Hætta tímabundið að gefa DV út á pappír

Ákveðið hefur verið að hætta að prenta DV tímabundið. Í staðinn á að styrkja vef miðilsins. Lestur prentútgáfu DV hjá öllum aldurshópum var innan við þrjú prósent samkvæmt könnun Gallup í febrúarmánuði.

DV mun tímabundið hætta að koma út á prenti. Greiðsluseðlar áskrifenda fyrir apríl verða felldir niður.
DV mun tímabundið hætta að koma út á prenti. Greiðsluseðlar áskrifenda fyrir apríl verða felldir niður.
Auglýsing

Ákveðið hefur verið að prentút­gáfa DV fari í tíma­bundið útgáfu­hlé. Þetta kemur fram á vef mið­ils­ins. Útgef­andi DV er Torg ehf., sem einnig er útgef­andi Frétta­blaðs­ins og Hring­braut­ar.

Heims­far­ald­ur­inn er sagður helsta ástæðan fyrir þess­ari ákvörð­un, en hann er sagður hafa „gert aug­lýs­inga­sölu erf­iða og hamlað útgáfu með ýmsum hætt­i.“

Á vef mið­ils­ins segir að á meðan DV komi ekki út á pappír verði auk­inn kraftur settur í vef­mið­il­inn DV.is og boðað er að nýj­ungar muni líta dags­ins ljós þar á næstu vik­um.

Auglýsing

DV hefur und­an­farin miss­eri verið viku­blað í áskrift og komið út um helg­ar. Fram kemur í frétt á vef DV að helg­ar­við­tal blaðs­ins muni áfram birt­ast alla föstu­daga á vefn­um, auk þess sem það verði sent þeim sem skrá sig á póst­lista DV í umbrot­inni raf­rænni útgáfu, án end­ur­gjalds. Greiðslu­seðlar áskrif­enda fyrir apríl verða felldir nið­ur.

Lestur blaðs lít­ill en vefs mik­ill

Tobba Mar­in­ós­dóttir rit­stjóri DV, sem sagði starfi sínu lausu í lok febr­úar en starfar áfram hjá Torgi, mun fylgja þessum breyt­ingum úr hlaði, sam­kvæmt frétt DV.

Heild­­­ar­­­lestur prentút­gáfu DV, hjá öllum mældum ald­­­ur­s­hóp­um, mæld­ist 2,9 pró­­­sent í könnun Gallup um lestur prent­miðla í febr­ú­ar­mán­uði. Af lands­mönnum undir fimm­tugu sögð­ust 2 pró­sent lesa DV í þeirri könn­un, sem Kjarn­inn fjall­aði um nýlega.

Vefur DV er hins vegar einn mest lesni vefur lands­ins og var með um 121 þús­und not­endur á dag að með­al­tali í síð­ustu viku, sam­kvæmt mæl­ingum Gallup. Ein­ungis mbl.is og Vísir eru meira lesnir en vefur DV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent