Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna

TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.

tm_9953427524_o.jpg
Auglýsing

TM tap­aði 251 millj­­ón króna á þriðja árs­fjórð­ungi þessa árs, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá félag­inu til Kaup­hall­ar­innar í dag.

Sig­urður Við­ars­son, for­stjóri TM, segir að tap TM á þriðja árs­fjórð­ungi megi að öllu leyti rekja til fjár­fest­inga­starf­semi. Hagn­aður hafi orðið af vátrygg­inga­starf­semi og sam­sett hlut­fall fjórð­ungs­ins 94,9 pró­sent, en ávöxtun fjár­fest­inga­eigna hafi hins vegar verið nei­kvæð um 1,1 pró­sent.

„Fjár­fest­inga­tekjur eru mjög sveiflu­kennd­ar, eins og sést glöggt á því að félagið skil­aði sinni bestu fjár­fest­inga­af­komu frá skrán­ingu á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs, en nei­kvæðri ávöxtun á þeim þriðja,“ segir for­stjór­inn við til­efn­ið.

Auglýsing

Hann segir enn fremur að með kaup­unum á Lykli fjár­mögn­un, sem til­kynnt var um þann 10. októ­ber síð­ast­lið­inn, skjóti félagið styrk­ari stoðum undir grunn­rekstur sam­stæð­unn­ar, áhættu­dreif­ing auk­ist og sveiflur í afkomu verði minni. Félagið áætlar að fyr­ir­vörum um kaup á Lykli verði aflétt í lok árs­ins eða byrjun þess næsta og Lyk­ill verði hluti af TM sam­stæð­unni í fram­hald­inu.

Slæm staða fast­eigna­sjóðs GAMMA hafði áhrif

Fram kom í fréttum í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins að bók­­fært tap TM vegna slæmrar stöðu fast­­eigna­­sjóðs á vegum GAMMA, Gamma Novus, hefði numið um 300 millj­­ónum króna. Í til­­kynn­ingu félags­­ins til Kaup­hall­­ar, var getið um tap af fjár­­­fest­ing­um, sem meðal ann­­ars mátti rekja til end­­ur­­mats á eignum fast­­eigna­­fé­lags á vegum GAMMA, sem er í eigu Kviku.

„Sam­­kvæmt fyr­ir­liggj­andi tölum er ljóst að ávöxtun af verð­bréfa­­eign félags­­ins verður tals­vert verri en spá fyrir 3. árs­fjórð­ung gerir ráð fyr­­ir. Spáin gerir ráð fyrir að fjár­­­fest­inga­­tekjur og aðrar tekjur muni nema 215 m.kr. Miðað við núver­andi raun­­stöðu verða fjár­­­fest­inga­­tekjur og aðrar tekjur nei­­kvæðar á 3. árs­fjórð­ungi á bil­inu 225-275 m.kr. Lang stærsti hluti frá­­viks­ins skýrist af óvæntri og veru­­legri nið­­ur­­færslu á gengi fast­­eigna­­sjóðs, en einnig er verri afkoma af hluta­bréfum og hluta­bréfa­­sjóðum sem skýrist af lækk­­unum á mark­aði frá því að spáin var gefin út. Þar sem fjórð­ung­­ur­inn er ekki á enda þá er enn nokkur óvissa í fram­an­­greindum töl­u­m,“ sagði í til­­kynn­ingu félags­­ins.

Í við­tali við Við­­skipta­­blaðið í lok sept­em­ber sagði for­­stjóri TM það vera „með ólík­­ind­um“ hvernig stöð­unni hjá fast­­eigna­­sjóðnum hefði verið klúðr­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent