Bankastjóri sagði Norðurál ætla að „eyðileggja" Orkubloggara

Norðurál
Auglýsing

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum sem hefur haldið úti Orkublogginu um langt skeið, segir í nýrri færslu að bankastjóri í íslenska bankakerfinu hefði haft samband við sig og varað sig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn hans málflutningi. Fyrirtækið væri að reyna að ráða almannatengla til verksins og bankastjórinn bætti við: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“.

Ketill hefur fjallað ötullega um kosti lagningar sæstrengs og það lága orkuverð sem erlend stóriðjufyrirtæki greiða fyrir orku á Íslandi. Hann hefur háð marga ritdeiluna við forsvarsmenn þeirra stóriðjufyrirtækja á Íslandi, meðal annars þá sem stýra málum hjá Norðuráli, sem rekur álver á Grundartanga og hefur stefnt að byggingu álvers í Helguvík. 

Í nýjustu færslu sinni, sem jafnframt er kveðjufærsla á blogginu, segir Ketill frá því að Norðurál hafi reynt ýmislegt til að hafa áhrif á hann í gegnum tíðina. Meðal annars hafi Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, sent honum tölvupóst um á árinu 2013 til að reyna að fá hann til að vinna fyrir sig verkefni, í kjölfar þess að Ketill hafði gagnrýnt orkusölu til álvera í fréttaskýringaþætti á RÚV. Allt í einu vildi álfyrirtækið fá mig til að útvega því upplýsingar. M.ö.o. að vinna fyrir sig verkefni," segir Ketill í færslunni. Hægt er að lesa umræddan tölvupóst hér.

Auglýsing

Síðan segir hann: Það var athyglisvert að um mitt ár 2014 hafði samband við mig þaulreyndur framkvæmdastjóri hjá einu af stærstu íslensku fjármálafyrirtækjunum. Og sagði mér að forstjóri Norðuráls væri að hringja í stjórnendur fyrirtækisins og kvarta yfir samstarfi þeirra við mig. Þetta þótti mér auðvitað merkilegt, enda nokkuð undarlegt að fyrirtæki úti í bæ sé að skipta sér af einstaklingum með þessum hætti.

Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“.

Þetta þótti mér líka fróðlegt að heyra. Því með þessu fékk ég í reynd staðfest að ég var að birta upplýsingar sem stóriðjan vill ekki að almenningur viti af. Hér er líka vert að minna á blekkingaleikinn sem átti sér stað árið 2009 og sýnir vel hversu sterkur áróður stóriðjunnar er. En nú var sem sagt orðið augljóst að ég var orðinn upplýsingabrunnur sem stóriðjan vildi kæfa."

Ruglukollar spretta fram með áróðursskrif

Ketill segir svo að miðað við ruglukollanna" sem sprottið hefðu fram í kjölfarið með áróðursskrif fyrir stóriðju og gegn sæstreng virðist Norðuráli hafa gengið hálf illa að fá fagfólk til verksins. Þar á hann við hóp sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ræddi einnig um á fordæmalausum blaðamannafundi sem hann hélt í desember síðastliðnum þar sem kom skýrt fram í máli hans að hann teldi Norðurál, og eigendur þess, vera að beita öllum mögulegum meðulum til að halda orkuverði til sín sem lægstu. Auk þess sagði Hörður: „Það er hins vegar alveg rétt að það hafa komið upp hópar manna sem hafa áður ekki tengst orkuumræðu inn í umræðuna. Þeir hafa verið kynntir í viðtölum sem ráðgjafar Norðuráls.“

Þessi hópur sem Hörður talar um er leiddur af manni sem heitir Viðar Garðarsson, viðskiptafræðingi og markaðsráðgjafa, sem blandað hefur sér af miklu afli í umræður um orkumál að undanförnu. Viðar er á meðal þeirra sem heldur úti vettvangnum „Auðlindirnar okkar“ á Facebook, vefmiðlinum Veggnum og skrifar pistla á vef mbl.is. Í skrifum Viðars og annarra á þessum síðum er talað fyrir lægra orkuverði til stóriðju, lengri orkusölusamningum og gegn lagningu sæstrengs til Bretlands. Þá var Viðar til viðtals í fréttum Stöðvar 2 í byrjun desember 2015. Í kynningu þeirrar fréttar kom fram að Viðar hafi unnið fyrir Norðurál. Í þeirri frétt sagði Viðar að hótun Rio Tinto um að loka álverinu í Straumsvík í tengslum við vinnudeilu sem þar hefur geisað hafi verið sett fram vegna þungs reksturs, sem megi rekja til of hás orkuverðs.

Hörður sagði þennan hóp og skrif þeirra ekki trufla Landsvirkjun mikið og að samningsviðræður við Norðurál stæðu yfir þrátt þessa stöðu. Þær væru alls ekki í uppnámi. „En það er tekist á.“

Yfirburðarstaða stóriðju gagnvart einstaklingi

Ketill segir í færslu sinni í dag að það væri þó þannig að það virðist þrífast mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum á Íslandi. Hann hafi því ákveðið að draga sig í hlé frá umfjöllun um þau, og hætta skrifum á Orkublogginu,  enda séu þessi útlendu stóriðjufyrirtæki „með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd. Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðarstöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja."

Þess í stað hyggst hann nú alfarið einbeita sér að alþjóðlegri ráðgjöf á sviði orkumála. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None