Læknafélagið leggst gegn tillögu um skoðanakönnun um dánaraðstoð

Einhliða og bjöguð umræða, keyrð áfram af þeim sem helst vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar, er ástæða þess að Læknafélag Íslands segist ekki telja tímabært að gera nýja könnun á hug heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar.

Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Auglýsing

Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hér á landi hafa verið bæði „einhliða og bjagaða“ og segist af þeim sökum ekki geta stutt við þingsályktunartillögu þess efnis heilbrigðisráðherra verði falið að kanna afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar með skoðanakönnun.

Félagið leggst gegn því að skoðanakönnun af þessu tagi verði gerð fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði „víðtækari og almennari“ og „ekki knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar,“ samkvæmt því sem segir í umsögn félagsins til Alþingis, en þar er þingsályktunartillagan, sem þingmenn fimm flokka leggja nafn sitt við, til umræðu í velferðarnefnd.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni á markmiðið með gerð skoð­ana­könn­un­ar­innar að vera að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til álita­efn­is­ins, sem hafi „fengið meiri opin­bera umræðu en áður eftir að skýrsla heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð kom út, og kanna á hlut­lausan og vand­aðan hátt hvort og hvernig afstaða heil­brigð­is­starfs­fólks hefur breyst svo unnt sé að vinna málið áfram.“

Læknafélagið hefur verið gagnrýnið á nálgun stjórnvalda á þessi mál. Í umsögn þess til velferðarnefndar er vísað til þess að starfsmenn líknarráðgjafateymis Landspítala gerðu miklar athugasemdir við skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var síðasta haust og kölluðu eftir því að skýrslan yrði dregin til baka. Meðal annars var gagnrýnt að líknarmeðferð væri sögð ein tegund dánaraðstoðar í skýrslu heilbrigðisráðherra.

Tungutakið ásteytingarsteinn

Auk þess komu starfsmenn líknarráðgjafateymisins á framfæri athugasemdum við tungutakið, en orðin dánaraðstoð og líknardráp eru bæði notuð í íslensku yfir sama hlutinn, enska hugtakið euthanasia.

„Orðið er loðið og greinilega ætlað til þess að nota „fallegra orð“ en líknardráp sem hingað til hefur verið notað. Þetta nýyrði þarf meiri umræðu áður en það er notað í opinberum skýrslur. Lífsrof samanber þungunarrof væri ef til vill orð sem ætti að hugleiða,“ sagði í umfjöllun starfsmanna líknarráðgjafateymis, sem fjallað var um á vef Læknafélagsins og félagið vísar til í umsögn sinni.

Í umsögn Læknafélagsins er líka vísað til greinar Jóns Snædal fyrrverandi forseta Alþjóðasamtaka lækna sem birtist í Kjarnanum síðasta haust. Honum var orða- og hugtakanotkunin einnig ofarlega í huga.

Auglýsing

„Þegar ekki er góð sam­staða um hug­taka­notkun verður að taka allar skoð­ana­kann­anir með fyr­ir­vara, ekki síst við sam­an­burð milli landa og milli tíma. Þetta á við hvort sem kann­anir bein­ast að almenn­ingi eða heil­brigð­is­starfs­fólki. Ef líkn­ar­með­ferð er talin vera hluti af dán­ar­að­stoð er t.d. lík­legt að 95-100% séu fylgj­andi dán­ar­að­stoð,“ sagði Jón í grein sinni, sem var svar við grein tveggja stjórnarmanna í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.

Stjórnarmennirnir, Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre, höfðu skömmu áður skrifað í Kjarnann og sagt það af og frá að nota orðið líkn­ar­dráp. „Rétt þýð­ing er „góður dauð­i“. Gæti verið að þeir sem nota líkn­ar­dráp í mál­flutn­ingi sínum geri það í þeim til­gangi að setja það í nei­kvæða merk­ingu?“ sagði í grein þeirra.

Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar vilja að gerð verði ný skoðanakönnun og segjast telja vísbendingar um að afstaða heilbrigðisstarfsfólks til þessara mála hefði breyst, frá því að síðasta könnun var gerð árið 2010. Sam­kvæmt rann­sóknum og frétta­flutn­ingi frá Norð­ur­löndum á und­an­förnum árum mætti til dæmis greina að afstaða heil­brigð­is­starfs­fólk hefði „færst meira og meira í átt til frjáls­lyndis á síð­ustu 10 árum.“

Læknafélag Íslands telur þó ekki rétt, á þessum tímapunkti, að kanna hvar viðhorfin standa hérlendis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent