Marel kaupir helmingshlut í Curio og tæknifyrirtæki í Ástralíu

Curio fékk afhent Nýsköpunarverðlaun á dögunum.

marelcurio.jpg
Auglýsing

Marel hefur keypt 50 pró­sent hlut í Curio, og hefur kaup­rétt á afgangi hluta­fjár.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el, en Curio fékk á dög­unum Nýsköp­un­ar­verð­launin

Kaupin eru gerð í tveimur áföng­um, 40 pró­sent hlutur verður afhentur þegar skil­yrði kaup­samn­ings hafa verið upp­fyllt og 10 pró­sent til við­bótar þann 1. jan­úar 2021. Marel eign­ast jafn­framt kaup­rétt á eft­ir­stand­andi 50 pró­sent hlut eftir fjögur ár.

Auglýsing

„Með vöru­fram­boði Curio í flök­un, hausun og roð­flett­ingu getur Marel nú boðið við­skipta­vinum heild­ar­lausnir fyrir hvít­fisk­vinnslu. Kaupin styrkja stefnu Marel um að vera leið­andi á heims­vísu í hátækni heild­ar­lausnum fyrir kjúklinga- kjöt- og fisk­vinnslu. Marel og Curio eiga far­sælt sam­starf að baki við hönnun og fram­leiðslu heild­ar­lausna fyrir við­skipta­vini í fisk­vinnslu víðs­vegar um heim þar sem Innova vinnslu­hug­bún­aður Marel heldur utan um og tryggir sam­fellt flæði. Í sam­starfi við Marel mun Curio koma til með að nýta alþjóð­legt sölu- og þjón­ustu­net Marel til þess að sinna við­skipta­vinum enn bet­ur,“ segir í til­kynn­ingu frá Marel.

Stjórnendur Marel og Curio.

Stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri Curio er Elliði Hreins­­son, en félagið er með 49 starfs­­menn í dag, þar af 42 á starfs­­stöðvum í Hafn­­ar­­firði og á Húsa­vík.

Curio er nýsköp­un­­ar­­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fisk­vinnslu­­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­­fiski í afhausun, flökun og roð­flett­ingu, ásamt því að hafa örygg­is­­mál og þrif að leið­­ar­­ljósi. 

Þá var enn fremur til­kynnt um það í dag, að Marel hefði sam­þykkt kaup á Cedar Creek Company, áströlskum fram­leið­anda sem sér­hæfir sig í hug­bún­að­ar- og vél­bún­að­ar­lausnum fyrir kjöt-, fisk- og kjúklinga­vinnslu. Árs­tekjur félags­ins eru um 3 millj­ónir evr­a. 

Búist er við því að kaupin gangi form­lega í gegn á fjórða árs­fjórð­ungi 2019 að upp­fylltum hefð­bundnum skil­yrð­um, segir í til­kynn­ing­u. 

Mark­aðsvirði Marel er nú rúm­lega 450 millj­arð­ar, og starfs­menn yfir sex þús­und. Félagið er á skráð á markað hér á landi og í Euro­next kaup­höll­ina í Hollandi. Félagið hefur kynnt opin­ber­lega stefnu um 12 pró­sent vöxt á ári til 2026. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent