Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, svarar ásökunum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um óbilgirni fyrirtækisins gagnvart Elkem.

Auglýsing

Lands­virkjun er í eigu íslensku þjóð­ar­innar og er falið að fara með mik­il­væga hags­muni henn­ar. Hlut­verk fyr­ir­tæk­is­ins er að hámarka afrakstur af þeim orku­lindum sem því er trúað fyrir með sjálf­bæra nýt­ingu, verð­mæta­sköpun og hag­kvæmni að leið­ar­ljósi. Þessu hlut­verki fylgir sann­ar­lega mikil ábyrgð.

Sann­gjarnt og sam­keppn­is­hæft verð

Lands­virkjun leggur allt kapp á að bjóða við­skipta­vinum sínum sann­gjarnt og sam­keppn­is­hæft verð, þannig að hags­muna eig­enda Lands­virkj­unar – íslensku þjóð­ar­innar – sé gætt í hví­vetna, en þó með þeim hætti að ekki sé vegið að rekstr­ar­grund­velli við­skipta­vin­anna. Orku­verð til stórnot­enda er ákvarðað í tví­hliða samn­inga­við­ræð­um, ekki með ein­hliða vald­boði Lands­virkj­un­ar. Hlýtur sú stað­reynd að renna stoðum undir að við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins telja orku­verðið a.m.k. ásætt­an­legt.

Einn af mik­il­vægum við­skipta­vinum Lands­virkj­unar er Elkem Ísland á Grund­ar­tanga. Nýleg nið­ur­staða gerð­ar­dóms um raf­magns­verð í fram­lengdum samn­ingi fyr­ir­tækj­anna tveggja, Lands­virkj­unar sem er eigu Íslend­inga og Elkem, sem er í eigu alþjóð­legra fjár­festa, varð nýverið til­efni fyrir for­mann Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness til að ásaka Lands­virkjun um óbil­girni. Hélt hann því fram að fyr­ir­tækið bein­línis ógni starfs­grund­velli stór­iðju­fyr­ir­tækja á Íslandi með því að fara fram á hærra verð við end­ur­nýjun samn­inga.

Ekk­ert er raunar fjær sanni. Lands­virkjun hefur ekki hag af rekstr­ar­erf­ið­leikum við­skipta­vina sinna, heldur þvert á móti. Far­sæl starf­semi fyr­ir­tækj­anna er þýð­ing­ar­mikið hags­muna­mál Lands­virkj­unar enda fara um 85% af raf­orku­vinnsl­unni til þess­ara stóru og mik­il­vægu við­skipta­vina, eins og Elkem.

Öfl­ugir mót­að­ilar

Við end­ur­samn­inga síð­ustu miss­era hefur verið tek­ist á um mikla við­skipta­hags­muni. Samn­ing­arnir eru gerðir í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi og þar hafa mót­að­ilar Lands­virkj­unar verið öflug alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki, sem hafa mikla reynslu af slíkri samn­inga­gerð. 

Auglýsing
Aðstæður á Íslandi eru raunar kjörað­stæður fyrir alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki af þessu tagi, í ljósi þess að orku­mark­að­ur­inn á Íslandi er afar ein­angr­að­ur.

Afsal á afrakstri af auð­lind­inni

Það sjón­ar­mið að erlendum stór­fyr­ir­tækjum sé veitt raf­orka á óeðli­lega lágu verði felur í raun í sér kröfu um afsal þjóð­ar­innar á fullum afrakstri orku­auð­linda Íslands. Afleið­ingin af því yrði sú að auð­lind­arentan myndi lenda utan land­stein­anna. Sem betur fer er rekstur þeirra öfl­ugu erlendu stór­fyr­ir­tækja sem hafa hér starf­semi með þeim hætti að hann þolir að greiða Íslend­ingum alþjóð­legt mark­aðs­verð á raf­orku.

Miðað við sam­bæri­lega samn­inga

Í nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms um nýtt raf­magns­verð í fram­lengdum raf­magns­samn­ingi Lands­virkj­unar og Elkem var höfð hlið­sjón af sam­bæri­legum raf­magns­samn­ingum við stórnot­endur í málm­fram­leiðslu á Íslandi. Gerð­ar­dóm­ur­inn er nið­ur­staða af mik­illi og fag­legri vinnu hlut­lausra aðila sem fyr­ir­tækin komu sér saman um. 

Undir kostn­að­ar­verði

Raf­magns­verð­ið, sem gerð­ar­dóm­ur­inn ákvað, er langt í frá óeðli­lega hátt. Raunar mætti fremur telja að það sé í lægri kant­in­um. Eftir breyt­ing­una er raf­magns­verðið sem Elkem greiðir fjarri því að vera hátt miðað við aðra samn­inga Lands­virkj­unar við stórnot­end­ur. Í raun er verðið enn svo lágt, að það nær varla með­al­kostn­að­ar­verði og er jafn­framt veru­lega undir kostn­að­ar­verði síð­ustu virkj­ana Lands­virkj­un­ar.

Staða á málm­mörk­uðum krefj­andi um þessar mundir

Aðrir þættir en hækkun raf­orku­verðs hafa hins vegar miklu meiri áhrif á afkomu stórnot­enda Íslandi.

Staða á málm­mörk­uðum er afar erfið um þessar mund­ir. Verð á afurðum í kís­il­iðn­aði er lágt og birgða­söfnun er ríkj­andi sem hefur leitt til um þriðj­ungs verð­lækk­unar und­an­farið ár. Svip­aða sögu er að segja um áliðnað þar sem verð hefur lækkað um fjórð­ung síð­asta ár á sama tíma og lyk­il­hrá­efni eins og súrál hefur hækkað tölu­vert í verði. Rekstr­ar­um­hverfi Elkem er því óhjá­kvæmi­lega krefj­andi um þessar mund­ir.

Sterk sam­keppn­is­staða Elkem á Íslandi

Þótt verðið til Elkem hafi hækkað frá því lága verði sem áður var tryggir það verk­smiðj­unni áfram sam­keppn­is­hæf kjör. Mat Lands­virkj­unar og óháðra grein­ing­ar­að­ila er að sam­keppn­is­hæfni Elkem verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga sé áfram ein sú besta í heim­in­um.

Auglýsing
Upplýsingar frá grein­inga­fyr­ir­tækjum um sam­keppn­is­hæfni málm­verk­smiðja um allan heim og orku­verð til þeirra leiða í ljós að verk­smiðja Elkem á Íslandi er með þeim hag­kvæm­ari í heim­inum sé horft til breyti­legs kostn­að­ar. Af yfir 30 kís­il­járn­verk­smiðjum í heim­inum fer hún úr því að vera fjórða í að vera fimmta hag­kvæm­asta verk­smiðjan í heim­inum með breyttu raf­orku­verði í fram­lengdum samn­ingi við Lands­virkj­un.

Far­sælt við­skipta­sam­band

Sam­starf og við­skipta­sam­band Lands­virkj­unar og Elkem hefur verið með miklum ágætum allt frá því það hófst fyrir 44 árum. Elkem er mik­il­vægur við­skipta­vinur fyrir Lands­virkjun og við væntum þess að þetta far­sæla sam­band haldi áfram í fram­tíð­inni.

Það er því engin ástæða fyrir aðila, sem standa utan samn­ings­sam­bands fyr­ir­tækj­anna, að ger­ast hags­muna­gæslu­menn alþjóð­legra stór­iðju­fyr­ir­tækja á opin­berum vett­vangi í samn­inga­við­ræðum við Lands­virkjun um raf­orku­verð. Þau eru full­fær um að gæta sinna hags­muna sjálf.

Höf­undur er for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar