Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air

Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.

Skúli mogensen
Auglýsing

„Það er ekki rétt að ég hafi fengið millj­arða greiðslur út úr WOW air.“ Þetta er meðal þess sem Skúli Mog­en­sen segir í yfir­lýs­ingu sem hann sendi á fjöl­miðla í morgun vegna umfjöll­unar um mál­efni WOW air síð­ustu daga. Þar neitar hann því einnig stað­fast­lega að WOW air hafi verið ógjald­fært um mitt ár 2018. 

Hann seg­ist aldrei hafa skor­ast undan sinni ábyrgð í hvernig fór fyrir WOW air og muni þurfa að búa við það alla tíð. „Ég mun hins vegar aldrei fall­ast á það að ég og mitt fólk höfum ekki unnið af heil­indum við upp­bygg­ingu WOW air allt fram á síð­asta dag.“

Á skipta­fundi kröfu­hafa WOW air sem fram fór síð­ast­lið­inn föstu­dag kom meðal ann­ars fram að WOW air var orðið ógjald­­fært um mitt síð­­asta ár, áður en skulda­bréfa­út­­­boð félags­­ins sem átti að rétta við rekstur þess hófst. Áætl­­­anir félags­­ins voru auk þess ófull­nægj­andi og gáfu ekki raunsanna mynd af rekstri né efna­hagi WOW air.  

Auglýsing
Þá kom einnig fram að þátt­­taka Skúla Mog­en­­sen í skulda­bréfa­út­­­boð­inu haustið 2018 virð­ist hafa verið fjár­­­mögnuð með láni frá Arion banka. Ekki sé víst að öðrum þátt­tak­endum í útboð­inu hafi verið kunn­ugt um það. 

Mót­mælir riftun

Þegar er búið að höfða rift­un­­ar­­mál á hendur Tít­an, fjár­­­fest­inga­­fé­lagi Skúla Mog­en­­sen, upp á 108 millj­­ónir króna vegna greiðslu frá Cargo Express, dótt­ur­fé­lagi WOW air til Tít­an, og skipta­­stjórar eru að skoða hvort hægt sé að rifta greiðslu á 37 millj­­ónum króna sem WOW air stóð undir vegna húsa­­leigu íbúðar Skúla Mog­en­­sen í London. 

Skúli segir það ekki rétt að hann hafi fengið millj­arða greiðslur út úr WOW air. „Þar hef­ur ­sér­stak­lega verið nefnd sala Títan til WOW air á kaup­rétti á fjórum flug­vélum fyr­ir 1 millj­arð og sagt að Títan hafi fengið umræddan kaup­rétt ókeyp­is. Þetta er frá­leitt enda ekk­ert frítt í heimi flug­véla. Hið rétta er að Títan fékk umrædd­an ­kaup­rétt gegn því að ábyrgj­ast allar greiðslur WOW air í tíu ár upp á tugi millj­arða ­vegna umræddra kaupa. Þetta var skil­yrði af hálfu flug­véla leig­and­ans. Það skal líka tekið fram að Títan fékk ekki umræddan millj­arð í reiðufé heldur að mestu leyt­i í formi fleiri hluta­bréfa í WOW air. WOW air seldi umræddar flug­vélar til Air Canada gegn greiðslu í reiðufé og því aug­ljós­lega rangt að tala um að eng­in verð­mæti hafi skap­ast eða átt sér stað.“

Varð­andi riftun skipta­stjóra á greiðslu Cargo Express til Títan segir Skúli að þeirri riftun hafi verið mót­mælt harð­lega „enda teljum við alveg skýrt að WOW air öðl­að­ist aldrei ­eign­ar­rétt til arð­greiðsl­unnar frá Cargo Express. Arð­greiðslan var alltaf skil­greind ­eign Títan þegar Cargo Express var selt WOW air og átti þar af leið­andi alltaf að renna til Títan en ekki WOW air.“

Varð­andi hús­næðið í London sem WOW air greiddi 37 millj­ónir króna í leigu fyrir segir Skúli að þetta hafi verið liður í opn­un á nýrri starfs­stöð/Hub í London eða Dublin og ­jafn­framt hafi WOW air verið að skoða mögu­lega skrán­ingu á mark­aði í London. „Hvort tveggja kall­aði á veru­lega við­veru for­stjóra í London. WOW air skil­aði yfir 4 millj­örðum í hagn­að árið 2016 og því voru þessi áform eðli­legt skref í áfram­hald­andi upp­bygg­ing­u WOW air á þeim tíma og ekk­ert óeðli­legt við það að félagið skyldi leigja hús­næð­i ­fyrir for­stjóra félags­ins í þeim til­gangi að sinna þeim verk­efn­um.“

Neitar því að WOW air hafi verið ógjald­fært um mitt síð­asta ár

Skúli fjallar einnig um frægt skulda­bréfa­út­boð WOW air, sem lauk í sept­em­ber í fyrra, í yfir­lýs­ing­unn­i. Skúli keypti sjálfur skulda­bréf fyrir 5,5 millj­­­­ónir evra í út­­­­boð­in­u. Aðrir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­­­­­boð­inu voru inn­­­­­lend fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki og erlendir fjár­­­­­festar og sjóð­­­ir. Þá keyptu tveir sjóð­ir í stýr­ing­u GAMMA keyptu sam­an­lagt skulda­bréf fyrir tvær millj­­­ónir evra, annar þó stærri hlut­ann eða fyrir 1,8 millj­­­ónir evra. Kvika banki lagði svo eina milljón evra í útboð­ið. Skipta­stjórar WOW air telja að Arion banki hafi fjár­magnað þátt­töku Skúla. 

Auglýsing
Í yfir­lýs­ing­unni segir Skúli að það sé ekki „rétt að tala um að WOW air hafi verið ógjald­fært á fyrri hluta árs­ins 2018“ eða að stjórn­endur félags­ins hafi ekki unnið af heil­ind­um í skulda­bréfa­út­boði félags­ins í sept­em­ber 2018. „Hjá félag­inu störf­uðu ótal ­sér­fræð­ingar sem og ytri ráð­gjafar sem fóru vand­lega yfir öll gögn og upp­gjör ­fé­lags­ins. Það sést einnig best á því að ég fjár­festi sjálfur fyrir 700 m. kr. í umrædd­u út­boði og lagði hús mitt og fleiri eignir að veði. Aug­ljós­lega hefði ég aldrei lagt allt undir nema ég hefði verið sann­færður um það að umrædd upp­hæð myndi duga til að tryggja áfram­hald­andi rekstur WOW air. Ytri aðstæður breytt­ust hins veg­ar mjög hratt til hins verra skömmu eftir skulda­bréfa­út­boðið og því miður tókst okk­ur ekki að tryggja frek­ari fjár­mögnun félags­ins í tæka tíð.“

Vel­gengnin tafði skrán­ingu

Í nið­ur­lagi yfir­lýs­ingar sinnar segir Skúli að það sé ljóst að eng­inn stofni flug­fé­lag og leggi því til marga millj­arða króna nema að við­kom­andi sé bjart­sýnn og hafi trú á verk­efn­inu. „Þegar við fórum af stað með WOW air höfðu fáir trú á því að okkur myndi takast ætl­un­ar­verk­ið, að byggja hér upp flug­fé­lag og vöru­merki sem vakti heims­at­hygli og myndi flytja millj­ónir ferða­manna til og frá­ Ís­landi. WOW air skil­aði hagn­aði mun fyrr en nokkurn óraði fyrir og var afkoman jákvæð um ­rúma fjóra millj­arða árið 2016. Þessum mikla og góða árangri fyrstu árin er ekki síst þeim frá­bærum hópi starfs­fólks að þakka sem lagði nótt við dag að byggja WOW air upp. Ég er ó­heyri­lega stoltur af þessum hóp og því sem við áork­uðum þvert á allar spár. Það má til­ sanns færa að þessi mikla vel­gengni sem WOW air naut á fyrstu árum sínum og þá ­sér­stak­lega 2015 og 2016 með ört stækk­andi flota, þar með talið breiðþot­unum sem geng­u mjög vel fyrsta árið hafi átt sinn þátt í að það fór sem fór. Þessi mikla vel­gengni gerði það ­nefni­lega að verkum að ég dró það að skrá félagið og/eða sækja nýtt hluta­fé. 

Eftir á hefð­i það klár­lega verið skyn­sam­legra að fá inn fleiri hlut­hafa og styrkja þannig félagið og draga úr því hversu háð WOW air var mér og mínum félög­um. En það er nauð­syn­legt að hafa þessa vel­gengni líka í huga þegar ákvarð­anir sem teknar voru í aðdrag­anda falls WOW air eru ­skoð­að­ar. Við höfðum áður lent í ólgu sjó en ávallt tek­ist að kom­ast í gegnum þær raunir og orðið sterk­ari fyrir vik­ið. Það var því aldrei nokkur vafi í mínum huga að við myndum klára þetta verk­efni og kom­ast aftur í gegnum þær erf­iðu ytri aðstæður sem við lentum í síð­ast­lið­inn vet­ur.

Ég hef aldrei skor­ast undan minni ábyrgð í hvernig fór og mun þurfa að búa við það alla ­tíð. Ég mun hins vegar aldrei fall­ast á það að ég og mitt fólk höfum ekki unnið af heil­ind­um við upp­bygg­ingu WOW air allt fram á síð­asta dag.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent