Jakob segir sig úr stjórn Arion banka

Breytingar verða á stjórn Arion banka eftir að Jakob Már Ásmundsson sagði sig úr stjórn bankans vegna óæskilegrar hegðunar.

Jakob Már Ásmundsson
Jakob Már Ásmundsson
Auglýsing

Jakob Már Ásmundsson hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka vegna óæskilegrar hegðunar af hans hálfu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. 

Í bréfi sem Jakob sendi til stjórnar Arion banka segir að síðastliðinn fimmtudag hafi komið upp atvik í gleðskap á vegum bankans, þar sem hann drakk of mikið áfengi og fór yfir strikið í samskiptum hans við starfsmenn og viðskiptavini. „Þar sagði ég hluti sem eru mér ekki samboðnir og kvartað var yfir. Ég sé mikið eftir þessu og vil axla ábyrgð á gjörðum mínum með því að segja mig úr stjórninni. Bankinn er í söluferli þar sem mikilvægt er að vel takist til,“ segir Jakob. 

Í viðvæmu söluferli

Arion banki er sem stendur í söluferli og til stendur að skrá bankann á markað. Útboðið mun eiga sér stað á Íslandi og í Svíþjóð og verður haldið fyrir lok júní. Hræringar í kringum eignarhald á Arion banka hafa verið mikið til umfjöllunar á undanförnum árum og vakið upp umtalsverða tortryggni, meðal annars á meðal stjórnmálamanna. 

Auglýsing
Í dag er eignarhald Arion banka því þannig að Kaupþing á 55,57 prósent hlut, Attestor Capital á 12,44 prósent, Taconic Capital á 9,99 prósent, Och-Ziff Capital á 6,58 prósent og Goldman Sachs á 3,37 prósent. Arion banki á auk þess 9,5 prósent hlut í sjálfum sér.

Ætla að auka arðsemi mikið

Síðasta uppgjör Arion banka þótti ekki mjög gott. Hagn­aður sam­stæðu bankans á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018 nam 1,9 millj­örðum króna sam­an­borið við 3,4 millj­arða króna á sama tíma­bili 2017. Arð­semi eigin fjár var aðeins 3,6 prósent sam­an­borið við 6,3 prósent fyrir sama tíma­bil árið 2017, en þetta telst lágt í alþjóð­legum sam­an­burð­i.

Í tilkynningu sem birt vegna söluferlis bankans um miðjan maí sagði að markmið Arion banka sé að vera með arðsemi eigin fjár sem sé yfir tíu prósent. Til að ná því er líklegt að breyta þurfi fjármögnun bankans mjög með því að greiða út eigin fé og sækja víkjandi lán (sett markmið er að minnka eiginfjárhlutfall úr 23,6 prósent í 17 prósent), minnka rekstrarkostnað umtalsvert (kostnaðarhlutfall er nú 70,8 prósent en sett markmið er að ná því undir 50 prósent) t.d. með því að fækka starfsfólki og ná hóflegum vexti í útlánum sem sé í takti við vöxt í þjóðarframleiðslu á Íslandi í nánustu framtíð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent