Setið fyrir Halldóri fyrir utan World Class með uppsagnarbréf og stefnu

Halldór Kristmannsson segir að sú aðferð Alvogen og Alvotech að skjóta sendiboðann en hvítþvo Róbert Wessman kunni að skaða orðspor fyrirtækjanna tveggja. Málið hafi vakið athygli erlendis, meðal annars hjá samstarfsaðilum fyrirtækjanna.

Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Auglýsing

Hall­dór Krist­manns­son, einn nán­asti sam­starfs­maður Róberts Wessman til 18 ára, seg­ist hafa verið beittur for­dæma­lausri hörku fyrir að hafa gerst upp­ljóstr­ari og sagt frá hegðun Róberts, for­stjóra Alvogen og Alvot­ech, sem fól meðal ann­ars í sér morð­hót­an­ir. 

Hall­dór, sem var upp­lýs­inga­full­trúi og síðar fram­kvæmda­stjóri hjá sam­stæð­unni, sendi frá sér til­kynn­ingu í morg­un.

Þar segir hann að sama dag og Alvogen sendi frá sér yfir­lýs­ingu um að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins bæri fullt traust til Róberts eftir rann­sókn sem fram­kvæmt var vegna kvört­unar Hall­dórs, hafi verið setið fyrir hon­um. Sú harka sem sé hlaup­inn í málið sé með ólík­ind­um. „Sama dag og nafni mínu er lekið í fjöl­miðla og til­kynnt um „hvít­þott­inn“, þá er setið fyrir mér fyrir utan World Class í Smára­lind, með upp­sagn­ar­bréf og stefnu, þar sem fyr­ir­tækin hyggj­ast freista þess að fá lög­mæti upp­sagn­ar­innar stað­festa fyrir Hér­aðs­dómi. Stjórnum fyr­ir­tækj­anna virð­ist ein­fald­lega vera ofviða að fram­kvæma óháða rann­sókn á stjórn­ar­for­manni, for­stjóra og sínum stærsta hlut­hafa, eða aðhaf­ast nokkuð yfir höfuð þegar Róbert er ann­ars veg­ar.“

Morð­hót­anir og mis­notkun á fjöl­miðlum

Áður­nefnd yfir­lýs­ing Alvogen var send út til fjöl­miðla 23. mars síð­ast­lið­inn. Þá var málið ekki á vit­orði margra og lítið kom fram í henni annað en að „óháð úttekt“ hefði sýnt að engin gögn bentu til þess að eitt­hvað væri athuga­vert við stjórn­ar­hætti Róberts sem for­stjóra fyr­ir­tækj­anna tveggja. „Nið­­ur­­stað­an er skýr og ljóst að efni kvart­an­ann­a á sér enga stoð. Ekk­ert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wess­man séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­­ast neitt vegn­a þess­a máls.“

Auglýsing
Halldór steig svo fram í síð­ustu viku, sagð­ist vera upp­ljóstr­ar­inn í mál­inu og greindi frá inni­haldi kvört­unar sinnar til stjórnar Alvogen. Stundin greindi frá því sama dag að Róbert hefði reynt að hringja í fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Act­a­vis, Mark Keat­ly, eftir að hann bar vitni í máli sem Björgólfur Thor Björg­ólfs­son hafði höfðað meðal ann­ars gegn Róbert. Í kjöl­farið hafi hann sent mann­inum og Claudio Albrecht, fyrr­ver­andi for­stjóra Act­a­vis, alls 33 smá­skila­boð á innan við sól­ar­hring þar sem hann hótað meðal ann­ars að drepa Keatly og að hann myndi vinna þeim og fjöl­skyldu þeirra skaða.

Róbert hefur geng­ist við því að hafa sent skila­boðin og upp­lýs­inga­full­trúi hans, Lára Ómars­dótt­ir, sagði við fjöl­miðla að hann hafa beðist afsök­unar á þeim og sjái eftir að hafa sent skila­boð­in. Þau hafi verið send úr flug­vél.

Hall­dór sagði einnig að Róbert hefði beitt sig allskyns óeðli­legum þrýst­ingi til að koma höggi á meinta óvild­ar­menn sína, meðal ann­ars í gegnum fjöl­miðla sem þeir fjár­mögn­uðu. Kjarn­inn greindi frá því 29. mars að einn þeirra væri Har­aldur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, en Róbert hafði tapað dóms­máli gegn syni Har­ald­ar. 

Gæti skaðað orð­spor

Í til­kynn­ingu sinni í dag segir Hall­dór, sem er hlut­hafi í fyr­ir­tækj­un­um, að hann hafi tals­verðar áhyggjur af aðgerð­ar­leysi Alvogen og Alvot­ech í mál­inu og að það kunni að skaða orð­spor fyr­ir­tækj­anna tveggja. „Málið hefur vakið nokkra athygli erlendis á meðal sam­starfs­að­ila, við­skipta­vina og fjár­festa, sem hafa sumir hverjir sett sig í sam­band við mig. Umræddir aðilar hafa eðli­lega borið upp spurn­ingar og lýst áhyggjum af þróun mála.

­Sama á við um íslenska fjár­festa, sem komu nýlega að fjár­mögnun Alvot­ech, og aðra sem hafa hags­muna að gæta hér á landi. Ég vill því stíga fram og ítreka sátta­hug og vel­vilja í garð fyr­ir­tækj­anna og sam­starfs­manna. Slík sátt setur hags­muni fyr­ir­tækj­anna í for­gang og felur í sér að óháðir stjórn­ar­menn taki hæfi Róberts til alvar­legrar skoð­un­ar. Auð­mýkt, virð­ing og almenn skyn­semi, er það eina sem þarf til að ljúka þessu máli, með far­sælum hætt­i.“

Hann segir að sú aðferð sem beitt hefur verið hingað til að hálfu Alvogen og Alvot­ech, sem felur í sér að hans mati að skjóta sendi­boð­ann og hvít­þvo Róbert Wess­man, sé til þess fallin að rýra trú­verðu­leika stjórn­ar­manna og hlut­hafa, og geti að óbreyttu skaðað orð­spor fyr­ir­tækj­anna til fram­tíð­ar. „Ég hef enn ekki fengið neina nið­ur­stöðu um rann­sókn, enda hef ég ástæðu til að efast um að ein­hver rann­sókn­ar­skýrsla hafi yfir höfuð verið gerð. Mér var mein­aður aðgangur að vinnu­gögn­um, til að aðstoða við rann­sókn­ina, og frá byrjun var ljóst að lög­fræði­stof­unni White & Case, var falið að „hvít­þvo“ Róbert.  Enn og aft­ur, virð­ist stjórn Alvogen ætla að horfa fram hjá kvört­unum um ósæmi­lega hegðun Róberts.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent