Vonandi verður lagagrundvöllur tryggður „áður en heilsufarslegur skaði hlýst af“

Þórólfur Guðnason segir niðurstöðu héraðsdóms „óheppilega“ og geta sett sóttvarnir hér á landi í uppnám. Hún gæti orðið til þess að auka líkur á að smit komist út í samfélagið, „mögulega með alvarlegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur í sam­ráði við heil­brigð­is­ráðu­neytið ákveðið að vísa úrskurði hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, um að ekki megi skikka fólk í sótt­varna­hús, til Lands­rétt­ar. Þetta mun ekki breyta því að nið­ur­staða hér­aðs­dóms mun standa þangað til og henni er nú þegar fram­fylgt. Sagði sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að svo virt­ist sem nið­ur­staða hér­aðs­dóms byggði á því að skil­grein­ing á sótt­varn­ar­húsi í sótt­varna­lögum væri ekki full­nægj­andi. Því væri ekki hægt að byggja reglu­gerð heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins frá 1. apr­íl, þar sem fólki frá áhættu­löndum er gert að vera í sótt­kví í sótt­varna­hús­um, á því.

Í gær var öllum sem dvelja í sótt­varn­ar­húsi boðið að fara annað í sína sótt­kví. Um fimmtán manns af vel yfir hund­rað gerðu það í gær og sagði Þórólfur að mögu­lega myndu fleiri yfir­gefa sótt­varna­hús í dag.

Auglýsing

Þórólfur sagði nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms „óheppi­lega“ út frá sótt­varn­ar­sjón­ar­miðum og geta sett ýmsar sótt­varnir hér á landi í upp­nám „ef hann fær að standa“. Þetta gæti orðið til þess að auka líkur á því að smit kom­ist út í sam­fé­lagið „mögu­lega með alvar­legum afleið­ingum fyrir okkur Íslend­inga“ og að síður yrði hægt að slaka á tak­mörk­unum inn­an­lands.

„Ég tel mik­il­vægt að laga­grund­völlur verði tryggður svo hægt verði að vernda heilsu þjóð­ar­innar sem mest,“ sagði Þórólfur sem hefur skorað á stjórn­völd að tryggja hann. „Von­andi verður það gert áður en að heilsu­fars­legur skaði hlýst af.“

Spurður hversu bjart­sýnn hann væri á að Land­réttur myndi snúa nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms við sagð­ist hann vona það besta. „Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að við fáum laga­grund­völl undir þær aðgerðir sem við erum að grípa til. Ef það er ekki svo þá munum við alveg örugg­lega ekki geta haft eins góð tök á þessu eins og við vild­um. Við vitum öll hverjar afleið­ingar af því gætu orð­ið.“

Margar ástæður til að beita ýtr­ustu aðgerðum á landa­mærum

Alma Möller land­læknir ítrek­aði það sem yfir­völd hafa oft­sinnis sagt að það eigi, að þeirra mati, að við­hafa áfram ýtr­ustu aðgát á landa­mær­un­um. Fyrir því væru nokkrar ástæð­ur. Sú fyrsta er sú að ekki er enn búið að bólu­setja nægi­lega hátt hlut­fall þjóð­ar­innar þó að það standi til bóta „sem betur fer“.

Í öðru lagi vegna þess að far­ald­ur­inn er á mik­illi sigl­ingu erlendis m.a. í nágranna­löndum „og það þrátt fyrir umtals­verðar aðgerðir víða“.

Í þriðja lagi er enn margt á huldu varð­andi ný afbrigði veirunn­ar. Ekki er enn ljóst hvort þau valdi alvar­legri veik­ind­um, svo dæmi sé tek­ið.

Alma sagði að glufur hefðu komið upp á landa­mær­unum sem reynt hefði verið að bregð­ast við. „En nú eru þau mál í ákveðnu upp­námi og verið er að skoða hvernig brugð­ist verður við.“

Fjórir greindust með veiruna inn­an­lands í gær og voru þeir allir í sótt­kví. „Auð­vitað er maður smeykur um það að það séu fleiri smit þarna úti,“ sagði Þórólf­ur.

Á síð­ustu sjö dögum hafa 64 greinst inn­an­lands. Um 70 pró­sent voru í sótt­kví. Í nokkrum til­vikum hefur reynst erfitt að rekja smit þeirra sem greinst hafa utan sótt­kví­ar. Öll smit sem greinst hafa bæði inn­an­lands og á landa­mær­unum síð­ustu daga hafa verið vegna hins breska afbrigðis veirunn­ar.

Af þessum sökum telur Þórólfur þörf á því að halda áfram aðgerðum inn­an­lands til að minnsta kosti 15. apr­íl.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent