Fréttablaðið leggur áherslu á umhverfisvernd, eflingu atvinnulífs og alþjóðasamstarf

Ný ritstjórnarstefna Fréttablaðsins hefur verið birt á vef fjölmiðlanefndar. Hún er mjög frábrugðin fyrri stefnu og fjallar að mjög litlu leyti um fjölmiðlun, en að uppistöðu um stefnu blaðsins í álitamálum.

Fréttablaðið
Auglýsing

Stefna fjöl­miðla í eigu Torgs ehf., sem eru Frétta­blaðið og tengdir miðl­ar, verður að halda fram „borg­ara­legum við­horf­um, víð­sýni og frjáls­lyndi. Frelsi verði gert hátt undir höfði og hag neyt­enda haldið á lofti. Stjórn­völdum á hverjum tíma verði veitt aðhald á öllum svið­um. Sama gildi um dóm­stóla. Áhersla verði lögð á mik­il­vægi umhverf­is­vernd­ar, efl­ingu atvinnu­lífs­ins og sam­starf Íslend­inga á alþjóð­legum vett­vang­i.“

Til við­bótar við þetta verður „kapp­kostað að fjöl­miðlar TORGS verði áfram mik­il­vægur vett­vangur skoð­ana­skipta og frétta­miðl­unar á Ísland­i.“

Þetta kemur fram í nýrri rit­stjórn­ar­stefnu fjöl­miðla Torgs ehf. sem birt var í gær­kvöldi á heima­síðu fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Rit­stjórn­ar­stefnan er mjög frá­brugðin þeirri stefnu sem áður var við lýði. Í henni sagði meðal ann­ars að Frétta­blaðið legði áherslu á „áreið­an­legan og vand­aðan frétta­flutn­ing“, að hafa „sjálft ekki skoðun á neinu máli“, að  fjalla um „margar hliðar mála og draga fram ólíkar skoð­anir og sjón­ar­mið“ og að vera „.op­inn og líf­legur umræðu­vett­vangur fyrir les­endur og birta dag­lega umræðu­greinar frá þeim“. Þá var lögð sér­stök áhersla á að blaðið væri „hóf­stillt í fram­setn­ingu og útlit­i“.

Nýr eig­andi inn­leiðir breyt­ingar

Rit­stjórn­ar­stefn­unni var breytt í kjöl­far þess að Helgi Magn­ús­son fjár­fest­ir, sem í sumar keypti helm­ing­inn í útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins, bætti við sig hinum helm­ingnum í síð­ustu viku. Með þeim kaupum lýkur ára­löngu eign­­ar­haldi hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar og Ing­i­­bjargar Pálma­dóttur á íslenskum fjöl­mið­l­um, en þau höfðu verið aðal­­eig­endur 365 miðla og fyr­ir­renn­­ara þeirrar fjöl­miðla­­sam­­steypu í um 16 ár. 

Auglýsing
Samhliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem öðrum rit­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri VBS fjár­fest­inga­banka og lög­mað­ur, tók við hennar stöðu. Hinn rit­stjóri Frétta­blaðs­ins er Davíð Stef­áns­son, sem hefur aðal­lega starfað við almanna­tengsl og ráð­gjöf áður, sem var ráð­inn í sum­ar. Sam­hliða var greint frá því að sjón­varps­stöðin Hring­braut verði sam­einuð Frétta­blað­inu og í kjöl­far þess sam­runa verði Sig­urður Arn­gríms­son, við­skipta­fé­lagi Helga sem á meg­in­þorra hluta­fjár í Hring­braut, hlut­hafi í sam­ein­uðu félagi ásamt Jóni Þórs­syni og Guð­mundi Erni Jóhanns­syni, stofn­anda Hring­braut­ar.

Helgi og félög tengd honum gáfu stjórn­mála­flokknum Við­reisn sam­tals 2,4 millj­­ónir króna á árinu 2016. Sig­­urður Arn­gríms­­son gaf 1,2 millj­­ónir króna í eigin nafni og í gegnum tvö félög sín. 

Sam­kvæmt skrán­ingu hjá Fjöl­miðla­nefnd er Jón Þór­is­son nýr ábyrgð­ar­maður Frétta­blaðs­ins. Jón skrif­aði sinn fyrsta leið­ara í blaðið dag­inn eftir að til­kynnt var um ráðn­ingu hans, en þar var hluti af nýrri rit­stjórn­ar­stefnu birtur í fyrsta sinn. Hún hefur nú verið birt í heild sinni, líkt og áður sagði.

Risi á fjöl­miða­mark­aði sem hefur misst mik­inn lestur

Frétta­­­­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­­­­sam­­­­steypu lands­ins, 365 mið­l­­­­um. Hún var brotin upp seint á árinu 2017 þegar ljós­vaka­miðlar henn­­­­ar, fjar­­­­skipta­­­­starf­­­­semi og frétta­vef­­­­ur­inn Vísir voru seld til Voda­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­­­­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, fretta­bla­did.is, var í kjöl­farið settur í felagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Auglýsing
Helgi hefur verið umsvifa­­­mik­ill í íslensku við­­­skipta­­­lífi árum sam­­­an. Hann er stór hlut­hafi í Mar­el, lang­verð­­­mætasta félags íslensku kaup­hall­­­ar­inn­­­ar, og stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Bláa lóns­ins þar sem hann er einnig hlut­hafi. 

Frétta­­­blaðið er frí­­­blað sem er gefið út sex sinnum í viku og dreift í 80 þús­und ein­tök­­­um. Auk blaðs­ins rekur Torg tíma­­­ritið Gla­mour og vef­ina fretta­bla­did.is og marka­dur­inn.­is. Lestur blaðs­ins hefur dreg­ist umtals­vert saman síð­ast­liðin ár, en hann var um 64 pró­sent árið 2010. Í dag er hann 37,8 pró­sent. Hjá Íslend­ingum undir fimm­tugu hefur hann á sama tíma­bili farið úr um 64 pró­sentum í 28,2 pró­sent.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent