Morgunblaðið með minna en 20 prósent lestur í fyrsta sinn síðan að mælingar hófust

Lestur Fréttablaðsins hefur lækkað um hálft prósentustig að meðaltali síðastliðið ár og hefur aldrei verið minni. Haldi þessi þróun áfram fer lestur blaðsins undir 30 prósent fyrir árslok. 3,5 prósent landsmanna sögðust lesa DV í síðustu mælingu blaðsins.

Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009. Davíð er sá á myndinni sem er ekki með hatt.
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009. Davíð er sá á myndinni sem er ekki með hatt.
Auglýsing

Lestur Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­blaðs lands­ins, mæld­ist 19,9 pró­sent í síð­asta mán­uði. Það er í fyrsta sinn sem heild­ar­lestur þessa 107 ára gamla blaðs mælist undir fimmt­ungi í lestr­ar­könn­unum Gallup. Vorið 2009, þegar nýir eig­endur komu að Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, var lestur þess yfir 40 pró­sent.

Hjá lands­mönnum á aldr­inum 18 til 49 ára mælist lestur blaðs­ins nú tíu pró­sent en í byrjun árs 2009 lásu um þriðj­ungur lands­manna í þeim ald­urs­hópi blað­ið. 

Þetta má lesa út úr nýjum tölum Gallup um lestur prent­miðla sem birtar voru í dag.

Þessi þró­un, hríð­minnk­andi lest­ur, hefur átt sér stað þrátt fyrir að Morg­un­blaðið hafi síð­ast­liðin ár verið frí­blað á fimmtu­dög­um. Í því felst að blað er í aldreif­ingu þá daga og fer inn á heim­ili tug­þús­unda sem eru ekki áskrif­end­ur. Almenn áskrift að Morg­un­blað­inu kostar í dag 7.982 krónur á mán­uði, eða 95.784 krónur á ári. 

Auglýsing
Tap Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins og fleiri miðla, á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­­­ur­­­fé­lagið Þór­s­­­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, var sam­tals um 2,5 millj­­­­örðum króna. Stærstu eig­endur Árvak­urs eru tengdir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum auk þess sem Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, er skráður fyrir rúm­lega 20 pró­sent eign­ar­hlut.

Enn fækkar les­endur Frétta­blaðs­ins

Frétta­blað­ið, frí­blað sem dreift er í 85 þús­und ein­tökum án end­ur­gjalds á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Akur­eyri fimm daga vik­unn­ar, hefur aldrei verið minna lesið en í síð­asta mán­uð­i. 

Alls sögð­ust 32,1 pró­sent lands­manna lesa Frétta­blaðið og dróst lest­ur­inn saman um 0,5 pró­sentu­stig á milli mán­aða. Lest­ur­inn hefur dreg­ist saman um 15 pró­sent á einu ári og helm­ing­ast á rúmum ára­tug, en í apríl 2010 lásu 64 pró­sent lands­manna Frétta­blað­ið. Hjá Íslend­ingum undir fimm­tugu mælist lestur Frétta­blaðs­ins 23 pró­sent, og hefur dreg­ist sama um 64 pró­sent frá vor­inu 2010. 

Heild­ar­lestur Frétta­blaðs­ins fór undir 60 pró­sent í apríl 2012, undir 50 pró­sent í nóv­em­ber 2015 og undir 40 pró­sent í ágúst 2018. Ef lestur blaðs­ins heldur áfram að falla á sama hátt og hann hefur gert und­an­farið hálft ár, um hálft pró­sentu­stig á mán­uði, fer lestur Frétta­blaðs­ins undir 30 pró­sent í haust.

Frétta­blaðið er í eigu Torgs sem rekur einnig miðla á borð við Hring­braut og DV. Helgi Magn­ús­son athafna­maður keypti Torg árið 2019. Tap Torgs á árinu 2019 var 212 millj­­­­ónir króna. 

Síð­asta mæl­ing DV

Tvö viku­blöð hafa verið í mæl­ingum Gallup und­an­farin miss­eri, DV og Við­skipta­blað­ið. Alls sögð­ust 3,5 pró­sent lands­manna lesa DV í síð­asta mán­uði. Það er minnsti lestur á því blaði frá upp­hafi. Í ald­urs­hópnum 18 til 49 ára náði lest­ur­inn botni í febr­úar þegar tvö pró­sent lands­manna undir fimm­tugu lásu DV. 

Þann 6. apríl síð­ast­lið­inn var til­kynnt að ákveðið hefði verið að hætta útgáfu DV á prenti, að minnsta kosti um sinn. Helsta ástæða þess var sögð yfir­stand­andi heims­far­aldur sem hafi „gert aug­lýs­inga­­sölu erf­iða og hamlað útgáfu með ýmsum hætt­i.“

Við­skipta­blaðið kemur út á fimmtu­dögum og er selt í áskrift. Alls lesa 4,3 pró­sent lands­manna það blað og hjá ald­urs­hópnum 18 til 49 ára mælist lest­ur­inn 2,9 pró­sent. Það er í fyrsta sinn sem lestur Við­skipta­blaðs­ins fer undir þrjú pró­sent hjá full­orðnum les­endum undir fimm­tug­u. 

Vert er að taka fram að allir þeir prent­miðlar sem nefndir eru í þess­ari umfjöllun reka frétta­vef­síð­ur. Síða Morg­un­blaðs­ins, mbl.is, er nú, og hefur oft­ast ver­ið, mest lesna vef­síða lands­ins, þótt helsti sam­keppn­is­að­ili henn­ar, Vís­ir, hafi oftar verið í fyrsta sæti á þeim lista und­an­farnar vik­ur. Vef­svæði DV, dv.is og tengdir vef­ir, er þriðja mest lesna vef­svæði lands­ins og vef­svæði Frétta­blaðs­ins, sem inni­heldur líka vef Hring­braut­ar, er það fimmta mest lesna. Við­skipta­blaðsvef­ur­inn situr í átt­unda sæti á lista Gallup en vert er að taka fram að ein­ungis þrettán vef­svæði taka þátt í vef­mæl­ingum fyr­ir­tæk­is­ins. Á meðal fjöl­miðla sem gera það ekki eru Kjarn­inn og Stund­in. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent