Höfðu meiri áhuga á að kaupa riffla fyrir sérsveit en að rannsaka efnahagsbrot

Menn sem lærðu allt sem þeir vita um löggæslu með því að horfa á ameríska lögregluþætti hafa skilning á því að sérsveitir þurfa riffla en skilja ekki að það þurfi vitsmunalega þekkingu til að takast á við efnahagsbrot, segir saksóknari.

Helgi Magnús Gunnarsson
Auglýsing

„Stjórn­mála­menn réðu þessu eins og oft­ast með ákvörð­unum sínum um fjár­veit­ing­ar. Það hafði eng­inn áhuga á að leggja manni lið í þessu þegar eftir því var leit­að. Menn sem læra allt sem þeir vita um lög­gæslu af því að horfa á amer­íska löggu­þætti, hafa fullan skiln­ing ef það þarf að kaupa riffla eða annan búnað fyrir sér­sveit, en engan þegar skiln­ing­ur­inn kallar á vits­muna­lega þekk­ingu og þeir þurfa að lesa sér til. Þetta átti við um rann­sóknir efna­hags­brota yfir það heila. Svo allt í einu vökn­uðu menn við hrunið og fóru að skilja að kannski gætu refsilaga­brot í atvinnu­líf­inu haft afleið­ingar jafn vel fyrir þá sjálfa. En að ein­hver hafi haft áhuga á að hlusta á okkur sem höfðum á þessu þekk­ingu, það var ekki. Við gerðum það sem við gátum með það sem við höfð­u­m.“

Þetta segir Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari, í ummælum við deil­ingu á frétt Kjarn­ans um að Ísland hafi verið verið sett á gráan lista hjá Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Til­kynnt var um það síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Auglýsing
Helgi Magnús var um ára­bil sak­sókn­ari efna­hags­brota hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, eða frá árinu 2007 og fram á haustið 2010. Hann stund­aði á sínum tíma fram­halds­nám í rann­sókn og sak­sókn efna­hags­brota við Polit­høg­skolen. 

Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að „menn­irn­ir“ sem hann minnt­ist á í ummæl­unum væru í raun allt kerf­ið. Stjórn­mála­menn, ráðu­neyti dóms­mála og emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Ísland reyndi að bregð­ast við en það var of seint

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­­­lega um þá stöðu sem hefur verið uppi í vörnum Íslands gagn­vart pen­inga­þvætti á und­an­­­förnum árum. FATF skil­aði skýrslu um varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­­­mögnun hryðju­verka í apríl í fyrra. Nið­­­­ur­­­­staða hennar var að Ísland fékk fall­ein­kunn. Lagaum­hverfi, virkni eft­ir­lits og fram­­­­fylgd var í lama­­­­sessi að mati FAT­F. 

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­­­leg­­­­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­­­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­­­legan hnekki. Lík­­­­­urnar á auk­inni erlendri fjár­­­­­fest­ingu myndu drag­­­ast saman og áhrif á láns­hæf­is­­­mat íslenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­­­ars fjár­­­­­mála­­­stofn­ana, yrðu óum­flýj­an­­­leg.

Kjarn­inn greindi frá því í lok ágúst að Ísland hefði skilað FATF eft­ir­­­­­fylgn­is­­­­­skýrslu vegna aðgerða sem Ísland hefur gripið til til að bæta varnir sínar gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­­­­­mögnun hryðju­verka, snemma í sum­­­­­­­­­ar. 

Í eft­ir­­­fylgn­is­­­skýrslu sem birt var snemma í sept­­­em­ber kom fram að Ísland hefði upp­­­­­­­fyllt 28 af 40 til­­­­­­­mælum sem FATF gerði kröfu um að lög­­­­­­­gjöf ríkja þurfi að upp­­­­­­­fylla. Ísland upp­­­­­­­fyllir ell­efu til­­­­­­­mæli að hluta en ein til­­­­­­­mæli, sem lúta að starf­­­­semi almanna­heilla­­­­fé­laga, töld­ust enn óupp­­­­­­­fyllt. Ráð­ist var í að keyra í gegn lög um þau fyrr í þessum mán­uði, og virt­ist þing­heimur þá vera að vakna til vit­undar um alvar­­­leika máls­ins. Það dugði þó ekki til þess að koma í veg fyrir að Ísland end­aði á list­an­um.

Ísland ætti bara að senda borð­fána á fund FATF

Sá sem deildi frétt­inni sem Helgi Magnús tjáði sig um var lög­fræð­ing­ur­inn Eyjólfur Ármanns­son, sem starf­aði á árum áður sem aðstoð­ar­sak­sókn­ari hjá efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og þar áður hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu á árunum 2006 til 2011. 

Auglýsing
Í stöð­upp­færslu sinni sagði hann: „Núna tókst ekki að redda sér í kapp­hlaupi við tím­ann (veit ekki um síð­asta frest, en við erum í raun að tala um fjölda ára), nokkuð sem okkur tókst við matið 2006 en engin var eft­ir­fylgn­in. Nið­ur­staðan er að koma í ljós í dag, árið 2019.

Ekki var nokkur skiln­ingur á mik­il­vægi þessa mála­flokks á æðstu stöðum í stjórn­kerf­inu og áhugi og stuðn­ingur við hann eftir því. Við­horfið var að hér væri mála­flokkur úr öðrum heimi sem kæmi Íslandi í raun lítið við. Þetta væri eitt­hvað útlenskt, við­horf sem er áhuga­vert menn­ing­ar­legt fyr­ir­bæri innan íslenskrar stjórn­sýslu. Við yrðum samt að vera með sjóv og taka þátt. Fyrir Hrun sýndu bank­arnir áhuga. Aðal­at­riðið var að Ísland redd­aði sér með laga­breyt­ing­um. Svipað við­horf virð­ist vera í gangi í dag, sbr. grein­in.“

Eyjólfur segir í stöðu­upp­færsl­unni að hann hafi einu sinni sagt við sam­starfs­mann sinn í ráðu­neyti, þegar hann starf­aði þar, sem hafði mála­flokk­inn á sinni könnu að Ísland ætti bara senda íslenskan borð­fána á fund FATF. „Þátt­takan á fund­unum eftir FATF matið 2006 var ekki mikið meira en það, mið­að­ist við að hafa ein­hvern í sæti Íslands. Þessi nið­ur­staða hefur ekk­ert með fámenni að gera, heldur skiln­ings­leysi, heim­ótt­ar­skap og hreinan aula­skap. Klárt mál hvar ábyrgðin ligg­ur, en sam­kvæmt venju skiptir það auð­vitað ekki nokkru máli.“

Búið að styrkja skrif­stof­una

Efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra var sam­einuð emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara haustið 2011, en pen­inga­þvætt­is­skrif­stofan var skilin eftir hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. Hún færð­ist svo til sér­staks sak­sókn­ara, sem nú heitir hér­aðs­sak­sókn­ari, sum­arið 2015. Þá starf­aði einn maður á skrif­stof­unn­i. 

Skrif­stofan heitir nú skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu og hefur verið fjölgað til muna á henni und­an­farin miss­eri. Fjár­munir hafa verið settir í að kaupa upp­lýs­inga­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­semi innan bank­anna sjálfra hefur verið eflt. Inn­leið­ing þess kerfis er þó ekki að fullu til­bú­in.

Gagn­rýndi and­vara­leysi harka­lega fyrir rúmum ára­tug

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi Magnús hefur sett fram gagn­rýni á þessi mál. Þann 20. júní 2007 var birt við­tal við Helga Magnús í frí­blað­inu Blað­inu. Deildin hans stýrði þá öllum rann­sóknum á efna­hags­brotum sem falið gátu í sér sak­næmt athæfi, þar með talið rann­sóknum á pen­inga­þvætt­i. 

Í við­tal­inu sagði Helgi Magn­ús: „Í alþjóða­væð­ingu við­skipta­lífs­ins og útrás fyr­ir­tækja felst að þau brot sem við erum að rann­saka eru að teygja sig mikið víðar um heim­inn. Það er fjöldi ríkja sem lifir á því að hjálpa mönnum að fela pen­ing­ana sína og við þurfum að fara þangað eftir upp­lýs­ing­um[...]Ann­að­hvort rann­sökum við brotin og höfum þau úrræði sem til þarf eða afbrota­menn geta ákveðið að fara með fjár­svikin sín yfir nokkur landa­mæri til að koma í veg fyrir að rann­sóknin nái til­gangi sín­um. Mér þykir það ekki ásætt­an­legt."

Ári síð­ar, 21. júní 2008, var birt annað við­tal við Helga Magnús í sama fjöl­miðli, sem hafði þá skipt um nafn og hét 24 stund­ir.

Þar sagði hann: „Efna­hags­brot hafa mörg hver alþjóð­legt eðli og teygja sig yfir fjölda landa. Við þurfum sér­hæft fólk sem hefur menntað sig í við­skipta­fræðum og góða lög­reglu­menn. En það kost­ar. Frá síð­asta sumri höfum við tapað fjórum full­mennt­uðum við­skipta­fræð­ing­um, eða öllum slíkum sem við höfð­um, til einka­geirans.“

Tæpum fjórum mán­uðum síðar hrundi íslenskt banka­kerfi á innan við viku. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent