Mynd: Isavia

Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air

Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Samgöngustofu og Isavia vegna falls WOW air.

Sam­göngu­stofa virð­ist í ein­hverjum til­vikum hafa haft við­skipta­lega hags­muni flug­fé­lags­ins WOW air að leið­ar­ljósi í ákvörð­un­ar­töku sem snéri að flug­fé­lag­inu þegar það réri líf­róður síðla árs 2018 og í byrjun árs 2019, í stað þess að styðj­ast við þau við­mið og sjón­ar­mið sem gilda um eft­ir­lit og aðhald. „Til marks um það má benda á að Sam­göngu­stofa til­kynnti WOW air hf. um að fjár­hags­mat ætti að fara fram þremur dögum eftir að skulda­bréfa­út­boði félags­ins lauk þann 18. sept­em­ber 2018, þó Sam­göngu­stofa hafi fengið fyr­ir­mæli um að fram­kvæma ítar­legt fjár­hags­mat frá ráðu­neyti sínu tveimur vikum fyrr.“ 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um fall WOW air sem var til­búin í mars síð­ast­liðnum en kynnt á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis í gær, mánu­dag. Skýrslan verður til umræðu í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd í næstu viku en Kjarn­inn hefur hana undir hönd­um. 

Í skýrsl­unni er verk­lag Sam­göngu­stofu harð­lega gagn­rýnt. Auk þess skoð­aði Rík­is­end­ur­skoðun einnig van­skil WOW air við rík­is­fyr­ir­tækið Isa­via. Þar er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að greiðslu­frestir og lána­kjör sem Isa­via veitti WOW air hafi verið með þeim hætti að ekki hafi verið óeðli­lega rík­is­að­stoð að ræða þar sem vextir voru mið­aðir við mark­aðs­kjör. 

Auglýsing

Á meðan að á dauða­stríði WOW air stóð, í byrjun febr­úar 2019, ákvað Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, að aug­lýsa stöðu for­stjóra Sam­göngu­stofu lausa til umsókn­ar. Þórólfur Árna­son hafði þá gengt starf­inu síðan í byrjun ágúst 2014 og skip­un­ar­tíma hans var að ljúka. Þórólfur hafði sóst eftir því að gegna starf­inu áfram og var á meðal þeirra 23 sem sóttu um það. Í júní 2019 var Jón Gunnar Jóns­son skip­aður for­stjóri Sam­göngu­stofu til fimm ára. 

Ekki óeðli­leg rík­is­að­stoð frá Isa­via

WOW air varð gjald­­þrota 28. mars 2019. Þá hafði félagið barist fyrir áfram­hald­andi til­veru sinni fyrir opnum tjöldum frá því síð­­sum­­­ars 2018 og átt í miklum erf­ið­­leikum allt frá haustinu 2017.

Isa­via, sem á og rekur Kefla­vík­ur­flug­völl og er í eigu íslenska rík­is­ins, þurfti að afskrifa yfir tvo millj­­arða íslenskra króna vegna skuldar WOW air við opin­bera hluta­­fé­lag­ið, sem Isa­via leyfði WOW air að safna upp þegar félagið var komið í fjár­­hags­erf­ið­­leika. Isa­via reyndi, þegar WOW air var farið á hausinn, að kyrr­­setja þotu sem WOW air hafði á láni frá flug­­­véla­­leig­u­­fyr­ir­tæk­inu Air­Le­ase Cor­poration (ALC) sem trygg­ingu fyrir skuld­inni.

Sú þota flaug af landi brott 19. júlí 2019 sam­­kvæmt úrskurði Hér­­aðs­­dóms Reykja­­ness, sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að Isa­via gæti ekki krafið ALC um ógreidd gjöld WOW air önnur en þau sem tengd­ust þess­­ari til­­­teknu flug­­­vél.

Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að stjórn og stjórn­endur Isa­via hafi lagt áherslu á að vinna eftir fremsta megni með WOW air um lausn á greiðslu­vanda félags­ins og forð­ast að beita kyrr­setn­ing­ar­heim­ild í lögum um loft­ferð­ir. Slík kyrr­setn­ing hefði að öllum lík­indum valdið falli flug­rek­and­ans á skömmum tíma að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. „Af fund­ar­gerðum og öðrum gögnum er ljóst að stjórn­endur Isa­via ohf. héldu stjórn félags­ins vel upp­lýstri um vax­andi rekstr­ar­vanda WOW air hf. Stjórn Isa­via ohf. vann út frá þeirri for­sendu að full­nægj­andi trygg­ingar væru fyrir skuldum flug­fé­lags­ins með kyrr­setn­ingu loft­fars á þess vegum og hafði stjórnin aflað lög­fræði­á­lits sem stað­festi það. Þá upp­lýsti stjórn­ar­for­maður Isa­via ohf. fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem full­trúa eig­anda félags­ins, um stöðu mála vegna rekstr­ar­erf­ið­leika WOW air hf.“

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun metur það sem svo að greiðslu­frestir og lána­kjör sem WOW air fékk hafi ekki falið í sér óeðli­lega rík­is­að­stoð þar sem vextir voru mið­aðir við mark­aðs­kjör hverju sinni. Ekk­ert í lögum meini Isa­via að semja við við­skipta­menn sína um nið­ur­greiðslu skulda og stjórn Isa­via taldi sig hafa full­nægj­andi trygg­ingar fyrir skuld WOW air. „Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þykir ekki ástæða að gera athuga­semdir við heim­ildir opin­berra hluta­fé­laga til að veita slíka fyr­ir­greiðslu svo lengi sem hún er á við­skipta­legum grund­velli og full­víst sé talið að hún telj­ist ekki til ólög­legrar rík­is­að­stoð­ar.“

Varð­andi kyrr­setn­ingu þotu WOW air upp í skuld, sem skil­aði ekki til­ætl­uðum árangri,  segir Rík­is­end­ur­skoðun að vafi leiki á um hversu víð­tæk kyrr­setn­ing­ar­heim­ild loft­ferð­ar­laga er. „Á meðan óvissa ríkir um túlkun laga­á­kvæð­is­ins er ljóst að rekstr­ar­for­sendur og umhverfi flug­vall­ar­rek­anda og flug­rekstr­ar­að­ila munu ein­kenn­ast af auk­inni óvissu sem ætla má að hafi nei­kvæðar afleið­ingar á við­skiptaum­hverfi beggja aðila.“

Sam­göngu­stofa veitti ráðu­neyt­inu mis­vísandi upp­lýs­ingar

Rík­­is­end­­ur­­skoðun var líka falið að draga fram hvernig Sam­­göng­u­­stofa hefði upp­­­fyllt lög­­bundið hlut­verk sitt í aðdrag­anda falls WOW air, en stofn­unin hefur meðal ann­­ars það hlut­verk að hafa eft­ir­lit með því að flug­­­fé­lög sem eru með útgefin flug­­­rekstr­­ar­­leyfi séu rekstr­­ar­hæf.

Skúli Mogensen var forstjóri og aðaleigandi WOW air áður en félagið fór á hausinn í mars 2019.
Mynd: Skjáskot

Þar er nið­ur­staðan afar gagn­rýn­in. Sam­göngu­stofa hóf ekki að fylgj­ast nánar með rekstri og stöðu WOW air fyrr en í sept­em­ber 2018. Það er næstum ári síðar en Isa­via hóf slíkt eft­ir­lit vegna áhyggja af rekstr­ar­hæfi flug­fé­lags­ins. 

Í skýrsl­unni segir að þegar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu varð ljóst að WOW air væri komið í fjár­hags­vand­ræði, í maí 2018, hefði það aflað sér upp­lýs­inga um fram­kvæmd eft­ir­lits Sam­göngu­stofu með flug­fé­lag­inu. Að mati ráðu­neyt­is­ins var eft­ir­lit­inu ábóta­vant og nauð­syn­legar breyt­ingar á því höfðu ekki náð fram að ganga í ágúst 2018. Því sendi ráðu­neytið fyrst frá sér leið­bein­ingar og að lokum fyr­ir­mæli um sér­stakt eft­ir­lit í byrjun sept­em­ber sama ár. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Mynd: Bára Huld Beck

Sam­göngu­stofa kvaðst þá þegar vinna að slíku mati en sam­kvæmt skýrsl­unni hafi það hins vegar ekki verið þannig í reynd með form­legum hætti. „Það var ekki fyrr en 21. sept­em­ber, tveimur vikum eftir að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyti hafði gefið stofn­un­inni fyr­ir­mæli um að gera ítar­legt mat á fjár­hags­stöðu WOW air hf., að Sam­göngu­stofa til­kynnti flug­fé­lag­inu að eft­ir­lit væri hafið með bréfi þess efn­is. Ótækt er að stofnun veiti ráðu­neyti sínu svo mis­vísandi upp­lýs­ingar ekki síst þegar ástandið var jafn við­kvæmt og raun bar vitn­i.“

Áttu að herða eft­ir­lit strax í maí 2018

Að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar átti Sam­göngu­stofa að herða eft­ir­lit með WOW air strax í maí 2018 þegar stofn­unin fékk upp­lýs­ingar um erf­iða stöðu félags­ins og að það gæti ekki staðið undir rekstri vetr­ar­ins kæmi ekki til nýtt fjár­magn. 

Auglýsing

Tæpir fjórir mán­uðir liðu hins vegar frá því Sam­göngu­stofa og ráðu­neytið voru upp­lýst um veru­leg fjár­hags­vand­ræði WOW air þar til ráðu­neytið sendi frá sér bein fyr­ir­mæli til Sam­göngu­stofu um að hafa sér­stakt eft­ir­lit með fjár­hag flug­fé­lags­ins. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar er vakin athygli á því að á þeim tíma sem þjóð­hags­lega mik­il­vægt fyr­ir­tæki og flug­fé­lag stóð höllum fæti fjár­hags­lega hafi verið uppi ágrein­ingur milli Sam­göngu­stofu og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytis um hvað teld­ist full­nægj­andi fjár­hags­eft­ir­lit. „Þegar svo ber undir á ráðu­neytið að veita und­ir­stofnun sinni leið­bein­ingar og fyr­ir­mæli svo fljótt sem verða má. Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið brást þannig rétti­lega við þeim aðstæðum sem voru uppi en Rík­is­end­ur­skoðun telur að bregð­ast hefði mátt fyrr við. Þá hefði Sam­göngu­stofa átt að fara að til­mælum þeim sem ráðu­neytið bauð upp á, þ.e. að stofn­unin nyti aðstoðar frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þrátt fyrir að stofn­unin nyti aðstoðar end­ur­skoð­un­ar­stofu og sér­fróðs lög­manns þá er ljóst að ekki var van­þörf á auk­inni sér­fræði­þekk­ingu til að vinna úr þeim upp­lýs­ingum sem komið höfðu fram.“

Höfðu við­skipta­lega hags­muni WOW air að leið­ar­ljósi

Rík­is­end­ur­skoðun telur að Sam­göngu­stofa hafi átt að veita tíma­bundið rekstr­ar­leyfi til WOW Air á meðan að á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins stóð. Skað­leg áhrif slíkrar aðgerðar á getu WOW air til að verða sér úti um nýtt fjár­magn væru ekki skýr þar sem öllum hafi verið ljóst að félagið stæði höllum fæti þegar komið var fram á haustið 2018. 

Þórólfur Árnason var forstjóri Samgöngustofu á meðan að á dauðastríði WOW air stóð.
Mynd: Skjáskot/RÚV

WOW air réðst í skulda­bréfa­út­boð 18. sept­em­ber 2018 þar sem það safn­aði 50 millj­ónum evra. Ekki var greint frá því á þeim tíma hverjir hefðu tekið þátt í útboð­inu en síðar kom í ljós að um helm­ingur þeirra sem keyptu voru kröfu­hafar WOW air sem breyttu þannig gjald­föllnum skamm­tíma­skuldum í lang­tíma­skuld­ir. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að það sé umhugs­un­ar­vert að í ein­hverjum til­fellum hafi Sam­göngu­stofa haft við­skipta­lega hags­muni WOW air að leið­ar­ljósi í ákvörð­un­ar­töku fram yfir þau við­mið og sjón­ar­mið sem gilda um eft­ir­lit og aðhald. „Til marks um það má benda á að Sam­göngu­stofa til­kynnti Wow air hf. um að fjár­hags­mat ætti að fara fram þremur dögum eftir að skulda­bréfa­út­boði félags­ins lauk þann 18. sept­em­ber 2018, þó Sam­göngu­stofa hafi fengið fyr­ir­mæli um að fram­kvæma ítar­legt fjár­hags­mat frá ráðu­neyti sínu tveimur vikum fyrr. “

Vafa­mál hvort við­ræður hafi verið raun­hæfar

Eftir að Sam­göngu­stofa tók loks upp sér­stakt eft­ir­lit með fjár­hag WOW air voru haldnir tíðir eft­ir­lits­fundir og sér­fræð­ingar frá end­ur­skoð­un­ar­stofu voru fengnir til að rýna fjár­halds­gögn, reikn­inga, samn­inga og annað sem varpað gæti ljósi á fjár­hags­stöð­una. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að Sam­göngu­stofa hafi metið það sem svo að WOW air hafi end­ur­tekið sýnt fram á að félagið stæði í trú­verð­ugri fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu með aðkomu fjár­festa, fyrst Icelandair Group, næst Indigo Partners og svo aftur Icelandair Group. Vegna þessa hafi Sam­göngu­stofa ekki aft­ur­kallað flug­rekstr­ar­leyfi WOW air fyrr en seint í mars 2019, þegar félagið fór í þrot. 

Rík­is­end­ur­skoðun telur vafa­mál hvort að raun­hæfar við­ræður hafi staðið yfir síð­ustu fjóra daga í starf­semi félags­ins í lok mars 2019. „Sam­göngu­stofa hafði ekki önnur gögn en stað­fest­ingu lög­manns skulda­bréfa­eig­enda um að unnið væri að lausn sem fólst í að skuldum félags­ins yrði breytt í hlutafé og að nýtt fjár­magn yrði fengið gegn 51 pró­sent hlut í félag­inu. Eng­inn fjár­festir með nýtt fé var þó nafn­greindur og engin gögn lögð fram um að raun­veru­legar við­ræður væru í gangi. Á sama tíma var félagið komið að fótum fram og ljóst að það gæti aðeins staðið undir hluta skuld­bind­inga sinna í örfáa daga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar