Heilbrigðisstarfsmenn áhyggjufullir yfir því að sjúklingar fari til útlanda

landspítali lsh kvennadeild
Auglýsing

Land­lækn­is­emb­ættið segir að stjórn­völd ættu frekar að setja fjár­magn í að stytta biðlista eftir aðgerðum hér á landi en að veita fé til heil­brigð­is­þjón­ustu í öðrum lönd­um, eins og til stendur að gera með frum­varpi að lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu yfir landa­mæri. Það þurfi að kapp­kosta að standa vörð um og efla heil­brigð­is­kerfið á Íslandi, enda sér þar þekk­ing, sér­hæf­ing og þjálfun fyrir hendi til að veita Íslend­ingum þá þjón­ustu sem þeir þurfa. Þetta kemur fram í umsögn emb­ætt­is­ins um frum­varp­ið, sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra hefur lagt fram á Alþing­i. 

Frum­varpið byggir á Evr­óputil­skipun og mark­miðið er að greiða fyrir aðgengi að öruggri hágæða­heil­brigð­is­þjón­ustu yfir landa­mæri, tryggja frjálst flæði sjúk­linga innan sam­bands­ins og stuðla að sam­vinnu um heil­brigð­is­þjón­ustu á milli aðild­ar­ríkja. Með frum­varp­inu er ætl­unin að sjúkra­tryggt fólk á Íslandi geti leitað heil­brigð­is­þjón­ustu í öðru EES-­ríki og Sjúkra­trygg­ingar Íslands greiði fyrir þjón­ust­una líkt og hún væri veitt á Íslandi, það er að því marki sem borgað er fyrir þjón­ust­una hér á land­i. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður ekki gerð krafa um það að fólk fái sam­þykki áður en það fer héðan og fær heil­brigð­is­þjón­ustu í öðru landi. Ríkjum er samt heim­ilt að tak­marka end­ur­greiðslu kostn­aðar á grund­velli almanna­hags­muna, en þau mega líka ákveða að end­ur­greiða kostnað umfram það sem borgað væri á Íslandi. Sam­hliða þessum breyt­ingum verða líka breyt­ingar á lyf­seðlum og skömmtun og afgreiðslu lyfja og lækn­inga­tækja, sem verður þá hægt að nálg­ast í öðrum EES-­ríkj­u­m. 

Auglýsing

Flestir umsagn­ar­að­ilar eru jákvæðir í garð þess að Íslend­ingar geti sótt sér þjón­ustu erlendis með auð­veld­ari hætti, en vilja tryggja að íslenskt heil­brigð­is­kerfi verði sett í for­gang og fái að veita þjón­ustu sem hægt er að veita, svo að fólk fari ekki unn­vörpum erlend­is. 

Starfsmenn á Landspítalanum. Forstjórinn hefur áhyggjur af því að sérhæfing gæti skerst með frumvarpinu.

Ættu að líta sér nær fyrst og fækka á biðlistum

Sjúkra­trygg­ingar Íslands eiga að vera tengiliður fólks sem vill fá upp­lýs­ingar um heil­brigð­is­þjón­ustu í öðru landi. Stofn­unin seg­ist reiðu­búin til þess í sinni umsögn, svo fram­ar­lega sem nægj­an­legt fjár­magn fásti til þess. Sama má segja um alla umsýslu við þessar breyt­ing­ar. Þær muni kalla á tölu­verða vinnu og kostnað hjá Sjúkra­trygg­ing­um. 

Stofn­unin bendir líka á það að stjórn­völd ættu að skoða magnsamn­inga sína við þjón­ustu­veit­endur áður en til­skip­unin verður inn­leidd á Íslandi. Til dæmis hafi ríkið ákveðið að greiða bara fyrir til­tek­inn fjölda auga­steins­að­gerða á hverju ári þrátt fyrir að læknar geti vel gert fleiri aðgerð­ir. Biðlistar séu orðnir mjög langir eftir þessum aðgerðum en það væri „mjög sér­stakt ef sjúk­lingar gætu leitað til útlanda og fengið end­ur­greiðslu á kostn­að­inum en ekki ef þeir leit­uðu til lækna hér á land­i.“ 

Truflar for­gangs­röðun í fjársveltu heil­brigð­is­kerfi 

Land­lækn­is­emb­ættið lýsir í sinni umsögn yfir áhyggjum af því að hægt verði að sækja sér lækn­is­þjón­ustu í útlöndum án þess að fá fyr­ir­fram­sam­þykki og án eft­ir­lits. Þetta skapi hættu á því að fé verði sett í heil­brigð­is­þjón­ustu sem sé ekki þörf á að setja í for­gang. Eins og staðan er í íslensku heil­brigð­is­kerfi núna, þar sem tak­markað fé fer í þjón­ust­una, sé for­gangs­röðun fjár­magns mik­il­væg svo að tryggt sé að þeir sem mest þurfa á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda fái hana. 

Ef stjórn­völd myndu veita fjár­magni í það að stytta biðlista hér á landi væri hægt að spara þann auka kostnað sem Sjúkra­trygg­ingar hafa áhyggjur af að verði til þar á bæ vegna auk­innar umsýslu. 

„Heil­brigð­is­kerf­ið hefur gengið í gegnum erf­ið­leika sem tengj­ast efna­hags­hrun­inu og einnig verk­föllum ýmissa heil­brigð­is­stétta sem stóðu yfir í heilt ár með hlé­um. Rekja má leng­ingu biðlista eftir ýmsum­ ­skurð­að­gerðum m.a. til þess­ara þátta,“ segir land­lækn­is­emb­ætt­ið, sem hefur sett við­mið um að bið­tími eftir aðgerðum og annarri til­tek­inni þjón­ustu eigi ekki að vera meira en 90 dag­ar. Hins vegar séu nú á biðlistum tæp­lega 5.000 manns sem hafi beðið lengur en 90 daga eftir aðgerð­um. „Leiða má líkum að því að ein­hverjir þess­ara ein­stak­linga sem bíða munu kjósa að fara erlendis ef biðin er styttri þar.“ Sjúk­lingar vilja þjón­ustu á Íslandi 

Lækna­fé­lag Íslands tekur í sama streng og Land­lækn­is­emb­ættið og vill að settar verði for­gangs­reglur og íslensk heil­brigð­is­þjón­usta verði efld til þess að draga úr líkum á því að sjúk­lingar þurfi að leita til ann­arra landa eftir heil­brigð­is­þjón­ustu. „Það ­getur verið sjúk­lingum mik­il­vægt að greitt sé fyrir aðgengi að ör­uggri hágæða­heil­brigð­is­þjón­ustu yfir landa­mæri, tryggja frjálst flæði sjúk­linga innan EES og stuðla að sam­vinnu um heil­brigð­is­þjón­ustu. LÍ telur þó að sjúk­lingum sé ­mik­il­væg­ast að eiga greiðan aðgang að slíkri þjón­ustu hér á landi. LÍ full­yrðir að það sé vilji flestra sjúk­linga njóta ör­uggrar hágæða­heil­brigð­is­þjón­ustu á ísland­i.“

Undir það tekur land­læknir einnig, og segir að kann­anir hafi verið gerðar meðal sjúk­linga sem sýni fram á að þeir kjósi miklu frekar að fá þjón­ustu á Íslandi en ann­ars stað­ar. Það sé líka óhag­ræði og fylgi auk­inn kostn­aður að þurfa að fara erlend­is. 

Hættu­legt fyrir sér­hæf­ingu 

Fyrir utan það að heil­brigð­is­þjón­ustan á Íslandi þurfi hrein­lega ákveð­inn lág­marks­fjölda sjúk­linga til að standa undir sér og við­halda þekk­ingu, sér­hæf­ingu og þjálfun heil­brigð­is­starfs­manna. Ef sjúk­lingar fara í miklum mæli og sækja sér þjón­ustu í útlöndum muni það lík­lega hafa slæm áhrif á við­hald og færni heil­brigð­is­starfs­manna, og þar með á gæði og öryggi sjúk­linga. Það muni líka hafa í för með sér að ennþá fleiri heil­brigð­is­starfs­menn kjósi að vinna í útlönd­um. Land­spít­al­inn bendir einnig á þetta og segir að allar fjár­fest­ingar á spít­al­anum í tækj­um, bún­aði og mann­skap krefj­ist lág­marks­fjölda sjúk­linga. „Ísland er lítið land og til að við­halda fæmi og hámarka nýt­ing­u fjár­fest­inga er brýnt að halda sem mestum verk­efnum inn­an­lands nema öryggi sjúk­linga liggi við eða skýr fjár­hags­legur ávinn­ingur sé af því að þjón­usta sé veitt erlend­is,“ skrifar Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, um mál­ið. Ef fólk fari í miklum mæli til ann­arra landa sé því hætta á að sér­hæf­ing skerð­ist og þá muni fram­boð á heil­brigð­is­þjón­ustu minnka á Íslandi, sem myndi ógna öryggi allra. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None