Marel kaupir helmingshlut í Curio og tæknifyrirtæki í Ástralíu

Curio fékk afhent Nýsköpunarverðlaun á dögunum.

marelcurio.jpg
Auglýsing

Marel hefur keypt 50 pró­sent hlut í Curio, og hefur kaup­rétt á afgangi hluta­fjár.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el, en Curio fékk á dög­unum Nýsköp­un­ar­verð­launin

Kaupin eru gerð í tveimur áföng­um, 40 pró­sent hlutur verður afhentur þegar skil­yrði kaup­samn­ings hafa verið upp­fyllt og 10 pró­sent til við­bótar þann 1. jan­úar 2021. Marel eign­ast jafn­framt kaup­rétt á eft­ir­stand­andi 50 pró­sent hlut eftir fjögur ár.

Auglýsing

„Með vöru­fram­boði Curio í flök­un, hausun og roð­flett­ingu getur Marel nú boðið við­skipta­vinum heild­ar­lausnir fyrir hvít­fisk­vinnslu. Kaupin styrkja stefnu Marel um að vera leið­andi á heims­vísu í hátækni heild­ar­lausnum fyrir kjúklinga- kjöt- og fisk­vinnslu. Marel og Curio eiga far­sælt sam­starf að baki við hönnun og fram­leiðslu heild­ar­lausna fyrir við­skipta­vini í fisk­vinnslu víðs­vegar um heim þar sem Innova vinnslu­hug­bún­aður Marel heldur utan um og tryggir sam­fellt flæði. Í sam­starfi við Marel mun Curio koma til með að nýta alþjóð­legt sölu- og þjón­ustu­net Marel til þess að sinna við­skipta­vinum enn bet­ur,“ segir í til­kynn­ingu frá Marel.

Stjórnendur Marel og Curio.

Stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri Curio er Elliði Hreins­­son, en félagið er með 49 starfs­­menn í dag, þar af 42 á starfs­­stöðvum í Hafn­­ar­­firði og á Húsa­vík.

Curio er nýsköp­un­­ar­­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fisk­vinnslu­­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­­fiski í afhausun, flökun og roð­flett­ingu, ásamt því að hafa örygg­is­­mál og þrif að leið­­ar­­ljósi. 

Þá var enn fremur til­kynnt um það í dag, að Marel hefði sam­þykkt kaup á Cedar Creek Company, áströlskum fram­leið­anda sem sér­hæfir sig í hug­bún­að­ar- og vél­bún­að­ar­lausnum fyrir kjöt-, fisk- og kjúklinga­vinnslu. Árs­tekjur félags­ins eru um 3 millj­ónir evr­a. 

Búist er við því að kaupin gangi form­lega í gegn á fjórða árs­fjórð­ungi 2019 að upp­fylltum hefð­bundnum skil­yrð­um, segir í til­kynn­ing­u. 

Mark­aðsvirði Marel er nú rúm­lega 450 millj­arð­ar, og starfs­menn yfir sex þús­und. Félagið er á skráð á markað hér á landi og í Euro­next kaup­höll­ina í Hollandi. Félagið hefur kynnt opin­ber­lega stefnu um 12 pró­sent vöxt á ári til 2026. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent