Biðla til gesta að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelum

Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnarlæknir fara nú yfir úrskurð dómstóla frá þvi fyrr í dag, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lagastoð skorti fyrir því að skikka fólk til veru í sóttvarnarhúsi.

Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.
Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Í ljósi úrskurðs Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lagastoð skorti fyrir því að skylda alla farþega sem koma frá háhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhólteli, verður þeim sem úrskurðurinn nær til gerð grein fyrir því að  þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðundandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og heilbrigðisráðuneytinu. 

Þar segir enn fremur að sóttvarnayfirvöld biðli „til gesta um að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid 19-sjúkdómsins.“

Verið er að fara yfir úrskurðinn í heilbrigðisráðuneytinu og hjá embætti sóttvarnarlæknis. „Í framhaldinu mun heilbrigðisráðherra, í samráði við sóttvarnalækni, skoða hvaða leið verður farin til að lágmarka áhættu á að smit berist inn í landið. Greint verður frá viðbrögðum á næstum dögum.“

Auglýsing
Þrír ein­stak­ling­ar, sem kærðu ákvörðun rík­is­ins um að skikka þá í sótt­kví í sótt­varn­ar­húsi, hefðu mátt fara í sótt­kví heima hjá sér, sam­kvæmt úrskurði Hér­aðs­dóms sem kveð­inn var upp fyrr í dag. Frá þessu greindi RÚV fyrst.

Sam­kvæmt frétt­inni voru kær­urnar lagðar fram á þeim grund­velli að um ólög­lega frels­is­svipt­ingu væri að ræða. Sam­kvæmt Ómari Valdi­mars­syni, lög­manni sem rak eitt mál­anna, er reglu­gerð stjórn­valda um skyldu­dvöl komu­far­þega frá áhættu­svæðum á sótt­varn­ar­húsum ónýt.

Ómar sagði þó að úrskurð­irnir sem kveðnir voru upp fyrr í dag séu bundnir við þá ein­stak­linga sem sóttu málin og gildi ekki endi­lega fyrir alla.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um mál­ið, en alls lögðu fimm fram kæru til rík­is­ins vegna skyldu­dval­ar­inn­ar. Allir eiga þeir heim­ili hér á landi. Ómar, ásamt Jóni Magn­ús­syni, öðrum lög­manni kær­anda, hafa sagt að málin gætu haft for­dæm­is­gildi fyrir aðra sem dvelja í sótt­varn­ar­húsi. Í við­tali við RÚV fyrr í dag ítrek­aði Ómar að þetta kunni að hafa for­dæm­is­gildi fyrir aðra, en vildi þó ekki full­yrða það með óyggj­andi hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent