Þórólfur: „Tryggjum lagastoðina“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef hann fengi að ráða myndi Alþingi koma saman og tryggja að lagastoð yrði fyrir því að skylda komufarþega frá ákveðnum svæðum í sóttvarnahús.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, um að rík­inu sé óheim­ilt að skikka þá sem hafa við­un­andi aðstæður til þess að vera í sótt­kví á eigin vegum í sótt­varna­hús, séu von­brigði að hans mati, fyrir þjóð­ina alla. Hann myndi vilja sjá Alþingi breyta lögum til þess að skjóta laga­stoð undir aðgerð­irn­ar.

„Tryggjum laga­stoð­ina, höldum áfram með þessa örugg­ustu leið sem við getum haft þar til við höfum náð meiri útbreiðslu í bólu­setn­ingar og getum farið að slaka meira á, eins og við höfum verið að tala um,“ ­sagði Þórólfur í Bít­inu á Bylgj­unni í morg­un­.

Hann og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafa boðað komu sína á fund vel­ferð­ar­nefndar Alþingis kl. 10 í dag til þess að ræða nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Sótt­varna­læknir seg­ist einnig eiga von á því að málið verði rætt á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Verið sé að skoða hvaða leiðir séu fær­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra hafði lýst því yfir að und­an­förnu að hún og ráðu­neytið teldu laga­stoð fyrir því að skipa öllum sem kæmu frá ákveðnum háá­hættu­svæðum í sótt­varn­ar­hús. Efa­semdir höfðu verið uppi um það, sem fengu stað­fest­ingu með úrskurði hér­aðs­dóms í gær.

Þórólfur segir að hann telji skyldu­sótt­kví í sótt­varn­ar­húsum fyrir þá sem koma frá þeim svæðum þar sem veiru­far­ald­ur­inn er í hæstu hæðum hafi verið „lang­besta og „langör­uggasta“ leiðin til þess að koma í veg fyrir að ný bylgja far­ald­urs­ins fari af stað inn­an­lands.

Auglýsing

„Auð­vitað er hún ekki 100 pró­sent frekar en annað sem við erum að gera. En þetta held ég að hafi verið skásta leið­in. Ég held að það þurfi að skoða mjög vel, en auð­vitað þarf laga­grund­völl­ur­inn að vera í lagi. Það segir sig sjálft,“ sagði Þórólf­ur.

„Von­laust“ að herða eft­ir­lit með fólki heima hjá því

Hann sagði einnig í við­tal­inu að hann teldi það „al­veg von­laust“ að herða eft­ir­lit með fólki í sótt­kví á sínu eigin heim­il­i, ­mörg hund­ruð manns á hverjum tíma. Einnig væri von­laust að tékka á því hvort fólk myndi búa við við­un­andi aðstæður fyr­ir­fram.

Sótt­varna­læknir sagði stöð­una aðra en áður þar sem nú væri um að ræða meira smit­andi afbrigði kór­ónu­veirunnar en áður. Minna þyrfti að fara úrskeiðis til þess að smit næði út í sam­fé­lag­ið.

„Ef þetta fær að standa svona þá held ég að hættan sé mjög mikil að við fáum meiri útbreiðslu,“ sagði Þórólf­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent