Þörf á „þriðju sprautunni“ líkleg innan árs

Bóluefnaframleiðendur telja líklegt að endurbólusetja þurfi fólk innan við ári eftir að það hefur fengið fyrstu skammta. Árleg bólusetning gegn COVID-19 er „líkleg sviðsmynd“.

Það er líklegt að bólusetja þurfi árlega gegn COVID-19, segja framleiðendur bóluefnanna.
Það er líklegt að bólusetja þurfi árlega gegn COVID-19, segja framleiðendur bóluefnanna.
Auglýsing

Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum eru þegar farin að huga að und­ir­bún­ingi þess að gefa þurfi „bú­st“ á bólu­setn­ingu gegn COVID-19 um 9-12 mán­uðum eftir fyrstu bólu­setn­ingu. Slíkt er ekki óal­gengt þegar bólu­setn­ingar eru ann­ars vegar og kenn­ing um að þess gæti gerst þörf í tengslum við bólu­setn­ingu gegn COVID-19 hefur verið til staðar frá upp­hafi.

Enn er verið að rann­saka hversu lengi vörn bólu­efn­anna gegn sýk­ingu af kór­ónu­veirunni varir sem skilj­an­lega fæst ekki að fullu stað­fest nema með tím­an­um. David Kessler, helsti vís­inda­ráð­gjafi Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta sagði á fundi þing­nefndar í gær­kvöldi að mögu­lega verði þörf fyrir end­ur­bólu­setn­ingu til að efla ónæmi gegn veirunni enn frek­ar. „Ég held að við ættum að búa okkur undir að það gæti orðið þörf á end­ur­bólu­setn­ing­u,“ sagði hann á fundi nefnd­ar­inn­ar.

Margir vís­inda­menn hafa sagt að ein bólu­setn­ing gegn COVID-19 muni ekki duga til varnar veirunni til lengri tíma. Þetta hafa íslenskir vís­inda­menn m.a. sagt.

Umræðan hefur þó orðið kraft­meiri síð­ustu daga. Albert Bour­la, for­stjóri lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfiz­er, sagði í gær að „lík­lega“ þurfi þriðja skammt­inn af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins, sem unnið er í sam­starfi við þýska líf­tækni­fyr­ir­tækið BioNtech, innan við ár frá fyrstu skömmt­unum tveim­ur. Hann telur einnig lík­legt að árlegrar bólu­setn­ingar við COVID-19 gæti svo reynst þörf í fram­hald­inu. „Lík­leg sviðs­mynd“ er að sögn Bourla sú að þriðja skammt­inn þurfi að gefa á bil­inu 6-12 mán­uðum eftir fyrstu tvo.

Auglýsing

Bourla nefndi sem dæmi að bólu­efni gegn mænu­sótt þyrfti aðeins að gefa einu sinni á ævinni en aðra sögu væri að segja um t.d. bólu­efni gegn inflú­ensu. „Kór­ónu­veiran sem veldur COVID-19 lík­ist meira inflú­ensu­veiru en mænu­sótt­ar­veiru.“

Kessler, sem er læknir að mennt, segir þetta til skoð­unar og þætti á borð við ný afbrigði veirunnar og virkni bólu­efna gegn þeim þurfi að meta sér­stak­lega.

Lyfja­fyr­ir­tækið Moderna er einnig að vinna að efni til end­ur­bólu­setn­ingar og John­son & John­son sagði nýverið að líkur væru á því að gefa þyrfti bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins árlega.

Kessler segir að bólu­efnin sem nú séu gefin vest­an­hafs séu áhrifa­rík, einnig gegn nýjum afbrigðum veirunnar sem þegar hafa komið fram. Hins vegar þurfi að fara að huga að þróun „næstu kyn­slóð­ar“ bólu­efna sem beint verður sér­stak­lega gegn nýjum afbrigð­um.

Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna hefur ákveðið að lyfja­fyr­ir­tækin sem þegar hafa fengið skil­yrt mark­aðs­leyfi fyrir bólu­efni sín í land­inu, þurfi ekki að fara aftur í gegnum tíma­frekar þriðju fasa rann­sóknir með bólu­efnin sem verður breytt lít­il­lega til að verj­ast betur nýjum afbrigð­um.

Yfir 125 millj­ónir manna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efnum gegn COVID-19 í Banda­ríkj­un­um. Um 78 millj­ónir eru full­bólu­sett­ir.

Lyfja­fyr­ir­tækið Moderna greindi frá því í vik­unni að virkni bólu­efnis þess sé enn góð sex mán­uðum eftir bólu­setn­ingu. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stép­hane Bancel, sagð­ist binda vonir við að „þriðja spraut­an“ yrði til­búin til notk­unar í haust.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent