Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem

Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.

Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Auglýsing

„Lands­virkjun er falið að semja fyrir hönd þjóð­ar­innar við alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki um sölu á end­ur­nýj­an­legri orku. Því fylgir mikil ábyrgð, þar sem um er að ræða eina mik­il­væg­ustu við­skipta­samn­inga sem gerðir eru á Íslandi og eru miklir hags­munir und­ir. Að und­an­förnu höfum við legið end­ur­tekið undir ámæli frá for­manni Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness fyrir að ætla að „slátra“ við­skipta­vinum okkar eins og Elkem með óbil­girni í samn­inga­við­ræð­um. Ekk­ert er fjær sann­i.“ 

Þetta segir í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Lands­virkj­un, orku­fyr­ir­tæki í 100 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins, birti í dag. 

Til­efnið eru ummæli Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­manns Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, um raf­orku­samn­inga sem Lands­virkjun hefur gert við Elkem og Norð­ur­ál, sem hefur starf­semi á Grund­ar­tanga en starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eru að uppi­stöðu félags­menn Vil­hjálms. 

Vil­hjálmur ásak­aði Lands­virkjun um óbil­girni gagn­vart Elkem í stöðu­upp­færslu á Face­book þann 21. ágúst  vegna hækk­unar á raf­orku­verði til fyr­ir­tæk­is­ins í nýjum samn­ingi sem tók gildi 1. apríl 2019. Þar fjall­aði hann líka um end­­­ur­nýj­aðan samn­ing við Norð­urál tekur gildi í nóv­­­em­ber 2019 og gildir til loka árs 2023. Í stöðu­upp­færsl­unni kom fram að Vil­hjálmur ótt­að­ist um starfs­ör­yggi félags­manna sinna og að hann vildi að Lands­virkjun myndi nið­ur­greiða störf hjá stór­iðju­fyr­ir­tækj­unum tveimur með því að stilla arð­semi sinni af raf­orku­sölu í hóf. 

Auglýsing
Hörður Arn­ar­son svar­aði honum í grein sem birt­ist í Kjarn­anum dag­inn eft­ir. Þar hafn­aði hann því að samn­ing­arnir væru ósann­gjarnar og sagði að þeir væru þvert á móti sann­gjarnir og sam­keppn­is­hæf­ir. Auk þess sagði hann að það væri engin „ástæða fyrir aðila, sem standa utan samn­ings­­sam­­bands fyr­ir­tækj­anna, að ger­­ast hags­muna­­gæslu­­menn alþjóð­­legra stór­iðju­­fyr­ir­tækja á opin­berum vett­vangi í samn­inga­við­ræðum við Lands­­virkjun um raf­­orku­verð. Þau eru full­­fær um að gæta sinna hags­muna sjálf.“

Vill að íslenskir stjórn­mála­menn grípi til aðgerða

Í byrjun síð­ustu viku var Vil­hjálmur í við­tali á Bylgj­unni þar sem hann ræddi um ótta sinn við að gríð­ar­leg hækkun á raf­orku­verði til Norð­ur­áls og Elkem Ísland á Grund­ar­tanga „muni ógna atvinnu­ör­yggi og lífs­við­ur­væri minna félags­manna.“ 

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, kom í við­tal í saman þátt, Reykja­vík síð­deg­is, dag­inn eftir til að svara fyrir ávirð­ingar Vil­hjálms og hafn­aði þeim enn og aft­ur.

Í pistli sem Vil­hjálmur skrif­aði í kjöl­far­ið, þar sem hann gagn­rýnir Hörð harð­lega, segir hann meðan ann­ars að það sé „eins og for­stjóri Lands­virkj­unar átti sig ekki á hlut­verki for­ystu­manna í stétt­ar­fé­lög­um, en eitt af aðal­störfum okkar er að verja atvinnu­ör­yggi og lífs­við­ur­væri okkar félags­manna og það er ég að gera, enda er klár­lega verið að ógna lífs­við­ur­væri þús­unda fjöl­skyldna í þessum iðn­að­i[...]ú er tími til kom­inn að íslenskir stjórn­mála­menn og stjórn­völd grípi í taumana í þessu máli áður en það verður of seint og þús­undir fjöl­skylda missi lífs­við­ur­væri sitt og leggja afkomu sveit­ar­fé­laga sem byggja tekju­stofna sína á þessum iðn­aði nán­ast í rúst.“

Við­skipta­stríðið lækkar afurða­verð

Í stöðu­upp­færslu Lands­virkj­unar fyrr í dag segir að mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins í þeim samn­ingum sem gerðir hafa verið við Elkem og Norð­urál sé að bjóða sam­keppn­is­hæf kjör, sam­bæri­leg því sem best ger­ist ann­ars stað­ar. „Við höfum áður sagt að samn­ingur við Elkem á Grund­ar­tanga, eftir ákvörðun gerð­ar­dóms, feli í sér raf­magns­verð sem nái ekki með­al­kostn­að­ar­verði virkj­ana okk­ar. Fram hafa komið stað­hæf­ingar um að þar höfum við ein­ungis átt við kostn­að­ar­verð nýrra virkj­ana­kosta, en það er rangt. Raf­orku­verð í nýjum samn­ingi Elkem nær hvorki kostn­að­ar­verði núver­andi virkj­ana Lands­virkj­unar né nýrra virkj­ana­kosta.

Við höfum einnig sagt að samn­ingur Elkem sé á meðal þeirra hag­stæð­ustu sem í gildi séu í heim­in­um. Fram hafa komið stað­hæf­ingar um að rík­is­styrkir séu ekki séu teknir með við sam­an­burð okk­ar, en það er rangt. Grein­ingar Lands­virkj­unar eru unnar í sam­vinnu við stór alþjóð­leg ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig í grein­ingum af þessu tagi. Í þeim sam­an­burði tökum við til­lit til rík­is­styrkja sem fyr­ir­tæki njóta, m.a. í Nor­egi. Að teknu til­liti til alls þessa er raf­orku­samn­ingur Elkem einn sá hag­stæð­asti sem er í boði.

Hafa ber í huga að rekstr­ar­um­hverfi stór­iðju­fyr­ir­tækja um allan heim er krefj­andi um þessar mundir og þar með talið á Íslandi – ekki vegna raf­orku­verðs Lands­virkj­unar – heldur fyrst og fremst vegna lágs afurða­verðs sem má meðal ann­ars rekja til við­skipta­stríðs Banda­ríkj­anna og Kína.“

Lands­virkjun er falið að semja fyrir hönd þjóð­ar­innar við alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki um sölu á end­ur­nýj­an­legri orku. Því...

Posted by Lands­virkjun on Wed­nes­day, Oct­o­ber 23, 2019Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent