Biðla til gesta að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelum

Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnarlæknir fara nú yfir úrskurð dómstóla frá þvi fyrr í dag, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lagastoð skorti fyrir því að skikka fólk til veru í sóttvarnarhúsi.

Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.
Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Í ljósi úrskurðs Hér­aðs­dóms Reykja­víkur í dag, þar sem kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að laga­stoð skorti fyrir því að skylda alla far­þega sem koma frá háhættu­svæðum í sótt­kví á sótt­kví­ar­hól­teli, verður þeim sem úrskurð­ur­inn nær til gerð grein fyrir því að  þeim sé frjálst að ljúka sótt­kví ann­ars stað­ar, hafi þeir við­und­andi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sótt­varna­lækni og heil­brigð­is­ráðu­neyt­in­u. 

Þar segir enn fremur að sótt­varna­yf­ir­völd biðli „til gesta um að ljúka sótt­kví á sótt­kví­ar­hót­el­inu, enda er það besta leiðin til að draga úr útbreiðslu Covid 19-­sjúk­dóms­ins.“

Verið er að fara yfir úrskurð­inn í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu og hjá emb­ætti sótt­varn­ar­lækn­is. „Í fram­hald­inu mun heil­brigð­is­ráð­herra, í sam­ráði við sótt­varna­lækni, skoða hvaða leið verður farin til að lág­marka áhættu á að smit ber­ist inn í land­ið. Greint verður frá við­brögðum á næstum dög­um.“

Auglýsing
Þrír ein­stak­l­ing­­ar, sem kærðu ákvörðun rík­­is­ins um að skikka þá í sótt­­­kví í sótt­­varn­­ar­­húsi, hefðu mátt fara í sótt­­­kví heima hjá sér, sam­­kvæmt úrskurði Hér­­aðs­­dóms sem kveð­inn var upp fyrr í dag. Frá þessu greindi RÚV fyrst.

­Sam­­kvæmt frétt­inni voru kær­­urnar lagðar fram á þeim grund­velli að um ólög­­lega frels­is­­svipt­ingu væri að ræða. Sam­­kvæmt Ómari Vald­i­mar­s­­syni, lög­­­manni sem rak eitt mál­anna, er reglu­­gerð stjórn­­­valda um skyld­u­d­völ komu­far­þega frá áhætt­u­­svæðum á sótt­­varn­­ar­húsum ónýt.

Ómar sagði þó að úrskurð­irnir sem kveðnir voru upp fyrr í dag séu bundnir við þá ein­stak­l­inga sem sóttu málin og gildi ekki end­i­­lega fyrir alla.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um mál­ið, en alls lögðu fimm fram kæru til rík­­is­ins vegna skyld­u­d­val­­ar­inn­­ar. Allir eiga þeir heim­ili hér á landi. Ómar, ásamt Jóni Magn­ús­­syni, öðrum lög­­­manni kær­anda, hafa sagt að málin gætu haft for­­dæm­is­­gildi fyrir aðra sem dvelja í sótt­­varn­­ar­­húsi. Í við­tali við RÚV fyrr í dag ítrek­aði Ómar að þetta kunni að hafa for­­dæm­is­­gildi fyrir aðra, en vildi þó ekki full­yrða það með óyggj­andi hætti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent