Marel kaupir helmingshlut í Curio og tæknifyrirtæki í Ástralíu

Curio fékk afhent Nýsköpunarverðlaun á dögunum.

marelcurio.jpg
Auglýsing

Marel hefur keypt 50 pró­sent hlut í Curio, og hefur kaup­rétt á afgangi hluta­fjár.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el, en Curio fékk á dög­unum Nýsköp­un­ar­verð­launin

Kaupin eru gerð í tveimur áföng­um, 40 pró­sent hlutur verður afhentur þegar skil­yrði kaup­samn­ings hafa verið upp­fyllt og 10 pró­sent til við­bótar þann 1. jan­úar 2021. Marel eign­ast jafn­framt kaup­rétt á eft­ir­stand­andi 50 pró­sent hlut eftir fjögur ár.

Auglýsing

„Með vöru­fram­boði Curio í flök­un, hausun og roð­flett­ingu getur Marel nú boðið við­skipta­vinum heild­ar­lausnir fyrir hvít­fisk­vinnslu. Kaupin styrkja stefnu Marel um að vera leið­andi á heims­vísu í hátækni heild­ar­lausnum fyrir kjúklinga- kjöt- og fisk­vinnslu. Marel og Curio eiga far­sælt sam­starf að baki við hönnun og fram­leiðslu heild­ar­lausna fyrir við­skipta­vini í fisk­vinnslu víðs­vegar um heim þar sem Innova vinnslu­hug­bún­aður Marel heldur utan um og tryggir sam­fellt flæði. Í sam­starfi við Marel mun Curio koma til með að nýta alþjóð­legt sölu- og þjón­ustu­net Marel til þess að sinna við­skipta­vinum enn bet­ur,“ segir í til­kynn­ingu frá Marel.

Stjórnendur Marel og Curio.

Stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri Curio er Elliði Hreins­­son, en félagið er með 49 starfs­­menn í dag, þar af 42 á starfs­­stöðvum í Hafn­­ar­­firði og á Húsa­vík.

Curio er nýsköp­un­­ar­­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fisk­vinnslu­­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­­fiski í afhausun, flökun og roð­flett­ingu, ásamt því að hafa örygg­is­­mál og þrif að leið­­ar­­ljósi. 

Þá var enn fremur til­kynnt um það í dag, að Marel hefði sam­þykkt kaup á Cedar Creek Company, áströlskum fram­leið­anda sem sér­hæfir sig í hug­bún­að­ar- og vél­bún­að­ar­lausnum fyrir kjöt-, fisk- og kjúklinga­vinnslu. Árs­tekjur félags­ins eru um 3 millj­ónir evr­a. 

Búist er við því að kaupin gangi form­lega í gegn á fjórða árs­fjórð­ungi 2019 að upp­fylltum hefð­bundnum skil­yrð­um, segir í til­kynn­ing­u. 

Mark­aðsvirði Marel er nú rúm­lega 450 millj­arð­ar, og starfs­menn yfir sex þús­und. Félagið er á skráð á markað hér á landi og í Euro­next kaup­höll­ina í Hollandi. Félagið hefur kynnt opin­ber­lega stefnu um 12 pró­sent vöxt á ári til 2026. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent