Læknafélagið leggst gegn tillögu um skoðanakönnun um dánaraðstoð

Einhliða og bjöguð umræða, keyrð áfram af þeim sem helst vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar, er ástæða þess að Læknafélag Íslands segist ekki telja tímabært að gera nýja könnun á hug heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar.

Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Auglýsing

Lækna­fé­lag Íslands telur umræðu um dán­ar­að­stoð hér á landi hafa verið bæði „ein­hliða og bjag­aða“ og seg­ist af þeim sökum ekki geta stutt við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis heil­brigð­is­ráð­herra verði falið að kanna afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar með skoð­ana­könn­un.

Félagið leggst gegn því að skoð­ana­könnun af þessu tagi verði gerð fyrr en umræðan um dán­ar­að­stoð verði „víð­tæk­ari og almenn­ari“ og „ekki knúin fram af þeim sem harð­ast vilja beita sér fyrir lög­leið­ingu dán­ar­að­stoð­ar,“ sam­kvæmt því sem segir í umsögn félags­ins til Alþingis, en þar er þings­á­lykt­un­ar­til­lagan, sem þing­menn fimm flokka leggja nafn sitt við, til umræðu í vel­ferð­ar­nefnd.

Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni á mark­miðið með gerð skoð­ana­könn­un­­ar­innar að vera að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heil­brigð­is­­starfs­­fólks til álita­efn­is­ins, sem hafi „fengið meiri opin­bera umræðu en áður eftir að skýrsla heil­brigð­is­ráð­herra um dán­­ar­að­­stoð kom út, og kanna á hlut­­lausan og vand­aðan hátt hvort og hvernig afstaða heil­brigð­is­­starfs­­fólks hefur breyst svo unnt sé að vinna málið áfram.“

Lækna­fé­lagið hefur verið gagn­rýnið á nálgun stjórn­valda á þessi mál. Í umsögn þess til vel­ferð­ar­nefndar er vísað til þess að starfs­menn líkn­ar­ráð­gjafateymis Land­spít­ala gerðu miklar athuga­semdir við skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð sem birt var síð­asta haust og köll­uðu eftir því að skýrslan yrði dregin til baka. Meðal ann­ars var gagn­rýnt að líkn­ar­með­ferð væri sögð ein teg­und dán­ar­að­stoðar í skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra.

Tungu­takið ásteyt­ing­ar­steinn

Auk þess komu starfs­menn líkn­ar­ráð­gjafateym­is­ins á fram­færi athuga­semdum við tungu­tak­ið, en orðin dán­ar­að­stoð og líkn­ar­dráp eru bæði notuð í íslensku yfir sama hlut­inn, enska hug­takið eut­hanasia.

„Orðið er loðið og greini­lega ætlað til þess að nota „fal­legra orð“ en líkn­ar­dráp sem hingað til hefur verið not­að. Þetta nýyrði þarf meiri umræðu áður en það er notað í opin­berum skýrsl­ur. Lífs­rof sam­an­ber þung­un­ar­rof væri ef til vill orð sem ætti að hug­leiða,“ sagði í umfjöllun starfs­manna líkn­ar­ráð­gjafateym­is, sem fjallað var um á vef Lækna­fé­lags­ins og félagið vísar til í umsögn sinni.

Í umsögn Lækna­fé­lags­ins er líka vísað til greinar Jóns Snæ­dal fyrr­ver­andi for­seta Alþjóða­sam­taka lækna sem birt­ist í Kjarn­anum síð­asta haust. Honum var orða- og hug­taka­notk­unin einnig ofar­lega í huga.

Auglýsing

„Þegar ekki er góð sam­­staða um hug­taka­­notkun verður að taka allar skoð­ana­kann­­anir með fyr­ir­vara, ekki síst við sam­an­­burð milli landa og milli tíma. Þetta á við hvort sem kann­­anir bein­­ast að almenn­ingi eða heil­brigð­is­­starfs­­fólki. Ef líkn­­ar­­með­­­ferð er talin vera hluti af dán­­ar­að­­stoð er t.d. lík­­­legt að 95-100% séu fylgj­andi dán­­ar­að­­stoð,“ sagði Jón í grein sinni, sem var svar við grein tveggja stjórn­ar­manna í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð.

Stjórn­ar­menn­irn­ir, Bjarni Jóns­son og Syl­vi­ane Lecoul­tre, höfðu skömmu áður skrifað í Kjarn­ann og sagt það af og frá að nota orðið líkn­­ar­dráp. „Rétt þýð­ing er „góður dauð­i“. Gæti verið að þeir sem nota líkn­­ar­dráp í mál­­flutn­ingi sínum geri það í þeim til­­­gangi að setja það í nei­­kvæða merk­ing­u?“ sagði í grein þeirra.

Flutn­ings­menn þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar vilja að gerð verði ný skoð­ana­könnun og segj­ast telja vís­bend­ingar um að afstaða heil­brigð­is­starfs­fólks til þess­ara mála hefði breyst, frá því að síð­asta könnun var gerð árið 2010. Sam­­kvæmt rann­­sóknum og frétta­­flutn­ingi frá Norð­­ur­löndum á und­an­­förnum árum mætti til dæmis greina að afstaða heil­brigð­is­­starfs­­fólk hefði „færst meira og meira í átt til frjáls­­lyndis á síð­­­ustu 10 árum.“

Lækna­fé­lag Íslands telur þó ekki rétt, á þessum tíma­punkti, að kanna hvar við­horfin standa hér­lend­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent