#sjálfstæðisflokkur #stjórnmál #kosningar2016

Árið 2013 var 22 prósent fylgi „krísa“ – Nú felast í því sóknarfæri

Í aðdraganda síðustu kosninga var staða Bjarna Benendiktssonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins veikari en nokkru sinni fyrr. Krísa var sögð í flokknum. Nú er fylgið það nákvæmlega sama en mikill hugur í flokksmönnum og Bjarni öruggari en nokkru sinni fyrr. Hvað breyttist?

16 dögum fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar 2013 lék allt á reiði­skjálfi í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Fylgi flokks­ins mæld­ist 22,2 pró­sent í skoð­ana­könnun sem birt­ist þennan dag, 11. apríl 2013, og það stefndi í verri útkomu en í sjálfum hrun­kosn­ing­unum 2009, þar sem turn íslenskra stjórn­mála hafði hlotið sína verstu útreið í sögu sinni. Önnur skoð­ana­könn­un, birt í Við­skipta­blað­inu, sýndi að leið­toga­skipti myndu að öllum lík­indum bæta líkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að afla fleiri atkvæða. For­mað­ur­inn sjálfur fór í frægt við­tal um kvöld­ið, komst við og sagð­ist vera að íhuga að stíga til hlið­ar.

15 dögum fyrir kom­andi kosn­ingar hefur staða sama for­manns aldrei verið sterk­ari. Hann er óskor­aður leið­togi síns flokks og lítið heyr­ist af óánægju­röddum með stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Samt mælist fylgi hans, sam­kvæmt nýj­ustu Kosn­inga­spá Kjarn­ans, 22,1 pró­sent, eða 0,1 pró­sentu­stigi minna en þegar hann gekk í gegnum eina af sínum dýpstu krísum fyrir þremur og hálfu ári síð­an.

Hvað hefur gerst í milli­tíð­inni? Af hverju er staða sem þótti algjör­lega óboð­leg fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn allt í einu orðin ásætt­an­leg?

Erfið fæð­ing

Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokknum tæpum mán­uði fyrir þing­kosn­ingar 2009 við erf­ið­ustu mögu­legu skil­yrði. Flokknum hans, sem hafði setið sleitu­laust í rík­is­stjórn frá 1991 til 2009 var kennt um að hafa skapað umhverfið sem ól af sér hrun­ið. Við bætt­ist að stuttu eftir að Bjarni hafði verið kosin for­maður var greint frá því í fjöl­miðlum að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði tekið við styrkjum upp á 50 millj­ónir króna frá útrás­ar­fjár­fest­inga­fé­lag­inu FL Group, þá aðal­eig­enda Glitn­is, og Lands­banka Íslands, í októ­ber 2006. Allt þetta skil­aði Sjálf­stæð­is­flokknum verstu nið­ur­stöðu hans í kosn­ingum í sög­unni. Flokk­ur­inn fékk 23,7 pró­sent atkvæða og tap­aði níu þing­mönn­um. Til að strá salti í sárin varð Sam­fylk­ing­in, höf­uð­ó­vinur flestra sjálf­stæð­is­manna, stærsti flokkur lands­ins í kjöl­far kosn­ing­anna 2009.

Bjarni var ekki óskor­aður leið­togi Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá því að hann tók við for­mennsk­unni. Þvert á móti. Hann hlaut 58 pró­sent atkvæða þegar hann bauð sig fyrst fram. Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sem sótt­ist einnig eftir for­mennsku, fékk 40,4 pró­sent.

Á kjör­tíma­bil­inu sem fylgdi þurfti Bjarni að standa af sér tvö önnur mót­fram­boð til for­manns á lands­fundi. Fyrst bauð Pétur H. Blön­dal sig fram gegn honum árið 2010 og fékk um 30 pró­sent greiddra atkvæða, og síðan bauð Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sig fram gegn honum ári síð­ar, of fékk rúm­lega 44 pró­sent atkvæða. Ljóst var að margir innan flokks­ins gátu hugsað sér annað leið­toga en Bjarna.

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2013 hélt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lands­fund og þar fékk Bjarni óskorað umboð, þegar hann var end­ur­kjör­inn sem for­maður með 80 pró­sent atkvæða. Hall­dór í Holti, sem boðið hafði sig fram gegn Bjarna fékk ein­ungis tvö pró­sent atkvæða en Hanna Birna, sem var ekki í for­manns­fram­boði, fékk samt sem áður 19 pró­sent atkvæða.

Könnun Við­skipta­blaðs­ins

Það óskor­aða umboð ent­ist ekki lengi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæld­ist dap­ur­lega í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2013 og margir flokks­menn voru farnir að sjá fyrir sér fjögur ár til við­bótar utan rík­is­stjórnar sem raun­veru­legan mögu­leika. Á þessum tíma sveifl­að­ist fylgið úr 19 í um 23 pró­sent í könn­unum og allt stefndi í nýtt lág­fylg­is­met.

Þann 11. apríl birti Við­skipta­blaðið nið­ur­stöður skoð­ana­könn­unar þar sem kom fram að mun fleiri sögð­ust reiðu­búnir að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn ef Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins, væri for­maður í stað Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Sama kvöld sat Bjarni fyrir svörum í For­ystu­sæt­inu, kosn­inga­þætti á RÚV. Þar var hann spurður út í þessa skoð­ana­könn­un.

Bjarni sagði að hann hefði aldrei kveinkað sér undan árásum and­stæð­inga sinna og að sér hefði aldrei komið til hugar að hætta sem for­maður þess vegna. Það væri hins vegar erf­ið­ara að takast á við gagn­rýni innan flokks­ins. Hann sagði það aug­ljóst að könn­un­inni væri beint gegn sér og að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem könnun sem þessi birt­ist í Við­skipta­blað­inu, sem væri í eigu fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra Hönnu Birnu og þar væri starfs­menn sem styddu Hönnu Birnu. Könn­unin hafi þó fengið Bjarna til að velta hlut­unum fyrir sér og íhuga sína stöðu sem for­manns.

Í við­tal­inu ræddi Bjarni einnig heið­ar­lega stöðu flokks­ins í skoð­ana­könn­unum svona skömmu fyrir kosn­ing­ar.„Þetta fylgis­tap er okkur mjög mikið áhyggju­efni og fyrir mig per­sónu­lega mikil von­brigði vegna þess að flokk­ur­inn hafði verið með um 30 pró­sent og yfir frá miðju ári 2010, alveg fram í febr­úar á þessu ári[...]­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tapað mjög miklu fylgi á mjög skömmum tíma og ég held að það sé blanda af mörgum þáttum og ég skal alls ekki taka sjálfan mig út úr þeirri mynd. En ég bendi á að ég hef verið for­maður í fjögur ár og að jafn­aði hefur fylgið verið langt um meira en það er í dag,“ sagði Bjarni. „Ég hef áhyggjur af fylgi flokks­ins, ég vil allt gera til að auka það.“ Í fram­hald­inu sagð­ist Bjarni ekki vera búinn að taka ákvörðun um afsögn en úti­lok­aði hana ekki. „Í dag verð ég að játa, í þess­ari krísu sem flokk­ur­inn er í, að ég get ekki úti­lokað neitt.“

Sama dag, þann 11. apríl 2013, birti Gallup nýj­ustu skoð­ana­könnun sína. Þar mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 22,2 pró­sent 16 dögum fyrir kosn­ing­ar.

Staða Bjarna aldrei sterk­ari

Á end­anum varð For­ystu­sæt­is-við­talið, þar sem Bjarni virt­ist nán­ast beygja af um tíma, vítamín­sprauta fyrir kosn­inga­bar­áttu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann afréð að halda áfram sem for­maður og flokk­ur­inn fékk á end­anum 26,7 pró­sent atkvæða, 19 þing­menn og gat myndað tveggja flokka rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem vann mik­inn kosn­inga­sigur vorið 2013.

Staða Bjarna Bene­dikts­sonar sem for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins í dag hefur lík­ast til aldrei verið sterk­ari. Sjálf­stæð­is­flokknum líður mun betur í kjöl­far stjórn­ar­setu en í stjórn­ar­and­stöðu og flokk­ur­inn virð­ist nú standa heill á bak við óskor­aðan for­mann sinn. Það er sam­dóma álit flestra áhrifa­manna innan flokks­ins að kjör­tíma­bilið hafi gengið vel, þrátt fyrir að einn ráð­herra, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, hafi þurft að segja af sér vegna Leka­máls­ins, að annar ráð­herra, Ill­ugi Gunn­ars­son, hafi verið vændur um spill­ingu í Orku Energy-­mál­inu og að þrír ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar á meðal Bjarni sjálf­ur, hafi verið á meðal þeirra Íslend­inga sem nafn­greindir voru í Panama­skjöl­un­um. Og þrátt fyrir að skipta hafi þurfti um for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn­inni í apríl eftir afsögn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar vegna Wintris-­máls­ins.

Efna­hags­málin hafa hins vegar gengið afar vel. Við­snún­ingur hefur orðið á rekstri rík­is­sjóðs, samn­ingar náð­ust við kröfu­hafa um stöð­ug­leika­fram­lög og slit búa gömlu bank­anna og búið er að leggja fram og sam­þykkja frum­varp um losun fjár­magns­hafta. Þá er hag­vöxtur mik­ill, atvinnu­leysi nán­ast ekk­ert og verð­bólga hefur hald­ist undir mark­miði Seðla­bank­ans frá því í febr­úar 2014.

Tilurð Viðreisnar hefur ekki farið vel ofan í margan Sjálfstæðismanninn, enda margir forvígismanna Viðreisnar fyrrverandi meðlimir í Sjálfstæðisflokknum.

Það hefur samt ekki skort ágrein­ings­málin á kjör­tíma­bil­inu. Á fyrri hluta þess gekk yfir for­dæma­laus kjara­bar­átta sem skilað sér í gríð­ar­legum launa­hækk­unum sem ekki sér fyrir end­ann á. Lækk­andi veiði­gjöld, slit á við­ræðum um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, færsla stofn­anna út á land, skortur á fjár­fest­ingu í vega­kerf­inu, heil­brigð­is­kerf­inu, mennta­kerf­inu og í að laga hlut aldr­aðra og öryrkja hafa allt verið hávær átaka­mál. Og þá er ótalið þau vanda­mál sem blasa við á hús­næð­is­mark­aði, þar sem hækk­andi eign­ar­verð, skortur á upp­bygg­ingu og fjölgun ferða­manna hefur gert það nán­ast ókleift fyrir gríð­ar­legan stóran hóp lands­manna að koma við­un­andi þaki yfir höf­uðið til lengri tíma, hvort sem um væri að ræða kaup eða leigu.

Sama staða, en allt annað and­rúms­loft

Á föstu­dag­inn var voru 15 dagar í kosn­ing­ar. Engin umræða er um að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé í „krísu“ vegna fylg­is­ins sem hann mælist með og engin öfl innan flokks­ins eru að kalla eftir því að Bjarni stigi til hlið­ar. Þremur dögum fyrr, 11. októ­ber 2016, mætti Bjarni í For­ystu­sætið að nýju og sagð­ist trúa því að geta gert betur en í síð­ustu kosn­ing­um. Staðan sýni að það sé sókn­ar­færi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. „Mér finnst vera góð sam­staða í flokkn­um, bæði í þing­flokknum og í félög­unum vítt og breytt um land­ið. Við héldum góðan flokks­ráðs­fund fyrir skömmu síðan og það er mik­ill hugur í sjálf­stæð­is­fólki.“

Eftir kann­anir síð­ustu viku mælist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sam­kvæmt Kosn­inga­spá Kjarn­ans, hins vegar 22,1 pró­sent, eða 0,1 pró­sentu­stigi minna en það gerði 16 dögum fyrir kosn­ing­arnar 2013 þegar hálf­gert neyð­ar­á­stand ríkti í Sjálf­stæð­is­flokknum og angi hans reyndi að steypa Bjarna úr for­manns­stóli. Verði þetta nið­ur­staða kosn­ing­anna mun það vera slakasta útkoma í sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Flokk­ur­inn myndi fá 16-17 þing­menn.

Af hverju kall­aði sama staða, sem í dag er talin ásætt­an­leg fyrir for­mann og flokk, á miklar áhyggjur flokks­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir þremur og hálfu ári?

Nokkrar ástæður eru fyrir því. Ein þeirra ástæðna er Við­reisn.

Þótt Við­reisn reyni eftir fremsta megi að aðskilja sig frá Sjálf­stæð­is­flokknum í aðdrag­anda kom­andi kosn­inga – og hafni því alfarið að verða þriðja hjólið undir íhalds­-hægri stjórn eftir þær – þá liggur fyrir að um klofn­ings­fram­boð úr Sjálf­stæð­is­flokknum er að ræða. Frjáls­lynt og alþjóða­sinnað fólk sem fékk ekki fram­gang og kom málum sínum ekki á dag­skrá innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins tók sig saman snemma árs 2014 og fór að und­ir­búa nýjan stjórn­málafar­veg. Það gerð­ist eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sveik það kosn­inga­lof­orð að setja áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. 

Við­reisn var síðan form­lega stofnað fyrr á þessu ári og fram­boðs­listar kynntir í kjöl­far­ið. Á þeim er að finna margt fólk sem áður tald­ist til áhrifa­manna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, meðal ann­ars fyrr­ver­andi vara­for­mann­inn Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur og for­mann­inn Bene­dikt Jóhann­es­son, náfrænda Bjarna Bene­dikts­son­ar. Þá gekk fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Þor­steinn Páls­son, til liðs við Við­reisn.

En helsta ástæðan er lík­ast til algjör­lega breytt póli­tískt lands­lag. Nú eru tólf flokkar í fram­boði til Alþingis og þar af níu í öllum kjör­dæm­um. Allt stefnir í að sjö flokkar nái inn full­trúum á þing, sem er meira en nokkru sinni áður. Tími turna-­stjórn­mála á Íslandi virð­ist lið­inn, að minnsta kosti um stund­ar­sakir, og fjór­flokk­ur­inn – sem ára­tugum saman gat treyst á um 90 pró­sent greiddra atkvæða – mælist sam­an­lagt með um 54 pró­sent fylgi tveimur vikum fyrir kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar