Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem

Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.

Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Auglýsing

„Lands­virkjun er falið að semja fyrir hönd þjóð­ar­innar við alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki um sölu á end­ur­nýj­an­legri orku. Því fylgir mikil ábyrgð, þar sem um er að ræða eina mik­il­væg­ustu við­skipta­samn­inga sem gerðir eru á Íslandi og eru miklir hags­munir und­ir. Að und­an­förnu höfum við legið end­ur­tekið undir ámæli frá for­manni Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness fyrir að ætla að „slátra“ við­skipta­vinum okkar eins og Elkem með óbil­girni í samn­inga­við­ræð­um. Ekk­ert er fjær sann­i.“ 

Þetta segir í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Lands­virkj­un, orku­fyr­ir­tæki í 100 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins, birti í dag. 

Til­efnið eru ummæli Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­manns Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, um raf­orku­samn­inga sem Lands­virkjun hefur gert við Elkem og Norð­ur­ál, sem hefur starf­semi á Grund­ar­tanga en starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eru að uppi­stöðu félags­menn Vil­hjálms. 

Vil­hjálmur ásak­aði Lands­virkjun um óbil­girni gagn­vart Elkem í stöðu­upp­færslu á Face­book þann 21. ágúst  vegna hækk­unar á raf­orku­verði til fyr­ir­tæk­is­ins í nýjum samn­ingi sem tók gildi 1. apríl 2019. Þar fjall­aði hann líka um end­­­ur­nýj­aðan samn­ing við Norð­urál tekur gildi í nóv­­­em­ber 2019 og gildir til loka árs 2023. Í stöðu­upp­færsl­unni kom fram að Vil­hjálmur ótt­að­ist um starfs­ör­yggi félags­manna sinna og að hann vildi að Lands­virkjun myndi nið­ur­greiða störf hjá stór­iðju­fyr­ir­tækj­unum tveimur með því að stilla arð­semi sinni af raf­orku­sölu í hóf. 

Auglýsing
Hörður Arn­ar­son svar­aði honum í grein sem birt­ist í Kjarn­anum dag­inn eft­ir. Þar hafn­aði hann því að samn­ing­arnir væru ósann­gjarnar og sagði að þeir væru þvert á móti sann­gjarnir og sam­keppn­is­hæf­ir. Auk þess sagði hann að það væri engin „ástæða fyrir aðila, sem standa utan samn­ings­­sam­­bands fyr­ir­tækj­anna, að ger­­ast hags­muna­­gæslu­­menn alþjóð­­legra stór­iðju­­fyr­ir­tækja á opin­berum vett­vangi í samn­inga­við­ræðum við Lands­­virkjun um raf­­orku­verð. Þau eru full­­fær um að gæta sinna hags­muna sjálf.“

Vill að íslenskir stjórn­mála­menn grípi til aðgerða

Í byrjun síð­ustu viku var Vil­hjálmur í við­tali á Bylgj­unni þar sem hann ræddi um ótta sinn við að gríð­ar­leg hækkun á raf­orku­verði til Norð­ur­áls og Elkem Ísland á Grund­ar­tanga „muni ógna atvinnu­ör­yggi og lífs­við­ur­væri minna félags­manna.“ 

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, kom í við­tal í saman þátt, Reykja­vík síð­deg­is, dag­inn eftir til að svara fyrir ávirð­ingar Vil­hjálms og hafn­aði þeim enn og aft­ur.

Í pistli sem Vil­hjálmur skrif­aði í kjöl­far­ið, þar sem hann gagn­rýnir Hörð harð­lega, segir hann meðan ann­ars að það sé „eins og for­stjóri Lands­virkj­unar átti sig ekki á hlut­verki for­ystu­manna í stétt­ar­fé­lög­um, en eitt af aðal­störfum okkar er að verja atvinnu­ör­yggi og lífs­við­ur­væri okkar félags­manna og það er ég að gera, enda er klár­lega verið að ógna lífs­við­ur­væri þús­unda fjöl­skyldna í þessum iðn­að­i[...]ú er tími til kom­inn að íslenskir stjórn­mála­menn og stjórn­völd grípi í taumana í þessu máli áður en það verður of seint og þús­undir fjöl­skylda missi lífs­við­ur­væri sitt og leggja afkomu sveit­ar­fé­laga sem byggja tekju­stofna sína á þessum iðn­aði nán­ast í rúst.“

Við­skipta­stríðið lækkar afurða­verð

Í stöðu­upp­færslu Lands­virkj­unar fyrr í dag segir að mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins í þeim samn­ingum sem gerðir hafa verið við Elkem og Norð­urál sé að bjóða sam­keppn­is­hæf kjör, sam­bæri­leg því sem best ger­ist ann­ars stað­ar. „Við höfum áður sagt að samn­ingur við Elkem á Grund­ar­tanga, eftir ákvörðun gerð­ar­dóms, feli í sér raf­magns­verð sem nái ekki með­al­kostn­að­ar­verði virkj­ana okk­ar. Fram hafa komið stað­hæf­ingar um að þar höfum við ein­ungis átt við kostn­að­ar­verð nýrra virkj­ana­kosta, en það er rangt. Raf­orku­verð í nýjum samn­ingi Elkem nær hvorki kostn­að­ar­verði núver­andi virkj­ana Lands­virkj­unar né nýrra virkj­ana­kosta.

Við höfum einnig sagt að samn­ingur Elkem sé á meðal þeirra hag­stæð­ustu sem í gildi séu í heim­in­um. Fram hafa komið stað­hæf­ingar um að rík­is­styrkir séu ekki séu teknir með við sam­an­burð okk­ar, en það er rangt. Grein­ingar Lands­virkj­unar eru unnar í sam­vinnu við stór alþjóð­leg ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig í grein­ingum af þessu tagi. Í þeim sam­an­burði tökum við til­lit til rík­is­styrkja sem fyr­ir­tæki njóta, m.a. í Nor­egi. Að teknu til­liti til alls þessa er raf­orku­samn­ingur Elkem einn sá hag­stæð­asti sem er í boði.

Hafa ber í huga að rekstr­ar­um­hverfi stór­iðju­fyr­ir­tækja um allan heim er krefj­andi um þessar mundir og þar með talið á Íslandi – ekki vegna raf­orku­verðs Lands­virkj­unar – heldur fyrst og fremst vegna lágs afurða­verðs sem má meðal ann­ars rekja til við­skipta­stríðs Banda­ríkj­anna og Kína.“

Lands­virkjun er falið að semja fyrir hönd þjóð­ar­innar við alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki um sölu á end­ur­nýj­an­legri orku. Því...

Posted by Lands­virkjun on Wed­nes­day, Oct­o­ber 23, 2019Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent