Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna

TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.

tm_9953427524_o.jpg
Auglýsing

TM tap­aði 251 millj­­ón króna á þriðja árs­fjórð­ungi þessa árs, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá félag­inu til Kaup­hall­ar­innar í dag.

Sig­urður Við­ars­son, for­stjóri TM, segir að tap TM á þriðja árs­fjórð­ungi megi að öllu leyti rekja til fjár­fest­inga­starf­semi. Hagn­aður hafi orðið af vátrygg­inga­starf­semi og sam­sett hlut­fall fjórð­ungs­ins 94,9 pró­sent, en ávöxtun fjár­fest­inga­eigna hafi hins vegar verið nei­kvæð um 1,1 pró­sent.

„Fjár­fest­inga­tekjur eru mjög sveiflu­kennd­ar, eins og sést glöggt á því að félagið skil­aði sinni bestu fjár­fest­inga­af­komu frá skrán­ingu á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs, en nei­kvæðri ávöxtun á þeim þriðja,“ segir for­stjór­inn við til­efn­ið.

Auglýsing

Hann segir enn fremur að með kaup­unum á Lykli fjár­mögn­un, sem til­kynnt var um þann 10. októ­ber síð­ast­lið­inn, skjóti félagið styrk­ari stoðum undir grunn­rekstur sam­stæð­unn­ar, áhættu­dreif­ing auk­ist og sveiflur í afkomu verði minni. Félagið áætlar að fyr­ir­vörum um kaup á Lykli verði aflétt í lok árs­ins eða byrjun þess næsta og Lyk­ill verði hluti af TM sam­stæð­unni í fram­hald­inu.

Slæm staða fast­eigna­sjóðs GAMMA hafði áhrif

Fram kom í fréttum í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins að bók­­fært tap TM vegna slæmrar stöðu fast­­eigna­­sjóðs á vegum GAMMA, Gamma Novus, hefði numið um 300 millj­­ónum króna. Í til­­kynn­ingu félags­­ins til Kaup­hall­­ar, var getið um tap af fjár­­­fest­ing­um, sem meðal ann­­ars mátti rekja til end­­ur­­mats á eignum fast­­eigna­­fé­lags á vegum GAMMA, sem er í eigu Kviku.

„Sam­­kvæmt fyr­ir­liggj­andi tölum er ljóst að ávöxtun af verð­bréfa­­eign félags­­ins verður tals­vert verri en spá fyrir 3. árs­fjórð­ung gerir ráð fyr­­ir. Spáin gerir ráð fyrir að fjár­­­fest­inga­­tekjur og aðrar tekjur muni nema 215 m.kr. Miðað við núver­andi raun­­stöðu verða fjár­­­fest­inga­­tekjur og aðrar tekjur nei­­kvæðar á 3. árs­fjórð­ungi á bil­inu 225-275 m.kr. Lang stærsti hluti frá­­viks­ins skýrist af óvæntri og veru­­legri nið­­ur­­færslu á gengi fast­­eigna­­sjóðs, en einnig er verri afkoma af hluta­bréfum og hluta­bréfa­­sjóðum sem skýrist af lækk­­unum á mark­aði frá því að spáin var gefin út. Þar sem fjórð­ung­­ur­inn er ekki á enda þá er enn nokkur óvissa í fram­an­­greindum töl­u­m,“ sagði í til­­kynn­ingu félags­­ins.

Í við­tali við Við­­skipta­­blaðið í lok sept­em­ber sagði for­­stjóri TM það vera „með ólík­­ind­um“ hvernig stöð­unni hjá fast­­eigna­­sjóðnum hefði verið klúðr­að.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent