Hætta tímabundið að gefa DV út á pappír

Ákveðið hefur verið að hætta að prenta DV tímabundið. Í staðinn á að styrkja vef miðilsins. Lestur prentútgáfu DV hjá öllum aldurshópum var innan við þrjú prósent samkvæmt könnun Gallup í febrúarmánuði.

DV mun tímabundið hætta að koma út á prenti. Greiðsluseðlar áskrifenda fyrir apríl verða felldir niður.
DV mun tímabundið hætta að koma út á prenti. Greiðsluseðlar áskrifenda fyrir apríl verða felldir niður.
Auglýsing

Ákveðið hefur verið að prentút­gáfa DV fari í tíma­bundið útgáfu­hlé. Þetta kemur fram á vef mið­ils­ins. Útgef­andi DV er Torg ehf., sem einnig er útgef­andi Frétta­blaðs­ins og Hring­braut­ar.

Heims­far­ald­ur­inn er sagður helsta ástæðan fyrir þess­ari ákvörð­un, en hann er sagður hafa „gert aug­lýs­inga­sölu erf­iða og hamlað útgáfu með ýmsum hætt­i.“

Á vef mið­ils­ins segir að á meðan DV komi ekki út á pappír verði auk­inn kraftur settur í vef­mið­il­inn DV.is og boðað er að nýj­ungar muni líta dags­ins ljós þar á næstu vik­um.

Auglýsing

DV hefur und­an­farin miss­eri verið viku­blað í áskrift og komið út um helg­ar. Fram kemur í frétt á vef DV að helg­ar­við­tal blaðs­ins muni áfram birt­ast alla föstu­daga á vefn­um, auk þess sem það verði sent þeim sem skrá sig á póst­lista DV í umbrot­inni raf­rænni útgáfu, án end­ur­gjalds. Greiðslu­seðlar áskrif­enda fyrir apríl verða felldir nið­ur.

Lestur blaðs lít­ill en vefs mik­ill

Tobba Mar­in­ós­dóttir rit­stjóri DV, sem sagði starfi sínu lausu í lok febr­úar en starfar áfram hjá Torgi, mun fylgja þessum breyt­ingum úr hlaði, sam­kvæmt frétt DV.

Heild­­­ar­­­lestur prentút­gáfu DV, hjá öllum mældum ald­­­ur­s­hóp­um, mæld­ist 2,9 pró­­­sent í könnun Gallup um lestur prent­miðla í febr­ú­ar­mán­uði. Af lands­mönnum undir fimm­tugu sögð­ust 2 pró­sent lesa DV í þeirri könn­un, sem Kjarn­inn fjall­aði um nýlega.

Vefur DV er hins vegar einn mest lesni vefur lands­ins og var með um 121 þús­und not­endur á dag að með­al­tali í síð­ustu viku, sam­kvæmt mæl­ingum Gallup. Ein­ungis mbl.is og Vísir eru meira lesnir en vefur DV.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent