Landsvirkjun slær til baka - Norðurál beitir öllum aðferðum til lækka orkuverð

Hörður Arnarson
Auglýsing

Það átta sig kannski ekki allir á því en um þessar mundir stendur yfir gríðarlega hörð barátta um afnot að sjálfbærum orkuauðlindum íslensku þjóðarinnar. Sú barátta er tilkomin vegna þess að raforkusamningur sem Norðurál, sem á og rekur álver á Grundartanga, gerði við Landsvirkjun seint á tíunda áratug síðustu aldar rennur út árið 2019 og verið er að reyna að endursemja um hann. Gildandi samningur þykir í flestum samanburði slakur fyrir Landsvirkjun, og þar af leiðandi íslensku þjóðina sem á fyrirtækið, sem litast að einhverju leyti af þeim aðstæðum sem voru fyrir orkusölu hérlendis þegar hann var gerður. Þá voru einfaldlega ekki margir að berjast um hana. Markaðurinn var kaupendamarkaður og þeir settu skilyrðin. Ísland þurfti fyrst og síðast að taka ákvörðun um hvort svaravert væri að aðlaga sig að þeim.

Nú vill Landsvirkjun hins vegar fá hærra verð fyrir orkuna sem knýr áfram álverið. Hið lága verð hefur enda skilað eiganda Norðuráls, Century Aluminum, og eiganda Century, hrávörurisanum Glencore, gríðarlegum arði frá því að hann var gerður. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, hefur sagt að núgildandi samningur sé „einn af ódýrustu gildandi orkusölusamningum til álvera í heiminum í dag“.  

Á fundi sem Landsvirkjun boðaði til með blaðamönnum í dag var augljóst á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að hann var eindregið þeirrar skoðunar að verðið til Landsvirkjunar þyrfti að hækka umtalsvert. Og í máli hans kom skýrt fram að hann teldi Norðurál, og eigendur þess, vera að beita öllum mögulegum meðulum til að halda verðinu til sín sem lægstu.

Auglýsing

Norðurál beitir öllum aðferðum til að lækka verðið

Fundurinn var viðbragð við þeirri umræðu sem hefur verið að undanförnu um raforkusamning Landsvirkjunar við Rio Tinto-Alcan, raforkuverð til stóriðju og skrifa verkalýðsforingjans Vilhjálms Birgissonar frá Akranesi, sem hefur gagnrýnt Landsvirkjun harðlega í pistlaskrifum fyrir að vilja ekki selja stóriðjufyrirtækjum á Grundartanga, þar sem margir skjólstæðingar hans starfa, orku á verði sem fyrirtækið telur allt of lágt.

Hörður sagði á fundinum að það væri mikilvægt að þjóðin gerði sér grein fyrir því hversu mikil verðmæti væri í þeirri frábæru vöru sem endurnýtanleg orka væri. Það væru verðmæti sem myndu bara aukast og eftirspurn eftir henni nú væri umtalsvert meiri en framboðið. Raforkusamningar Landsvirkjunar væru á meðal stærstu samninga sem gerðir væru í íslensku viðskiptalífi og virði þeirra á tíu ára tímabili væri samanlagt um 500 til 600 milljarðar króna. Það væri sambærilegt verðmæti og ríkið sé að fá út úr samningum við kröfuhafa föllnu bankanna þriggja um þessar mundir.

Hann snéri sér síðan að þeim endursamningum sem eru í gangi gagnvart Norðuráli og skóf ekkert undan í lýsingu á skoðun sinni á aðstæðum. Hörður sagði að umræða um raforkusamning Landsvirkjunar og Rio Tinto-Alcan hafa verið dregna inn í þá kjaradeilu sem þar stendur yfir af öðrum en deiluaðilum. Aðspurður um hverjir það væri sagði Hörður: „Stjórnendur Norðuráls, þeir telja að þetta styðji þeirra málstað. Þegar þú ert að semja um tugmilljarða hagsmuni þá beita aðilar öllum aðferðum til þess að styrkja sinn málstað. Það er ekkert óeðlilegt. Hvort þeir séu að ganga lengra núna en áður verða kannski aðrir að meta, en ég tel þessa tengingu mjög óheppilega og mér finnst hún mjög ósanngjörn gagnvart Rio Tinto.“

Meiri eftirspurn en framboð

Aðspurður um hvað það væru sem stjórnendur Norðuráls væri að gera sagði Hörður það vera ljóst, og fullkomlega eðlilegt, að þeir færu víða í samfélaginu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Auk þess sagði Hörður: „Það er hins vegar alveg rétt að það hafa komið upp hópar manna sem hafa áður ekki tengst orkuumræðu inn í umræðuna. Þeir hafa verið kynntir í viðtölum sem ráðgjafar Norðuráls.“

Viðar Garðarsson.Þessi hópur sem Hörður talar um er leiddur af manni sem heitir Viðar Garðarsson, viðskiptafræðingi og markaðsráðgjafa, sem blandað hefur sér af miklu afli í umræður um orkumál að undanförnu. Viðar er á meðal þeirra sem heldur úti vettvangnum „Auðlindirnar okkar“ á Facebook, nýstofnaða vefmiðlinum Veggnum og skrifar pistla á vef mbl.is. Í skrifum Viðars og annarra á þessum síðum er talað fyrir lægra orkuverði til stóriðju, lengri orkusölusamningum og gegn lagningu sæstrengs til Bretlands. Þá var Viðar til viðtals í fréttum Stöðvar 2 í byrjun desember. Í kynningu þeirrar fréttar kom fram að Viðar hafi unnið fyrir Norðurál. Í þeirri frétt sagði Viðar að hótun Rio Tinto um að loka álverinu í Straumsvík hafi verið sett fram vegna þungs reksturs, sem megi rekja til of hás orkuverðs.

Hörður sagði þennan hóp og skrif þeirra ekki trufla Landsvirkjun mikið og að samningsviðræður við Norðurál stæðu yfir þrátt þessa stöðu. Þær væru alls ekki í uppnámi. „En það er tekist á.“

Jafnvel þótt að ekki myndi semjast við Norðurál um áframhaldandi kaup á orku væri engin skortur á öðrum áhugasömum kaupendum. Það væri mikill áhugi frá aðilum í kísiliðnaði, sem reka gagnaver og öðrum blönduðum iðnaði fyrir því að kaupa orku frá Landsvirkjun auk þess sem heildsölumarkaður væri alltaf að vaxa. Því væri meiri eftirspurn en framboð. 

Segist hugsi yfir skrifum Vilhjálms Birgissonar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur sett fram harða gagnrýni á Landsvirkjun á undanförnum dögum vegna þess að fyrirtækið vildi ekki semja við járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga og vegna þess að ekki er búið að ganga frá samningum við Norðurál, sem rekur álver á sama stað. Vilhjálmur hefur áhyggjur af því að forsvarsmenn Landsvirkjunnar „ átti sig ekki á því að raforkuverð í heiminum hefur hríðfallið á undanförnum árum og misserum og því eru samkeppnisskilyrði hér á landi að verða mun bágbornari heldur en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. [...]Það er mikilvægt að menn átti sig á því að ef Landsvirkjun horfir ekki á þessar staðreyndir þá eru umtalsverðar líkur á því að þúsundir starfa í stóriðjum muni tapast á næstu árum.“ Þessi gagnrýni er mjög í takt við þá sem Viðar og fleiri kollegar hans hafa sett fram, en Landsvirkjun segir að sé ekki í neinum takti við raunveruleikann.

Hörður sagði til að mynda alrangt að Landsvirkjun væri ekki að bjóða samkeppnishæf kjör. „Það er mikil eftirspurn. Væri hún til staðar ef þetta væri rétt? Svarið við því er auðvitað nei.“

Hann sagðist hugsi yfir skrifum Vilhjálms og hvaðan þær upplýsingar sem hann leggi út frá komi. „Ég hef ekki trú á að þær upplýsingar komi frá honum sjálfum. Ég tel að þessar upplýsingar sem Vilhjálmur Birgisson vitnar til komi frá fyrirtækinu [Norðuráli]. Þær upplýsingar eru í sumum tilvikum rangar og í öðrum tilfellum mjög villandi.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None