Vonandi verður lagagrundvöllur tryggður „áður en heilsufarslegur skaði hlýst af“

Þórólfur Guðnason segir niðurstöðu héraðsdóms „óheppilega“ og geta sett sóttvarnir hér á landi í uppnám. Hún gæti orðið til þess að auka líkur á að smit komist út í samfélagið, „mögulega með alvarlegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur í sam­ráði við heil­brigð­is­ráðu­neytið ákveðið að vísa úrskurði hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, um að ekki megi skikka fólk í sótt­varna­hús, til Lands­rétt­ar. Þetta mun ekki breyta því að nið­ur­staða hér­aðs­dóms mun standa þangað til og henni er nú þegar fram­fylgt. Sagði sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að svo virt­ist sem nið­ur­staða hér­aðs­dóms byggði á því að skil­grein­ing á sótt­varn­ar­húsi í sótt­varna­lögum væri ekki full­nægj­andi. Því væri ekki hægt að byggja reglu­gerð heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins frá 1. apr­íl, þar sem fólki frá áhættu­löndum er gert að vera í sótt­kví í sótt­varna­hús­um, á því.

Í gær var öllum sem dvelja í sótt­varn­ar­húsi boðið að fara annað í sína sótt­kví. Um fimmtán manns af vel yfir hund­rað gerðu það í gær og sagði Þórólfur að mögu­lega myndu fleiri yfir­gefa sótt­varna­hús í dag.

Auglýsing

Þórólfur sagði nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms „óheppi­lega“ út frá sótt­varn­ar­sjón­ar­miðum og geta sett ýmsar sótt­varnir hér á landi í upp­nám „ef hann fær að standa“. Þetta gæti orðið til þess að auka líkur á því að smit kom­ist út í sam­fé­lagið „mögu­lega með alvar­legum afleið­ingum fyrir okkur Íslend­inga“ og að síður yrði hægt að slaka á tak­mörk­unum inn­an­lands.

„Ég tel mik­il­vægt að laga­grund­völlur verði tryggður svo hægt verði að vernda heilsu þjóð­ar­innar sem mest,“ sagði Þórólfur sem hefur skorað á stjórn­völd að tryggja hann. „Von­andi verður það gert áður en að heilsu­fars­legur skaði hlýst af.“

Spurður hversu bjart­sýnn hann væri á að Land­réttur myndi snúa nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms við sagð­ist hann vona það besta. „Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að við fáum laga­grund­völl undir þær aðgerðir sem við erum að grípa til. Ef það er ekki svo þá munum við alveg örugg­lega ekki geta haft eins góð tök á þessu eins og við vild­um. Við vitum öll hverjar afleið­ingar af því gætu orð­ið.“

Margar ástæður til að beita ýtr­ustu aðgerðum á landa­mærum

Alma Möller land­læknir ítrek­aði það sem yfir­völd hafa oft­sinnis sagt að það eigi, að þeirra mati, að við­hafa áfram ýtr­ustu aðgát á landa­mær­un­um. Fyrir því væru nokkrar ástæð­ur. Sú fyrsta er sú að ekki er enn búið að bólu­setja nægi­lega hátt hlut­fall þjóð­ar­innar þó að það standi til bóta „sem betur fer“.

Í öðru lagi vegna þess að far­ald­ur­inn er á mik­illi sigl­ingu erlendis m.a. í nágranna­löndum „og það þrátt fyrir umtals­verðar aðgerðir víða“.

Í þriðja lagi er enn margt á huldu varð­andi ný afbrigði veirunn­ar. Ekki er enn ljóst hvort þau valdi alvar­legri veik­ind­um, svo dæmi sé tek­ið.

Alma sagði að glufur hefðu komið upp á landa­mær­unum sem reynt hefði verið að bregð­ast við. „En nú eru þau mál í ákveðnu upp­námi og verið er að skoða hvernig brugð­ist verður við.“

Fjórir greindust með veiruna inn­an­lands í gær og voru þeir allir í sótt­kví. „Auð­vitað er maður smeykur um það að það séu fleiri smit þarna úti,“ sagði Þórólf­ur.

Á síð­ustu sjö dögum hafa 64 greinst inn­an­lands. Um 70 pró­sent voru í sótt­kví. Í nokkrum til­vikum hefur reynst erfitt að rekja smit þeirra sem greinst hafa utan sótt­kví­ar. Öll smit sem greinst hafa bæði inn­an­lands og á landa­mær­unum síð­ustu daga hafa verið vegna hins breska afbrigðis veirunn­ar.

Af þessum sökum telur Þórólfur þörf á því að halda áfram aðgerðum inn­an­lands til að minnsta kosti 15. apr­íl.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent