Þórólfur: „Tryggjum lagastoðina“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef hann fengi að ráða myndi Alþingi koma saman og tryggja að lagastoð yrði fyrir því að skylda komufarþega frá ákveðnum svæðum í sóttvarnahús.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, um að ríkinu sé óheimilt að skikka þá sem hafa viðunandi aðstæður til þess að vera í sóttkví á eigin vegum í sóttvarnahús, séu vonbrigði að hans mati, fyrir þjóðina alla. Hann myndi vilja sjá Alþingi breyta lögum til þess að skjóta lagastoð undir aðgerðirnar.

„Tryggjum lagastoðina, höldum áfram með þessa öruggustu leið sem við getum haft þar til við höfum náð meiri útbreiðslu í bólusetningar og getum farið að slaka meira á, eins og við höfum verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa boðað komu sína á fund velferðarnefndar Alþingis kl. 10 í dag til þess að ræða niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Sóttvarnalæknir segist einnig eiga von á því að málið verði rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Verið sé að skoða hvaða leiðir séu færar.

Heilbrigðisráðherra hafði lýst því yfir að undanförnu að hún og ráðuneytið teldu lagastoð fyrir því að skipa öllum sem kæmu frá ákveðnum hááhættusvæðum í sóttvarnarhús. Efasemdir höfðu verið uppi um það, sem fengu staðfestingu með úrskurði héraðsdóms í gær.

Þórólfur segir að hann telji skyldusóttkví í sóttvarnarhúsum fyrir þá sem koma frá þeim svæðum þar sem veirufaraldurinn er í hæstu hæðum hafi verið „langbesta og „langöruggasta“ leiðin til þess að koma í veg fyrir að ný bylgja faraldursins fari af stað innanlands.

Auglýsing

„Auðvitað er hún ekki 100 prósent frekar en annað sem við erum að gera. En þetta held ég að hafi verið skásta leiðin. Ég held að það þurfi að skoða mjög vel, en auðvitað þarf lagagrundvöllurinn að vera í lagi. Það segir sig sjálft,“ sagði Þórólfur.

„Vonlaust“ að herða eftirlit með fólki heima hjá því

Hann sagði einnig í viðtalinu að hann teldi það „alveg vonlaust“ að herða eftirlit með fólki í sóttkví á sínu eigin heimili, mörg hundruð manns á hverjum tíma. Einnig væri vonlaust að tékka á því hvort fólk myndi búa við viðunandi aðstæður fyrirfram.

Sóttvarnalæknir sagði stöðuna aðra en áður þar sem nú væri um að ræða meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar en áður. Minna þyrfti að fara úrskeiðis til þess að smit næði út í samfélagið.

„Ef þetta fær að standa svona þá held ég að hættan sé mjög mikil að við fáum meiri útbreiðslu,“ sagði Þórólfur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent