Morgunblaðið með minna en 20 prósent lestur í fyrsta sinn síðan að mælingar hófust

Lestur Fréttablaðsins hefur lækkað um hálft prósentustig að meðaltali síðastliðið ár og hefur aldrei verið minni. Haldi þessi þróun áfram fer lestur blaðsins undir 30 prósent fyrir árslok. 3,5 prósent landsmanna sögðust lesa DV í síðustu mælingu blaðsins.

Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009. Davíð er sá á myndinni sem er ekki með hatt.
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009. Davíð er sá á myndinni sem er ekki með hatt.
Auglýsing

Lestur Morgunblaðsins, stærsta áskriftarblaðs landsins, mældist 19,9 prósent í síðasta mánuði. Það er í fyrsta sinn sem heildarlestur þessa 107 ára gamla blaðs mælist undir fimmtungi í lestrarkönnunum Gallup. Vorið 2009, þegar nýir eigendur komu að Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, var lestur þess yfir 40 prósent.

Hjá landsmönnum á aldrinum 18 til 49 ára mælist lestur blaðsins nú tíu prósent en í byrjun árs 2009 lásu um þriðjungur landsmanna í þeim aldurshópi blaðið. 

Þetta má lesa út úr nýjum tölum Gallup um lestur prentmiðla sem birtar voru í dag.

Þessi þróun, hríðminnkandi lestur, hefur átt sér stað þrátt fyrir að Morgunblaðið hafi síðastliðin ár verið fríblað á fimmtudögum. Í því felst að blað er í aldreifingu þá daga og fer inn á heimili tugþúsunda sem eru ekki áskrifendur. Almenn áskrift að Morgunblaðinu kostar í dag 7.982 krónur á mánuði, eða 95.784 krónur á ári. 

Auglýsing
Tap Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og fleiri miðla, á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­­ur­­fé­lagið Þór­s­­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, var sam­tals um 2,5 millj­­­örðum króna. Stærstu eigendur Árvakurs eru tengdir sjávarútvegsfyrirtækjum auk þess sem Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er skráður fyrir rúmlega 20 prósent eignarhlut.

Enn fækkar lesendur Fréttablaðsins

Fréttablaðið, fríblað sem dreift er í 85 þúsund eintökum án endurgjalds á heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri fimm daga vikunnar, hefur aldrei verið minna lesið en í síðasta mánuði. 

Alls sögðust 32,1 prósent landsmanna lesa Fréttablaðið og dróst lesturinn saman um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Lesturinn hefur dregist saman um 15 prósent á einu ári og helmingast á rúmum áratug, en í apríl 2010 lásu 64 prósent landsmanna Fréttablaðið. Hjá Íslendingum undir fimmtugu mælist lestur Fréttablaðsins 23 prósent, og hefur dregist sama um 64 prósent frá vorinu 2010. 

Heildarlestur Fréttablaðsins fór undir 60 prósent í apríl 2012, undir 50 prósent í nóvember 2015 og undir 40 prósent í ágúst 2018. Ef lestur blaðsins heldur áfram að falla á sama hátt og hann hefur gert undanfarið hálft ár, um hálft prósentustig á mánuði, fer lestur Fréttablaðsins undir 30 prósent í haust.

Fréttablaðið er í eigu Torgs sem rekur einnig miðla á borð við Hringbraut og DV. Helgi Magnússon athafnamaður keypti Torg árið 2019. Tap Torgs á árinu 2019 var 212 millj­­­ónir króna. 

Síðasta mæling DV

Tvö vikublöð hafa verið í mælingum Gallup undanfarin misseri, DV og Viðskiptablaðið. Alls sögðust 3,5 prósent landsmanna lesa DV í síðasta mánuði. Það er minnsti lestur á því blaði frá upphafi. Í aldurshópnum 18 til 49 ára náði lesturinn botni í febrúar þegar tvö prósent landsmanna undir fimmtugu lásu DV. 

Þann 6. apríl síðastliðinn var tilkynnt að ákveðið hefði verið að hætta útgáfu DV á prenti, að minnsta kosti um sinn. Helsta ástæða þess var sögð yfirstandandi heimsfaraldur sem hafi „gert aug­lýs­inga­sölu erf­iða og hamlað útgáfu með ýmsum hætt­i.“

Viðskiptablaðið kemur út á fimmtudögum og er selt í áskrift. Alls lesa 4,3 prósent landsmanna það blað og hjá aldurshópnum 18 til 49 ára mælist lesturinn 2,9 prósent. Það er í fyrsta sinn sem lestur Viðskiptablaðsins fer undir þrjú prósent hjá fullorðnum lesendum undir fimmtugu. 

Vert er að taka fram að allir þeir prentmiðlar sem nefndir eru í þessari umfjöllun reka fréttavefsíður. Síða Morgunblaðsins, mbl.is, er nú, og hefur oftast verið, mest lesna vefsíða landsins, þótt helsti samkeppnisaðili hennar, Vísir, hafi oftar verið í fyrsta sæti á þeim lista undanfarnar vikur. Vefsvæði DV, dv.is og tengdir vefir, er þriðja mest lesna vefsvæði landsins og vefsvæði Fréttablaðsins, sem inniheldur líka vef Hringbrautar, er það fimmta mest lesna. Viðskiptablaðsvefurinn situr í áttunda sæti á lista Gallup en vert er að taka fram að einungis þrettán vefsvæði taka þátt í vefmælingum fyrirtækisins. Á meðal fjölmiðla sem gera það ekki eru Kjarninn og Stundin. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent