Sigurður Ingi ekki ánægður með leka á WOW-skýrslu Ríkisendurskoðunar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill vita hvort það þurfi ekki að taka upp nýja verklagsreglu um trúnað þegar skýrslur sem trúnaður er á leka út.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, bað um að fá að taka til máls um fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag. Í ræðu sinni setti Sig­urður Ingi fram fyr­ir­spurn og ábend­ingu til for­seta Alþingis og for­sætis­nefndar vegna skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um fall WOW air og hlut­verk Sam­göngu­stofu og Isa­via í því falli. Umræddri skýrslu var lekið til fjöl­miðla sem birtu ítar­legar fréttir úr henni í gær áður en trún­aði af henni var aflétt.

Ráð­herr­ann spurði hvort ein­hverjar verk­lags­reglur væri um trúnað í þing­inu og setti í kjöl­farið fram þá ábend­ingu að ef skýrslur væru að leka út, „hvort það þurfi þá ekki að taka upp aðra verk­lags­reglu um að þær séu birtar um leið og þær ber­ast þing­inu þannig að aðrir geti líka tekið þátt í þeirri umræð­u.“

Svört skýrsla

Skýrslan var kynnt á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á mánu­dag og til stóð að hún yrði tekin fyrir á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, sem bað um gerð henn­ar, í þess­ari viku. Það hefur frest­ast fram á þriðju­dag í næstu viku og því er enn trún­aður á skýrsl­unni.

Auglýsing

Kjarn­inn birti í gær, fyrstur allra miðla, ítar­lega umfjöllun um skýrsl­una. Skýrslan fer hörðum orðum um fram­göngu Sam­göngu­stofu á meðan að WOW air háði dauða­stríð sitt, sagði stofn­un­ina meðal ann­ars hafa haft við­skipta­lega hags­muni flug­fé­lags­ins að leið­ar­ljósi í ákvörð­un­ar­töku, hafa veitt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu mis­vísandi upp­lýs­ingar og ekki hafa beitt þeim úrræðum sem það bjó yfir og átti að ger­a. 

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans hér. 

Sig­urður Ingi sagði á þingi í dag að þrátt fyrir að á skýrsl­unni væri trún­aður virt­ist svo vera að ein­stakir þing­menn gætu farið í fjöl­miðla og tjáð sig um hana. Þeir þing­menn hefðu þá vænt­an­lega séð skýrsl­una, en ráð­herr­ann sagði að hún hefði enn ekki borist til síns ráðu­neytis né und­ir­stofn­ana þess sem fjallað er um í henni. „Ég get sagt sem sam­göngu­ráð­herra að ég myndi gjarnan vilja tjá mig um þessa skýrslu því að ég hef séð hana á vinnslu­stigi. Ég hef ekki séð end­ann á henni en það var margt jákvætt sem þar var fjallað um stjórn­sýslu sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins. Og mér þætti það mjög sér­kenni­legt að þingið skuli hafa það verk­lag uppi að það sé ein­hver trún­aður á skýrslu, sem virð­ist vera hægt að tala um af ein­stökum þing­mönn­um, en allir aðrir geta ekki tjáð sig um hana. Það getur ekki gagn­ast opin­berri, skyn­sam­ari, gegn­særri umræðu í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi að svo sé. 

Hvatti ráð­herra til að lesa fjöl­miðla

Sá þing­maður sem hefur haft sig mest frammi í gagn­rýni á stofn­anir og ráðu­neyti vegna skýrsl­unnar er Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og gagn­rýni Sig­urðar Inga var aug­ljós­lega beint að henn­i. 

Hún kom í pontu á eftir Sig­urði Inga og sagð­ist hafa tjáð sig um fréttir sem birtar hefðu verið um skýrsl­una í fjöl­miðl­um. Þær hefðu verið ítar­leg­ar. Sjálf sitji hún hvorki í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd né umhverf­is- og sam­göngu­nefnd og hafi því ekki fengið skýrsl­una þar. „Ég bara hvet ráð­herra til að lesa fjöl­miðla. Því þar er margt að finna sem ég held að hæst­virtur ráð­herra ætti að líta á og taka alvar­lega.“

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í umræð­unum að það væri ekki til fyr­ir­myndar að skýrslan hefði lekið út. Það væri hins vegar mjög sér­kenni­leg staða sem við þing­menn væru komnir í ef þeir gætu ekki tjáð sig um það efni sem birt­ist í fjöl­miðl­unum hverju sinni. „Mér finnst það und­ar­legt að hæst­virtur ráð­herra skuli hafna því að mæta í við­tal og ræða það efni sem hefur lek­ið. Síðan er það sjálf­stætt verk­efni að koma í veg fyrir að skýrslur leki yfir­leitt. Þar held ég að eng­inn sé haf­inn yfir grun.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent