstjórnin breyttist ört á kjörtímabilinu, eða alls fimm sinnum.
Auglýsing

Íslend­ingar eru oft fljótir að gleyma. Vand­ræði sitj­andi rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem hafa verið af ýmsum toga á kjör­tíma­bil­inu, hafa oft dregið athygl­ina frá for­tíð­inn­i. Síð­asta rík­is­stjórn, mynduð af Sam­fylk­ing­unni og Vinstri­hreyf­ing­unn­i – grænu fram­boði, var þó ekki með allt sitt á hreinu, þótt henni hafi tek­ist vel upp á ýmsum svið­u­m. 

Þvert á móti tóku með­limir hennar nokkrar ákvarð­anir sem mun­u ­sögu­lega telj­ast afleit­ar. Kjarn­inn tók saman þær helstu í apríl 2014, um ári eftir að vinstri­st­jórnin lét af störf­um. List­inn hefur verið upp­færður þar sem við á.

Frá mótmælum gegn Icesave.5. Ices­ave 1 

„Ég var nú eig­in­­lega bara orð­inn leiður á því að hafa þetta hang­andi yfir mér,“ sagði Svavar Gests­­son í við­tali við Morg­un­­blaðið 6. júní 2009. Hann hafði þá stýrt samn­inga­­nefnd Íslands vegna Ices­a­ve-­­reikn­ing­anna sem náði sam­komu­lagi sem í dag­­legu tali er aldrei kallað annað en Ices­ave 1. Þremur dögum áður hafði Stein­grímur J. Sig­­fús­­son, þá fjár­­­mála­ráð­herra, sagt Alþingi að ekki stæði til að ganga frá „ein­hverju sam­komu­lagi á morgun eða ein­hverja næstu daga“. 

Auglýsing

Skemmst er frá því að segja að allt varð vit­­laust í sam­­fé­lag­inu vegna þessa samn­ings. Bæði þóttu kjörin sem samið var um þess eðlis að Ísland myndi aldrei ráða við þau og stór hluti þjóð­­ar­innar var líka þeirrar skoð­unar að ríkið ætti ekk­ert að axla þessar einka­skuldir Lands­­bank­ans. 

Eftir margra mán­aða hark og breyt­ingar voru lögin loks sam­­þykkt á Alþingi 30. des­em­ber 2009. For­­seti Íslands synj­aði þeim stað­­fest­ingar nokkrum dögum síðar og málið fór þaðan í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu. Í henni sögðu 93,2 pró­­sent þeirra sem greiddu atkvæði nei við samn­ingn­­um. Já sögðu 1,8 pró­­sent. Það er lík­­­ast til fátt sem klauf þjóð­ina frá þing­inu sínu jafn skarpt og Ices­ave 1. Og í þann klofn­ing glittir enn í dag.

Fjármálaráðuneytið.4. Versti Banki Sög­unn­ar 

VBS Fjár­fest­ing­ar­banki fékk 26,4 millj­arða króna lán frá rík­is­sjóði í mars 2009, ­mán­uði eftir að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG tók við. Bank­inn núvirti 9,4 millj­arða króna af lán­inu, færði sem eign og ­gat þannig sýnt fram á sýnd­ar­heil­brigð­i. Með því keypti VBS sér líf­tíma sem hann stóð, væg­ast sagt, ekki und­ir. 

VBS fór loks í þrot í mars 2010. Lýstar ­kröfur í búið voru 48 millj­arðar króna og ­ljóst að ein­ungis brota­brot feng­ist upp í þær. ­Síðar kom í ljós að staða VBS hafði ver­ið svo slæm á þeim aukna líf­tíma sem rík­ið veitti hon­um, og var meðal ann­ars nýtt­ur í ýmiss konar gjörn­inga sem kröfu­haf­ar, slita­stjórn og ákæru­valdið hafa síðar þurft að reyna að vinda ofan af og/eða upp­lýsa um, að Seðla­banki Íslands neydd­ist til­ að lána bank­anum 53 millj­ónir króna í ágúst 2009 til að hann gæti borgað laun. Morg­un­ljóst virð­ist hafa verið að VBS, ­sem stundum er sagður skamm­stöf­un ­fyrir Versta Banka Sög­unn­ar, átti aldrei ­mögu­leika á að lifa af og því er óskilj­an­leg­t að rík­is­stjórn þess tíma hafi veitt honum leng­ingu í heng­ing­ar­snör­unni.

.3. Lands­dóm­ur 

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu í skýrslu sinni að nokkrir íslenskir ráð­herrar hefðu sýnt af sér van­rækslu í starfi í aðdrag­anda hruns­ins. Þing­manna­nefnd sem skip­uð var til að fjalla um skýrsl­una komst að þeirri nið­ur­stöðu í sept­em­ber 2010 að á­kæra ætti fjóra fyrr­ver­andi ráð­herra, þau Geir H. Haar­de, Árna Mathies­en, Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­urðs­son, fyrir Lands­dómi vegna þess­arar van­rækslu. Þegar alþing­is­menn kusu um ­málið varð nið­ur­staðan hins vegar sú að ein­ungis Geir var kærð­ur. 

Málið var rammpóli­tískt og allt varð hrein­lega vit­laust þegar nokkrir þing­menn Sam­fylk­ing­ar á­kváðu að segja já við ákæru á hendur ráð­herrum Sjálf­stæð­is­flokks­ins en hlífa sínum flokks­mönn­um. Lands­dóms­mál­in­u lauk með því að Geir var fund­inn sekur um einn ákæru­lið en þeir voru upp­haf­lega sex. Honum var ekki gerð refs­ing. Geir kærði máls­með­ferð­ina til­ ­Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, þar sem málið er enn til með­ferð­ar. Geir er nú sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um.

Svört skýrsla um starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík.2. Spari­sjóð­ur­inn í Kefla­vík 

Spari­sjóð­ur­inn í Kefla­vík var ónýt fjár­mála­stofnun fyrir banka­hrun­ið. Það var meðal ann­ars stað­fest í svartri skýrslu ­sem Fjár­mála­eft­ir­litið vann um hann og var skilað inn mán­uði áður en allt hrund­i. ­Samt var ákveðið að leyfa sjóðnum að lifa áfram eftir banka­hrun og ráða­menn ­töl­uðu um hann sem verð­andi hryggjar­stykki í nýju spari­sjóða­kerf­i. Það sem verra var er að hann hélt áfram að safna inn­lánum með þeim afleið­ingum að tap­ið ­vegna hans jókst stór­kost­lega. 

Alls fékk ­sjóð­ur­inn að lifa í 30 mán­uði eftir banka­hrun­ið ­þrátt fyrir að rekstr­ar­for­send­ur hans hafi algjör­lega brostið þá. Á því ­tíma­bili tókst honum að tapa 46,6 millj­örðum króna. Þegar sjóð­ur­inn fór loks form­lega á höf­uðið í apríl 2010 var nýr spari­sjóð­ur­ ­stofn­aður á grunni þess gamla, SpKef. ­Ríkið setti 900 millj­ónir króna inn í hinn nýja sjóð sem eigið fé. 

Tæpu ári síð­ar­ varð ljóst að nýi sjóð­ur­inn ætti sér ekki við­reisnar von og SpKef var rennt inn í Lands­bank­ann. Kostn­aður skatt­greið­enda ­vegna beins kostn­að­ar, vaxta og eig­in­fjár­fram­laga til Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík varð á end­anum 26,1 millj­arður króna. Ákæra var gefin út á hendur fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjór­an­um, Geir­mundi Krist­ins­syni, fyrr á þessu ári vegna umboðs­svika fyrir að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og gefa félagi sonar síns stofn­bréf í sjóðn­um. Máls­með­ferð er lokið fyrir hér­aðs­dómi en dómur liggur ekki fyr­ir.

Mótmæli fyrir utan Landsbankann vegna sölu hans á hlut sínum í Borgun.1. Gjöf á hlut í Lands­bank­anum

Þegar íslenska ríkið samdi við kröfu­hafa gamla Lands­bank­ans í des­em­ber 2009 um skipt­ingu eigna hans fékk ríkið 80 ­pró­senta hlut í nýja Lands­bank­an­um, sem ­stofn­aður var á rústum hins gamla. Þessi hlutur gat hækkað umtals­vert ef vel geng­i að inn­heimta tvö lána­söfn, sem heita Pony og Pegasus. 

Afrakstur þeirrar inn­heimt­u átti að renna til gamla Lands­bank­ans og hlutur rík­is­ins myndi vaxa upp að 98,2 pró­sentum ef end­ur­heimtir yrðu góð­ar. Afgang­inn áttu starfs­menn nýja Lands­bank­ans að fá í verð­laun fyr­ir­ vel heppn­aða rukk­un. Stein­grímur J. ­Sig­fús­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, ­skrif­aði undir samn­ing­inn fyrir hönd ­ís­lenska rík­is­ins. ­Nið­ur­staðan varð sú að end­ur­heimtir ­urðu með hæsta móti og starfs­menn­irn­ir ­fengu umræddan hlut gef­ins. 

Bank­inn hélt reyndar eftir hluta bréf­anna til að greiða ýmsan kostnað vegna þess­arrar aðgerðar og heldur því sjálfur á 0,91 pró­sent í sjálfum sér. 530 fyrr­ver­and­i ­og núver­andi starfs­­menn bank­ans og um 430 fyrrum stofn­fjár­­hafar í tveimur spari­­­sjóðum sem rennt var inn í Lands­bank­ann eiga hins vegar sam­tals 0,89 pró­sent hlut í bank­an­um. Þorri þeirrar eignar er í eigu starfs­mann­anna. 

Hlutur starfs­­manna, núver­and­i og fyrr­ver­andi, og 430 fyrrum stofn­fjár­­haga í spari­­­sjóð­unum er um 2,2 millj­­arða króna virð­i. Þeir hafa fengið greiddan arð vegna eignar sinnar á und­an­förnum árum. 

Á þeim hlutum sem runnu til starfs­manna bank­ans voru reyndar kvaðir um að ekki mætti fram­­selja hlut­ina fyrr en 1. sept­­em­ber 2016 en gert hafði verið ráð fyrir að búið yrði að ­skrá hluta­bréf í bank­­anum á skipu­­legan verð­bréfa­­markað fyrir þann tíma. Svo er hins vegar ekki. 

Banka­ráð Lands­bank­ans ákvað í sept­em­ber síð­ast­liðnum að nýta heim­ild til að kaupa eigin hluta­fé. til að lækka eigin fé bank­ans og gefa hlut­höfum hans mögu­leika á að selja hluti sína. Alls býðst bank­inn til að kaupa um tveggja pró­senta hlut í sjálfum sér, sem verð­metin er á 5,2 millj­arða króna miðað við bók­fært verð eigin fjár, í þremur lot­um. Síð­asta lotan fer fram í febr­úar á næsta ári. Á meðal þeirra sem geta selt eign­ar­hlut sinn í þessum lotum eru núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Lands­bank­ans sem fengu hluta­bréf gef­ins. 

Sam­bæri­leg umfjöllun um afleiki hægri stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks birt­ist á sunnu­dags­kvöld. Hér má lesa hana.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None