Lestur Fréttablaðsins dregist saman um 15 prósent frá því að nýir eigendur keyptu það

Lestur Morgunblaðsins hjá fólki undir fimmtugu fór í fyrsta sinn síðan mælingar hófust undir tveggja stafa tölu í síðasta mánuði. Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug.

Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs.
Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs.
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins hefur dreg­ist saman um 15 pró­sent frá því að nýir eig­endur komu að honum um mitt ár 2019. Þá lásu 38,4 pró­sent lands­manna blaðið sam­kvæmt mæl­ingum Gallup á lestri prent­miðla en í síð­asta mán­uði var það hlut­fall komið niður í 32,6 pró­sent, og hefur aldrei verið lægra. Lestur á Frétta­blað­inu hefur helm­ing­ast frá vor­mán­uðum 2010. 

Þegar horft er á lest­ur­inn hjá lands­mönnum í ald­urs­hópnum 18-49 ára hefur hann dreg­ist saman um 20 pró­sent frá því að nýju eig­end­urnir tóku keyptu sig fyrst inn. Hann er nú 23 pró­sent í þeim ald­urs­hópi. 

Í júní 2019 keypti athafna­mað­ur­inn Helgi Magn­ús­son helm­ings­hlut í útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins, Torgi. Kaup­verðið var trún­að­ar­mál en í októ­ber keyptu Helgi og sam­starfs­menn hans, meðal ann­ars rit­stjór­inn Jón Þór­is­son, hinn helm­ing­inn í útgáf­unni auk þess sem sjón­­­­varps­­­­stöð­inni Hring­braut var rennt inn í rekst­­­­ur­inn. Aftur var kaup­verðið sagt trún­að­ar­mál. Eign­ar­haldið á Torgi hefur verið í félagi sem heitir HFB-77 ehf. Það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­ónir króna í fyrra. Torg er eina þekkta eign félags­­­ins og var keypt á síð­­­asta ári. Í des­em­ber 2020 var svo greint frá því að Helgi hefði keypt nýtt hlutafé í Torgi fyrir 600 millj­ónir króna. 

Miðað við þær upp­­lýs­ingar má ætla að Helgi og við­­skipta­­fé­lagar hans hafi sett um 1,2 millj­­arð króna í að ann­­ars vegar kaupa Torg og hins vegar að styrkja rekstur útgáfu­­fé­lags­ins.

Færri útgáfu­dagar og minna upp­lag

Þegar nýju eig­end­urnir komu að Frétta­blað­inu var því dreift sex daga vik­unnar í 85 þús­und ein­tökum ókeypis á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Akur­eyri. Í fyrra var ákveðið að hætta útgáfu mánu­dags­blað og fækka þannig útgáfu­dögum um einn. Dreif­ingin hefur auk þess dreg­ist saman úr 85 í 80 þús­und ein­tök á dag. 

Auglýsing
Önnur breyta sem gæti haft áhrif á lestur Frétta­­blaðs­ins eru breytt lög um póst­­­þjón­ustu, sem sam­­þykkt voru 2019, og gera frí­blöðum erf­ið­­ara fyrir en áður að ná augum fólks. Í þeim er réttur neyt­enda til að afþakka frí­blöð tryggð­­ur. Á grunni þeirra laga réðst Reykja­vík­­­ur­­borg í útgáfu á svoköll­uðum afþökk­un­­ar­lím­miðum fyrir Reyk­vík­­inga, sem sendir voru á öll heim­ili á þessu stærsta dreif­ing­­ar­­svæði frí­­blaða á Íslandi.

Í við­horfskönnun sem Reykja­vík­­­ur­­borg og SORPU bs. létu gera um flokkun og end­­ur­vinnslu, í aðdrag­anda þess að gripið var til þess ráð­­ast að dreifa mið­un­um, kom í ljós að um 70 pró­­sent af svar­endum afþökk­uðu ekki fjöl­­póst en gátu mög­u­­lega eða mjög vel hugsað sér að gera það.

Tap Torgs á árinu 2019 var 212 millj­­­ónir króna en þar var búið að reikna með 50 millj­­­óna króna styrk út rík­­­is­­­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þeir styrkir voru aldrei greiddir út, enda frum­varp um þá ekki sam­­­þykkt. Hins vegar voru greiddar út sér­­­stakir neyð­­­ar­­­styrkir vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins sem á end­­­anum skil­uðu Torgi 64 millj­­­ónum króna. 

Undir tíu pró­sent hjá undir fimm­tugu í fyrsta sinn

Lestur Morg­un­blaðs­ins hefur heldur aldrei mælst jafn lít­ill og hann var í febr­úar 2021. Þá sögð­ust 20,1 pró­sent lands­manna hafa lesið blað­ið, en vert er að taka það fram að Morg­un­blaðið er frí­blað einu sinni í viku, á fimmtu­dög­um, þegar það er í svo­kall­aðri aldreif­inu. Þá fær fjöldi manns sem er ekki áskrif­andi blaðið óum­beðið inn um lúg­una hjá sér. Lestur Morg­un­blaðs­ins hjá öllum ald­urs­hópum hefur helm­ing­ast frá vor­inu 2009, þegar hann var 40 pró­sent.

Sam­drátt­ur­inn er mestur í ald­urs­hópnum 18-49 ára. Þar segj­ast nú, í fyrsta sinn frá því að mæl­ingar hófust, undir tíu pró­sent lands­manna lesa Morg­un­blað­ið. í byrjun árs 2009, þegar nýir eig­endur komu að rekstri blaðs­ins sem réðu svo núver­andi rit­stjóra (Da­víð Odds­son og Har­ald Johann­essen) þess til starfa, var Morg­un­blaðið lesið af þriðj­ungi allra lands­manna á þessum aldri. 

Tap Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og fleiri miðla, á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­­ur­­fé­lagið Þór­s­­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, var sam­tals um 2,5 millj­­­örðum króna. 

Tvö pró­sent undir fimm­tugu lesa DV

Hin tvö blöðin sem mæld eru í könnun Gallup eru viku­blöð: DV og Við­­skipta­­blað­ið. Heild­­ar­­lestur DV, hjá öllum mældum ald­­ur­s­hóp­um, mælist nú 2,9 pró­­sent og 5,1 pró­­sent hjá Við­­skipta­­blað­inu.

Af lands­mönnum undir fimm­tugu lesa 3,8 pró­sent Við­­skipta­­blaðið og 2,0 pró­­sent segj­­ast lesa DV. Lestur Við­­skipta­­blaðs­ins hjá ald­­ur­s­hópnum hefur dreg­ist saman um 47 pró­­sent á tveimur árum og lestur DV um rúm­lega 70 pró­­sent.

Auk ofan­­greindra er Stundin enn send til áskrif­enda í papp­írs­­formi og nokkur minni hér­­aðs­blöð koma enn út í því formi. Ekk­ert þeirra er þó í mæl­ingum hjá Gallup. 

Bænda­­blaðið er enn prentað og kaupir mæl­ingar hjá Gallup í októ­ber, nóv­­em­ber og des­em­ber á hverju ári. Í lok árs 2019 sögð­ust 29,2 pró­­sent lands­­manna sjá Bænda­­blaðið og hafði lestur þess hald­ist stöð­ugur und­an­farin ár. 

Í des­em­ber 2020 mæld­ist hann hins vegar 24,3 pró­­sent og hafði því fallið um tæp 17 pró­­sent á milli ára. Hjá fólki undir fimm­tugu mæld­ist lestur Bænda­­blaðs­ins 14,4 pró­­sent í lok síð­­asta árs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent