Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19

Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.

Kórónuveiran
Auglýsing

Fjöldi sjálfs­víga jókst ekki í hátekju­löndum á vor­mán­uðum í fyrra, þegar heimskreppa skall á vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar og sótt­varn­ar­að­gerða gegn henni. Þetta eru nið­ur­stöður rann­sóknar sem birt var nýlega í lækna­tíma­rit­inu Lancet Psychi­atry.

Rann­sóknin fól í sér gerð spálík­ans fyrir sjálfs­vígs­tíðni í yfir 20 löndum eða lands­hlutum í Evr­ópu, Banda­ríkj­unum og Asíu frá apríl til júlíloka í fyrra. Nið­ur­stöður lík­ans­ins voru svo bornar saman við sjálfs­vígs­tölur á tíma­bil­inu til að sjá hvort far­ald­ur­inn og kreppan sem honum fylgdi hafi leitt til fleiri sjálfs­víga.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni mátti ekki greina neina aukn­ingu í fjölda sjálfs­víga í neinum af lands­svæð­unum sem voru athug­uð. Þvert á móti virð­ist sem sjálfs­vígum hafi fækkað í mörgum lönd­um, til að mynda mátti greina 6 pró­senta fækkun í Suð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Ekki má heldur greina neina aukn­ingu sjálfs­víga hér á landi á sama tíma­bili, miðað við bráða­birgð­ar­tölur Land­læknis, sem gefnar voru út í nóv­em­ber í fyrra. Sam­kvæmt þeim var fjöldi sjálfs­víga á fyrri hluta síð­asta árs lít­il­lega undir með­al­tali áranna 2015-2019.

Þessi þróun er ólík þeirri sem átti sér stað í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008, en þá fjölg­aði sjálfs­vígum tölu­vert í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Aukn­ingin virt­ist vera meiri í þeim löndum þar sem atvinnu­leysi jókst hvað mest.

Keith Hawton, einn með­höf­unda rann­sókn­ar­innar og for­maður stofn­unar um sjálfs­vígs­rann­sóknir hjá Oxfor­d-há­skóla, nefnir nokkrar mögu­legar ástæður fyrir því að sjálfs­vígum hafi ekki fjölgað í byrjun þess­arar kreppu í við­tali við The Guar­dian.

Að mati hans gæti verið að viða­mikil efna­hags­við­brögð stjórn­valda í fyrra, sem og auk­inn stuðn­ingur við geð­heil­brigð­is­kerfið gæti hafa komið í veg fyrir við­líka aukn­ingu í sjálfs­vígum og þeim sem ger­ast oft á tímum efna­hags­á­falls. Þó bætir hann við að lang­tíma­af­leið­ingar efna­hags­á­falls­ins séu ekki enn ljós­ar, mögu­legt sé að sjálfs­vígum fari að fjölga þegar líða tekur á krepp­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent