Þörf á „þriðju sprautunni“ líkleg innan árs

Bóluefnaframleiðendur telja líklegt að endurbólusetja þurfi fólk innan við ári eftir að það hefur fengið fyrstu skammta. Árleg bólusetning gegn COVID-19 er „líkleg sviðsmynd“.

Það er líklegt að bólusetja þurfi árlega gegn COVID-19, segja framleiðendur bóluefnanna.
Það er líklegt að bólusetja þurfi árlega gegn COVID-19, segja framleiðendur bóluefnanna.
Auglýsing

Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru þegar farin að huga að undirbúningi þess að gefa þurfi „búst“ á bólusetningu gegn COVID-19 um 9-12 mánuðum eftir fyrstu bólusetningu. Slíkt er ekki óalgengt þegar bólusetningar eru annars vegar og kenning um að þess gæti gerst þörf í tengslum við bólusetningu gegn COVID-19 hefur verið til staðar frá upphafi.

Enn er verið að rannsaka hversu lengi vörn bóluefnanna gegn sýkingu af kórónuveirunni varir sem skiljanlega fæst ekki að fullu staðfest nema með tímanum. David Kessler, helsti vísindaráðgjafi Joes Bidens Bandaríkjaforseta sagði á fundi þingnefndar í gærkvöldi að mögulega verði þörf fyrir endurbólusetningu til að efla ónæmi gegn veirunni enn frekar. „Ég held að við ættum að búa okkur undir að það gæti orðið þörf á endurbólusetningu,“ sagði hann á fundi nefndarinnar.

Margir vísindamenn hafa sagt að ein bólusetning gegn COVID-19 muni ekki duga til varnar veirunni til lengri tíma. Þetta hafa íslenskir vísindamenn m.a. sagt.

Umræðan hefur þó orðið kraftmeiri síðustu daga. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, sagði í gær að „líklega“ þurfi þriðja skammtinn af bóluefni fyrirtækisins, sem unnið er í samstarfi við þýska líftæknifyrirtækið BioNtech, innan við ár frá fyrstu skömmtunum tveimur. Hann telur einnig líklegt að árlegrar bólusetningar við COVID-19 gæti svo reynst þörf í framhaldinu. „Líkleg sviðsmynd“ er að sögn Bourla sú að þriðja skammtinn þurfi að gefa á bilinu 6-12 mánuðum eftir fyrstu tvo.

Auglýsing

Bourla nefndi sem dæmi að bóluefni gegn mænusótt þyrfti aðeins að gefa einu sinni á ævinni en aðra sögu væri að segja um t.d. bóluefni gegn inflúensu. „Kórónuveiran sem veldur COVID-19 líkist meira inflúensuveiru en mænusóttarveiru.“

Kessler, sem er læknir að mennt, segir þetta til skoðunar og þætti á borð við ný afbrigði veirunnar og virkni bóluefna gegn þeim þurfi að meta sérstaklega.

Lyfjafyrirtækið Moderna er einnig að vinna að efni til endurbólusetningar og Johnson & Johnson sagði nýverið að líkur væru á því að gefa þyrfti bóluefni fyrirtækisins árlega.

Kessler segir að bóluefnin sem nú séu gefin vestanhafs séu áhrifarík, einnig gegn nýjum afbrigðum veirunnar sem þegar hafa komið fram. Hins vegar þurfi að fara að huga að þróun „næstu kynslóðar“ bóluefna sem beint verður sérstaklega gegn nýjum afbrigðum.

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að lyfjafyrirtækin sem þegar hafa fengið skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sín í landinu, þurfi ekki að fara aftur í gegnum tímafrekar þriðju fasa rannsóknir með bóluefnin sem verður breytt lítillega til að verjast betur nýjum afbrigðum.

Yfir 125 milljónir manna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefnum gegn COVID-19 í Bandaríkjunum. Um 78 milljónir eru fullbólusettir.

Lyfjafyrirtækið Moderna greindi frá því í vikunni að virkni bóluefnis þess sé enn góð sex mánuðum eftir bólusetningu. Forstjóri fyrirtækisins, Stéphane Bancel, sagðist binda vonir við að „þriðja sprautan“ yrði tilbúin til notkunar í haust.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent