Flest frumvörp frá Bjarna og Ólöfu

Kjarninn rýndi í tölfræði á bak við þingstörfin og komst meðal annars að því að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal lögðu fram flest frumvörp á nýliðnu þingi.

Ríkisstjórn Íslands
Auglýsing

Rúm­lega þrjú af hverjum fjórum frum­vörpum rík­is­stjórn­ar­innar fóru í gegnum Alþingi og urðu að lögum á nýliðnu þingi, eða 76% frum­varpa. Þetta er betra hlut­fall en hina tvo þing­vet­urna, þegar hlut­föllin voru 73% og 67%. Á fyrsta þingi þess­arar rík­is­stjórn­ar, sum­ar­þingi 2013, voru öll 10 frum­vörpin sem lögð voru fram sam­þykkt. 

Alls lagði rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks fram 110 frum­vörp á nýliðnu þingi. 84 þeirra urðu að lög­um, en sjö þeirra komust aldrei til umræðu á þing­inu. 13 frum­vörp voru enn inni í nefndum þegar þingi lauk, fimm biðu ann­arrar umræðu og eitt beið þriðju og síð­ustu umræð­u. 

Rík­is­stjórnin tók til starfa um mitt ár 2013 og lagði á þessum rúmu þremur árum fram 353 frum­vörp til laga. 258 þeirra urðu að lög­um, en taka verður fram að séu frum­vörp, sem ekki ná fram að ganga á þingi lögð fram aftur telj­ast þau aftur á næsta þingi sem þau koma fram á. Til sam­an­burðar lagði síð­asta rík­is­stjórn fram 598 frum­vörp á þeim fjórum árum sem hún starf­að­i. 

Auglýsing

Kjarn­inn ákvað líka að fara yfir töl­fræði ráð­herr­anna á kjör­tíma­bil­inu sem er að verða búið, hversu mörg frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur þau hafa lagt fram á hverju ári og til sam­an­s. 

For­sæt­is­ráð­herra

Sigmundur í stól forsætisráðherra. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son lagði fram tvö frum­vörp til laga á þessu þingi, á meðan hann var for­sæt­is­ráð­herra. Frum­varp hans á breyt­ingum á lögum um þjóð­fán­ann og skjald­ar­merkið varð að lög­um, en ekki frum­varp hans um menn­ing­arminjar, sem átti að búa til þjóð­minja­stofn­un. Á þing­inu þar á undan lagði hann fram fjögur frum­vörp, en þrjú þeirra urðu að lög­um. Vet­ur­inn 2013-2014 lagði hann fram eitt frum­varp sem ekki varð að lögum og sum­arið 2013 varð eina frum­varpið sem hann lagði fram að lög­um. Hann lagði því fram átta frum­vörp sem for­sæt­is­ráð­herra. Á sama tíma­bili lagði hann fram eina þings­á­lykt­un­ar­til­lögu, fyrir utan til­lögur um frestun á fundum Alþing­is, sem alltaf eru bornar fram af for­sæt­is­ráð­herra. 

Utan­rík­is­ráð­herra

Gunnar Bragi Sveins­son var lengst af utan­rík­is­ráð­herra, eða þar til í byrjun apríl á þessu ári. Hann lagði fram tvö frum­vörp á nýliðnu þingi, og Lilja Alfreðs­dótt­ir, sem tók við af hon­um, lagði fram eitt. Árið á undan lagði Gunnar Bragi fram þrjú frum­vörp, og eitt árið þar á und­an. Sam­tals komu því sjö frum­vörp frá utan­rík­is­ráð­herra. Mörg mál sem heyra undir utan­rík­is­ráð­herra eru lögð fram í formi þings­á­lykt­un­ar­til­laga, til að mynda ákvarð­anir EES-­nefnd­ar­inn­ar. Á þessu kjör­tíma­bili voru lagðar fram 57 þings­á­lykt­un­ar­til­lögur af utan­rík­is­ráð­herra. 

Félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.Eygló Harð­ar­dóttir félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra lagði fram sjö frum­vörp á þing­inu sem var að klár­ast. Fimm þeirra urðu að lög­um. Á síð­asta þingi lagði hún fram þrettán frum­vörp og vet­ur­inn 2013-2014  lagði hún fram tólf frum­vörp. Eitt frum­varp frá henni kom fram og var sam­þykkt á sum­ar­þing­inu 2013. 33 frum­vörp komu því frá Eygló á kjör­tíma­bil­inu. Eygló lagði fram þrjár þings­á­lykt­un­ar­til­lögur á þessu kjör­tíma­bili, allar á nýliðnu þing­i. 

Fjár­mála­ráð­herra

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra lagði fram 30 frum­vörp til laga á þing­inu sem lauk í síð­ustu viku. 24 þeirra urðu að lög­um. Hann lagði fram flest frum­vörp allra ráð­herra. Á síð­asta þingi lagði hann fram 20 frum­vörp og vet­ur­inn á undan því voru þau 26 tals­ins. Þrjú frum­vörp komu frá honum á sum­ar­þing­inu eftir kosn­ing­arnar 2013, sam­tals 79 frum­vörp. Þrjár þings­á­lykt­un­ar­til­lögur hafa komið frá honum á kjör­tíma­bil­in­u. 

Heil­brigð­is­ráð­herra

Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra lagði fram sjö frum­vörp á þessu þingi, og sama fjölda frum­varpa þing­vet­urna tvo þar á und­an. Sam­tals gera það 21 frum­vörp. Tvær þings­á­lykt­un­ar­til­lögur hafa komið frá Krist­jáni á þessu kjör­tíma­bili, báðar á nýliðnu þing­i. 

Iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra

Ragnheiður Elín og Sigurður Ingi. Átta frum­vörp komu frá Ragn­heiði Elínu Árna­dóttur iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra á þing­inu sem var að ljúka. Vet­ur­inn 2014-2015 lagði hún fram sextán frum­vörp, og þar á undan fjórtán frum­vörp. Þann vetur komst lít­ill hluti hennar mála í gegnum þing­ið, en aðeins fjögur af fjórtán frum­vörpum urðu að lög­um. Hún lagði því fram 38 frum­vörp í heild­ina. Ragn­heiður Elín hefur lagt fram þrjár þings­á­lykt­un­ar­til­lögur á kjör­tíma­bil­in­u. 

Inn­an­rík­is­ráð­herra

Hanna Birna Krist­jáns­dóttir var inn­an­rík­is­ráð­herra fyrst um sinn í þess­ari rík­is­stjórn, en Ólöf Nor­dal tók við starf­inu í lok árs 2014. Hanna Birna lagði fram eitt frum­varp á sum­ar­þing­inu 2013 og 23 þing­vet­ur­inn 2013-2014. Vet­ur­inn 2014-2015 lögðu þær Hanna Birna og Ólöf fram 22 frum­vörp til laga og síð­ast­liðið ár lagði Ólöf fram 28 frum­vörp, en 22 þeirra urðu að lög­um. 74 frum­vörp alls. Fjórar þings­á­lykt­un­ar­til­lögur komu frá inn­an­rík­is­ráð­herr­unum þetta kjör­tíma­bil. 

Mennta­mála­ráð­herra

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra lagði fram sjö frum­vörp til laga á þessu þingi. Öll voru sam­þykkt nema það stærsta, umfangs­miklar breyt­ingar á Lána­sjóði íslenskra náms­manna og náms­lána­kerf­inu. Vet­ur­inn 2014-2015 lagði Ill­ugi fram sjö frum­vörp, og 2013-2014 voru þau fjögur tals­ins. Eitt frum­varp hans kom fram á sum­ar­þing­inu 2013, og það var sam­þykkt. Þetta gera 19 frum­vörp. Hann hefur ekki lagt fram neina þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á kjör­tíma­bil­in­u. 

Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra

Sigurður Ingi í forsætisráðherrastólnum, en lengst af var hann sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Sig­urður Ingi Jóhanns­son var lengst af ráð­herra sjáv­ar­út­vegs og land­bún­að­ar, þar til Gunnar Bragi Sveins­son tók við emb­ætt­inu þegar Sig­urður Ingi varð for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl síð­ast­lið­ins. Á þing­vetr­inum sem var að ljúka lögðu þeir fram sex frum­vörp til laga, það þekktasta og umfangs­mesta eru búvöru­lög­in. 2014-2015 lagði Sig­urður Ingi fram fjórtán frum­vörp, og þrettán árið þar á und­an. Þrjú frum­vörp komu frá honum og voru sam­þykkt á sum­ar­þing­inu 2013, sem öll vörð­uðu breyt­ing­arnar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Það eru sam­tals 36 frum­vörp. Tvær þings­á­lykt­un­ar­til­lögur hafa komið frá sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra á kjör­tíma­bil­in­u. 

Umhverf­is­ráð­herra

Sig­rún Magn­ús­dóttir varð umhverf­is­ráð­herra varð umhverf­is­ráð­herra árið 2014, eftir að Sig­urður Ingi Jóhanns­son hafði verið umhverf­is­ráð­herra sam­hliða öðrum ráð­herra­emb­ættum sínum í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins. Ekk­ert frum­varp kom fram frá umhverf­is­ráð­herra á sum­ar­þing­inu 2013, en vet­ur­inn 2013 til 2014 voru níu frum­vörp lögð fram. Ell­efu frum­vörp komu frá Sig­rúnu vet­ur­inn 2014-2015, og á nýliðnu þingi voru þau tólf tals­ins. 32 frum­vörp komu því frá umhverf­is­ráð­herra þessi ár. Fimm þings­á­lykt­un­ar­til­lögur komu úr umhverf­is­ráðu­neyt­inu á kjör­tíma­bil­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None