Læknafélagið leggst gegn tillögu um skoðanakönnun um dánaraðstoð

Einhliða og bjöguð umræða, keyrð áfram af þeim sem helst vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar, er ástæða þess að Læknafélag Íslands segist ekki telja tímabært að gera nýja könnun á hug heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar.

Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Auglýsing

Lækna­fé­lag Íslands telur umræðu um dán­ar­að­stoð hér á landi hafa verið bæði „ein­hliða og bjag­aða“ og seg­ist af þeim sökum ekki geta stutt við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis heil­brigð­is­ráð­herra verði falið að kanna afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar með skoð­ana­könn­un.

Félagið leggst gegn því að skoð­ana­könnun af þessu tagi verði gerð fyrr en umræðan um dán­ar­að­stoð verði „víð­tæk­ari og almenn­ari“ og „ekki knúin fram af þeim sem harð­ast vilja beita sér fyrir lög­leið­ingu dán­ar­að­stoð­ar,“ sam­kvæmt því sem segir í umsögn félags­ins til Alþingis, en þar er þings­á­lykt­un­ar­til­lagan, sem þing­menn fimm flokka leggja nafn sitt við, til umræðu í vel­ferð­ar­nefnd.

Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni á mark­miðið með gerð skoð­ana­könn­un­­ar­innar að vera að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­fólks til álita­efn­is­ins, sem hafi „fengið meiri opin­bera umræðu en áður eftir að skýrsla heil­brigð­is­ráð­herra um dán­­ar­að­­stoð kom út, og kanna á hlut­­lausan og vand­aðan hátt hvort og hvernig afstaða heil­brigð­is­­starfs­­fólks hefur breyst svo unnt sé að vinna málið áfram.“

Lækna­fé­lagið hefur verið gagn­rýnið á nálgun stjórn­valda á þessi mál. Í umsögn þess til vel­ferð­ar­nefndar er vísað til þess að starfs­menn líkn­ar­ráð­gjafateymis Land­spít­ala gerðu miklar athuga­semdir við skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð sem birt var síð­asta haust og köll­uðu eftir því að skýrslan yrði dregin til baka. Meðal ann­ars var gagn­rýnt að líkn­ar­með­ferð væri sögð ein teg­und dán­ar­að­stoðar í skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra.

Tungu­takið ásteyt­ing­ar­steinn

Auk þess komu starfs­menn líkn­ar­ráð­gjafateym­is­ins á fram­færi athuga­semdum við tungu­tak­ið, en orðin dán­ar­að­stoð og líkn­ar­dráp eru bæði notuð í íslensku yfir sama hlut­inn, enska hug­takið eut­hanasia.

„Orðið er loðið og greini­lega ætlað til þess að nota „fal­legra orð“ en líkn­ar­dráp sem hingað til hefur verið not­að. Þetta nýyrði þarf meiri umræðu áður en það er notað í opin­berum skýrsl­ur. Lífs­rof sam­an­ber þung­un­ar­rof væri ef til vill orð sem ætti að hug­leiða,“ sagði í umfjöllun starfs­manna líkn­ar­ráð­gjafateym­is, sem fjallað var um á vef Lækna­fé­lags­ins og félagið vísar til í umsögn sinni.

Í umsögn Lækna­fé­lags­ins er líka vísað til greinar Jóns Snæ­dal fyrr­ver­andi for­seta Alþjóða­sam­taka lækna sem birt­ist í Kjarn­anum síð­asta haust. Honum var orða- og hug­taka­notk­unin einnig ofar­lega í huga.

Auglýsing

„Þegar ekki er góð sam­­staða um hug­taka­­notkun verður að taka allar skoð­ana­kann­­anir með fyr­ir­vara, ekki síst við sam­an­­burð milli landa og milli tíma. Þetta á við hvort sem kann­­anir bein­­ast að almenn­ingi eða heil­brigð­is­­starfs­­fólki. Ef líkn­­ar­­með­­­ferð er talin vera hluti af dán­­ar­að­­stoð er t.d. lík­­­legt að 95-100% séu fylgj­andi dán­­ar­að­­stoð,“ sagði Jón í grein sinni, sem var svar við grein tveggja stjórn­ar­manna í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð.

Stjórn­ar­menn­irn­ir, Bjarni Jóns­son og Syl­vi­ane Lecoul­tre, höfðu skömmu áður skrifað í Kjarn­ann og sagt það af og frá að nota orðið líkn­­ar­dráp. „Rétt þýð­ing er „góður dauð­i“. Gæti verið að þeir sem nota líkn­­ar­dráp í mál­­flutn­ingi sínum geri það í þeim til­­­gangi að setja það í nei­­kvæða merk­ing­u?“ sagði í grein þeirra.

Flutn­ings­menn þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar vilja að gerð verði ný skoð­ana­könnun og segj­ast telja vís­bend­ingar um að afstaða heil­brigð­is­starfs­fólks til þess­ara mála hefði breyst, frá því að síð­asta könnun var gerð árið 2010. Sam­­kvæmt rann­­sóknum og frétta­­flutn­ingi frá Norð­­ur­löndum á und­an­­förnum árum mætti til dæmis greina að afstaða heil­brigð­is­­starfs­­fólk hefði „færst meira og meira í átt til frjáls­­lyndis á síð­­­ustu 10 árum.“

Lækna­fé­lag Íslands telur þó ekki rétt, á þessum tíma­punkti, að kanna hvar við­horfin standa hér­lend­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent