Þórólfur: „Tryggjum lagastoðina“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef hann fengi að ráða myndi Alþingi koma saman og tryggja að lagastoð yrði fyrir því að skylda komufarþega frá ákveðnum svæðum í sóttvarnahús.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, um að rík­inu sé óheim­ilt að skikka þá sem hafa við­un­andi aðstæður til þess að vera í sótt­kví á eigin vegum í sótt­varna­hús, séu von­brigði að hans mati, fyrir þjóð­ina alla. Hann myndi vilja sjá Alþingi breyta lögum til þess að skjóta laga­stoð undir aðgerð­irn­ar.

„Tryggjum laga­stoð­ina, höldum áfram með þessa örugg­ustu leið sem við getum haft þar til við höfum náð meiri útbreiðslu í bólu­setn­ingar og getum farið að slaka meira á, eins og við höfum verið að tala um,“ ­sagði Þórólfur í Bít­inu á Bylgj­unni í morg­un­.

Hann og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafa boðað komu sína á fund vel­ferð­ar­nefndar Alþingis kl. 10 í dag til þess að ræða nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Sótt­varna­læknir seg­ist einnig eiga von á því að málið verði rætt á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Verið sé að skoða hvaða leiðir séu fær­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra hafði lýst því yfir að und­an­förnu að hún og ráðu­neytið teldu laga­stoð fyrir því að skipa öllum sem kæmu frá ákveðnum háá­hættu­svæðum í sótt­varn­ar­hús. Efa­semdir höfðu verið uppi um það, sem fengu stað­fest­ingu með úrskurði hér­aðs­dóms í gær.

Þórólfur segir að hann telji skyldu­sótt­kví í sótt­varn­ar­húsum fyrir þá sem koma frá þeim svæðum þar sem veiru­far­ald­ur­inn er í hæstu hæðum hafi verið „lang­besta og „langör­uggasta“ leiðin til þess að koma í veg fyrir að ný bylgja far­ald­urs­ins fari af stað inn­an­lands.

Auglýsing

„Auð­vitað er hún ekki 100 pró­sent frekar en annað sem við erum að gera. En þetta held ég að hafi verið skásta leið­in. Ég held að það þurfi að skoða mjög vel, en auð­vitað þarf laga­grund­völl­ur­inn að vera í lagi. Það segir sig sjálft,“ sagði Þórólf­ur.

„Von­laust“ að herða eft­ir­lit með fólki heima hjá því

Hann sagði einnig í við­tal­inu að hann teldi það „al­veg von­laust“ að herða eft­ir­lit með fólki í sótt­kví á sínu eigin heim­il­i, ­mörg hund­ruð manns á hverjum tíma. Einnig væri von­laust að tékka á því hvort fólk myndi búa við við­un­andi aðstæður fyr­ir­fram.

Sótt­varna­læknir sagði stöð­una aðra en áður þar sem nú væri um að ræða meira smit­andi afbrigði kór­ónu­veirunnar en áður. Minna þyrfti að fara úrskeiðis til þess að smit næði út í sam­fé­lag­ið.

„Ef þetta fær að standa svona þá held ég að hættan sé mjög mikil að við fáum meiri útbreiðslu,“ sagði Þórólf­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent