Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum

Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, telur orku­stefnu Lands­virkj­unar byggja á græðgi og ein­okun sem ógni lífs­við­ur­væri fólks á Vest­ur­landi og sér­stak­lega Akur­nes­ingum og í nær­sveit­um. Frá þessu greindi hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í gær.

Hann segir að með hækkun raf­orku­verðs og vegna nýrra raf­orku­samn­inga Lands­virkj­unar við Elkem Ísland á Grund­ar­tanga og Norð­urál þá sé atvinnu­ör­yggi félags­manna hans veru­lega ógn­að.

„Það er morg­un­ljóst í mínum huga að atvinnu­ör­yggi minna félags­manna er ógnað veru­lega í ljósi þess að raf­orkan er að hækka bæði hjá Elkem og Norð­ur­áli og það á sama tíma og verð á þeirra afurðum hefur lækkað mikið en nú er álverið t.d. í ein­ungis rétt rúmum 1700 doll­urum fyrir tonnið sem er sögu­legu lágt. Nýr samn­ingur tók gildi hjá Elkem 1. apríl og mun raf­orku­verð hækka upp undir 1,3 millj­örðum hjá Elkem á ári sem þýðir að fyr­ir­tækið mun greiða um 4,5 millj­arða á ári fyrir raf­ork­una eftir hækk­un. Rétt er að benda sér­stak­lega á að þessi hækkun uppá 1,3 milj­arða er langtum meira en með­al­tals­hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið á síð­ustu árum, sem er um 500 millj­ón­ir,“ skrifar Vil­hjálm­ur.

Auglýsing

Ótt­ast að Elkem hætti starf­semi hér á landi

Hann telur jafn­framt að raf­orku­samn­ing­ur­inn við Elkem muni í besta falli valda stór­felldum nið­ur­skurði með til­heyr­andi upp­sögnum og ham­förum fyrir félags­menn hans sem starfa hjá fyr­ir­tæk­inu. „Ég reyndar ótt­ast inni­lega að innan ekki langs tíma muni eig­endur Elkem taka ákvörðun um að loka og hætta starf­semi hér á landi. Enda ljóst að þessi gríð­ar­lega raf­orku­hækkun uppá 1,3 millj­arð á ári mun kippa öllum rekstr­ar­for­sendum undan fyr­ir­tæk­in­u.“

Vil­hjálmur fjallar um afkomu­tölur Lands­virkj­unar í stöðu­upp­færslu sinni. „Það er óhætt að segja að afkomu­tölur hjá Lands­virkjun fyrstu 6 mán­uð­ina séu glæsi­leg­ar, en hagn­aður nam 8,4 millj­örðum á fyrstu 6 mán­uðum þessa árs og á sama tíma hefur Lands­virkjun einnig greitt niður skuldir fyrir rúma 15 millj­arða. Það stefnir sem­sagt í að árs­hagn­aður Lands­virkj­unar verði 17 millj­arðar og á sama tíma og þessi mikli hagn­aður á sér stað greiðir Lands­virkjun einnig niður skuldir fyrir 15 millj­arða.“

Fyr­ir­tækin á Grund­ar­tanga lífæð og fjöregg þeirra Vest­lend­inga

Lands­­virkjun og Norð­­urál Grund­­ar­tangi ehf. náðu sam­komu­lagi um að end­­ur­nýja raf­­orku­­samn­ing fyr­ir­tækj­anna fyrir 161 MW í maí árið 2016. End­­ur­nýj­aður samn­ingur var tengdur við mark­aðs­verð raf­­orku á Nord Pool raf­­orku­­mark­aðnum og kemur það í stað álverðsteng­ingar í gild­andi samn­ingi.

Hinn end­­ur­nýj­aði samn­ingur er til fjög­­urra ára og hljóðar upp á 161 MW, eins og áður seg­ir, sem er nærri þriðj­ungur af orku­þörf álvers Norð­­ur­áls á Grund­­ar­tanga. End­­ur­nýj­aður samn­ingur tekur gildi í nóv­­em­ber 2019 og gildir til loka árs 2023. Núgild­andi samn­ingur verður áfram í gildi til loka októ­ber næst­kom­andi.

Fram kom í fréttum árið 2016 að deila Lands­­virkj­unar og Norð­­ur­áls hefði staðið í nokkurn tíma. Hörður Arn­­ar­­son, for­­stjóri Lands­­virkj­un­­ar, gagn­rýndi Norð­­urál harð­­lega fyrir að hafa reynt að beita öllum mög­u­­legum með­­ulum til að halda orku­verði til sín sem lægst­u.

Vil­hjálmur fjallar um þennan raf­orku­samn­ing Norð­ur­áls og Lands­virkj­un­ar, í stöðu­upp­færslu sinni, sem mun taka gildi þann 1. nóv­em­ber næst­kom­andi. „Mun þessi eini samn­ingur hækka sam­kvæmt mínum útreikn­ingum raf­orku­verðið til Norð­ur­áls um 4 millj­arða á ári, til við­bótar þeim 12 til 15 millj­örðum sem fyr­ir­tækið er að greiða í dag. Það er ljóst að 4 millj­arða hækkun á raf­orku­verði á ári, mun kalla á gríð­ar­lega hag­ræð­ingu og nið­ur­skurð og ég ótt­ast inni­lega að það muni bitna á hags­munum og lífs­við­ur­væri minna félags­manna sem og á sam­drætti í verslun og þjón­ustu hér á Vest­ur­landi, enda eru fyr­ir­tækin á Grund­ar­tanga lífæð og fjöregg okkar Vest­lend­inga,“ skrifar hann.

Norðurál Mynd: Úr safni

Unnið mark­visst að því að slátra fyr­ir­tækjum í orku­frekum iðn­aði 

Vil­hjálmur seg­ist ekki fara í graf­götur um að hann telji að unnið sé mark­visst að því að slátra fyr­ir­tækjum í orku­frekum iðn­aði með þessum rekstr­ar­hækk­unum í kringum raf­ork­una og muni það bitna á lífs­við­ur­væri þús­unda fjöl­skyldna.

„Maður hlýtur að spyrja sig hvort Lands­virkjun og stjórn­völd séu mark­visst á þeirri veg­ferð að kippa öllum rekstr­ar­for­sendum undan fyr­ir­tækjum í orku­frekum iðn­aði og segja svo eftir ein­hver ár þegar fyr­ir­tækin gef­ast upp eitt af öðru og til­kynna um lokun að nú verði að leggja sæstreng til Íslands í hvelli því það sé til svo mikið af umframorku ónotað í kerf­in­u.“

Áhyggjur lúta ekki að eig­endum fyr­ir­tækj­anna

Vil­hjálmur tekur það fram að þessar ábend­ingar og áhyggjur hans lúti að hags­munum félags­manna hans en alls ekki að eig­endum þess­ara fyr­ir­tækja. Hann segir að sagan kenni fólki það að þegar svo gríð­ar­legur kostn­að­ar­auki er lagður á fyr­ir­tæki þá muni það bitna á atvinnu­ör­yggi, ekki bara hjá þeim starfs­mönnum sem starfa beint hjá þessum fyr­ir­tækjum heldur einnig hjá þeim hund­ruðum starfs­manna sem starfa hjá verk­tökum og þjón­ustu­fyr­ir­tækjum og þjón­usta fyr­ir­tæki í orku­frekum iðn­aði.

„Að sjálf­sögðu er ekk­ert eðli­legra en að orku­frekur iðn­aður greiði sann­gjarnt verð fyrir ork­una öllu sam­fé­lag­inu til góða, en það má hins vegar ekki vera þannig að Lands­virkjun geti í ljósi algerrar ein­ok­unar stillt fyr­ir­tækjum upp með þeim hætti að öll fram­legð þeirra sé kippt í burtu sem leiðir til þess að atvinnu­ör­yggi þús­und starfs­manna í þessum geira er stefnt í voða,“ skrifar hann.

Það er óhætt að segja að afkomu­tölur hjá Lands­virkjun fyrstu 6 mán­uð­ina séu glæsi­leg­ar, en hagn­aður nam 8,4 millj­örðum á...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Tues­day, Aug­ust 20, 2019


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent