Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19

Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.

Kórónuveiran
Auglýsing

Fjöldi sjálfs­víga jókst ekki í hátekju­löndum á vor­mán­uðum í fyrra, þegar heimskreppa skall á vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar og sótt­varn­ar­að­gerða gegn henni. Þetta eru nið­ur­stöður rann­sóknar sem birt var nýlega í lækna­tíma­rit­inu Lancet Psychi­atry.

Rann­sóknin fól í sér gerð spálík­ans fyrir sjálfs­vígs­tíðni í yfir 20 löndum eða lands­hlutum í Evr­ópu, Banda­ríkj­unum og Asíu frá apríl til júlíloka í fyrra. Nið­ur­stöður lík­ans­ins voru svo bornar saman við sjálfs­vígs­tölur á tíma­bil­inu til að sjá hvort far­ald­ur­inn og kreppan sem honum fylgdi hafi leitt til fleiri sjálfs­víga.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni mátti ekki greina neina aukn­ingu í fjölda sjálfs­víga í neinum af lands­svæð­unum sem voru athug­uð. Þvert á móti virð­ist sem sjálfs­vígum hafi fækkað í mörgum lönd­um, til að mynda mátti greina 6 pró­senta fækkun í Suð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Ekki má heldur greina neina aukn­ingu sjálfs­víga hér á landi á sama tíma­bili, miðað við bráða­birgð­ar­tölur Land­læknis, sem gefnar voru út í nóv­em­ber í fyrra. Sam­kvæmt þeim var fjöldi sjálfs­víga á fyrri hluta síð­asta árs lít­il­lega undir með­al­tali áranna 2015-2019.

Þessi þróun er ólík þeirri sem átti sér stað í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008, en þá fjölg­aði sjálfs­vígum tölu­vert í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Aukn­ingin virt­ist vera meiri í þeim löndum þar sem atvinnu­leysi jókst hvað mest.

Keith Hawton, einn með­höf­unda rann­sókn­ar­innar og for­maður stofn­unar um sjálfs­vígs­rann­sóknir hjá Oxfor­d-há­skóla, nefnir nokkrar mögu­legar ástæður fyrir því að sjálfs­vígum hafi ekki fjölgað í byrjun þess­arar kreppu í við­tali við The Guar­dian.

Að mati hans gæti verið að viða­mikil efna­hags­við­brögð stjórn­valda í fyrra, sem og auk­inn stuðn­ingur við geð­heil­brigð­is­kerfið gæti hafa komið í veg fyrir við­líka aukn­ingu í sjálfs­vígum og þeim sem ger­ast oft á tímum efna­hags­á­falls. Þó bætir hann við að lang­tíma­af­leið­ingar efna­hags­á­falls­ins séu ekki enn ljós­ar, mögu­legt sé að sjálfs­vígum fari að fjölga þegar líða tekur á krepp­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent