Norðurál greiðir minnst fyrir raforkuna en álverið í Straumsvík mest

14357008609_02a6087907_z.jpg
Auglýsing

Norð­urál greiðir lægsta raf­orku­verðið til Lands­virkj­unar af álf­ram­leið­endum á Íslandi, raf­orku­verð til Fjarð­ar­áls er aðeins hærra og hæst er raf­orku­verðið til álvers­ins í Straums­vík sem Rio Tinto Alcan rek­ur. Er þetta nið­ur­staða athug­unar Ket­ils Sig­ur­jóns­sonar sem haldið hefur úti Orku­blogg­inu um langt skeið. Norð­urál er rekið af Cent­ury Alu­minium og Fjarð­arál er rekið af Alcoa.

Ket­ill birti í gær ítar­lega grein um raf­orku­verð Lands­virkj­unar til álver­anna þriggja á árunum 2005 til 2014. Í grein­inni segir að mjög lágt raf­orku­verð til Norð­ur­áls og Fjarð­ar­áls valdi því að með­al­verð raf­orku til álvera á íslandi sé með því allra lægsta í heim­in­um. Ástæða þess að raf­orku­verðið sé hæst til álvers­ins í Straums­vík er nýr raf­orku­samn­ingur frá árinu 2010. Hann er ólíkur hinum samn­ing­unum sem gerðir hafa verið við álf­ram­leið­endur því verðið fyrir raf­orku er ekki tengt álverði heldur banda­rískri neyslu­vísi­tölu. „Raf­orku­verðið til Straums­víkur (RTA) er líka fremur hóg­vært. Og er t.d. tals­vert mikið lægra en með­al­verð raf­orku til álvera í Banda­ríkj­unum og er álíka eins og ­með­al­verð á raf­orku til álvera í Afr­ík­u,“ segir Ket­ill einnig í færsl­unni.

Auglýsing


Raforkuverð álveranna 2005 til 2014Grafið hér að ofan er birt á Orku­blogg­inu og sýnir með­al­verð Lands­virkj­unar á raf­orku til hvers og eins álver­anna á tíma­bil­inu 2005 til 2014. „Á graf­in­u er í öllum til­vikum sýnt með­al­verð yfir hvert ár. Öll raf­orku­verð sem þarna eru sýnd og fjallað er um í þess­ari grein eru með flutn­ing­i.“ segir í grein­inni. Þar sést að álverið í Straums­vík greiðir hæsta raf­orku­verðið og nálg­ast 35 doll­ara fyrir hverja megawatts­stund (MWst). „Árið 2014 greiddi Straums­vík verð sem var tæp­lega 45% hærra en orku­verðið sem Fjarðaál greiddi og nálægt 60% hærra verð en álver Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga greiddi.Með­al­verð Lands­virkj­unar á hverri seldri MWst til álvera á Íslandi þetta sama ár (2014) var rétt rúm­lega 26 USD. Sam­bæri­legt verð til álvera í Afr­íku það ár var um 30% hærra,“ segir í grein­inni.Ket­ill segir tvær meg­in­skýr­ingar á því hvers vegna með­al­verð á raf­orku til álvera á Íslandi er ennþá lágt í alþjóð­legum sam­an­burði. Helsta skýr­ingin sé risa­samn­ingur sem gerður var við Alcoa (Fjarða­ál) árið 2003, þegar samið var um verð tölu­vert langt undir með­al­verði á raf­orku til álvera á þeim tíma. „Hin skýr­ingin á umræddu lágu með­al­verði hér er sú að raf­orku­samn­ingar við Cent­ury Alu­m­inum (Norð­ur­ál) draga með­al­verðið hér líka niður (samn­ingur Lands­virkj­unar við Cent­ury er tví­skiptur og er ann­ars vegar frá 1997 og hins vegar frá 1999, en að auki eru HS Orka og OR/ON að selja raf­orku til Cent­ury). Eins og áður sagði, þá nýtur Norð­urál (Cent­ury) lægsta raforku­verðs­ins af álver­unum hér. Það eru sem sagt einkum raf­orku­samn­ing­arnir við þessi tvö álfyr­ir­tæki, Alcoa og Cent­ury, sem draga með­al­verðið hér ansið lang­t ­nið­ur.Það er athygl­is­vert að samn­ingur Lands­virkj­unar við Alcoa hljóð­aði upp á svo til sama raf­orku­verð eins og kveðið er á um í samn­ingi Lands­virkj­unar við Cent­ury 1997/1999 - að teknu til­liti til breyt­inga á banda­rískri neyslu­vísi­tölu (CPI). Þegar litið er til ann­arra orku­samn­inga sem gerðir voru við ný álver upp úr alda­mót­unum sést að þessi samn­ingur Alcoa frá 2003 er fyr­ir­tæk­inu óvenju hag­stæð­ur. Og mögu­lega tryggir hann að Alcoa sé þarna með í sínum höndum ein­hverja eft­ir­sótt­ustu fram­leiðslu­ein­ing­una í álbrans­anum öll­u­m.“Ket­ill segir upp­lýs­ing­arnar sem fram koma í grein­inni um raf­orku­verð byggja á fjöl­mörgum gögnum úr ólíkum átt­um. „Þar má nefna árs­skýrslur og árs­reikn­inga við­kom­andi fyr­ir­tækja, álit Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) og skýrsl­ur er­lendra grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækja. Sum þess­ara gagna eru opin­ber, en önnur ekki. Í sumum til­vikum byggi ég á skýrslum sem lík­lega voru aldrei ætl­aðar til opin­berrar birt­ing­ar. Því þær eru sumar kyrfi­lega merktar sem trún­að­ar­mál. En eru engu að síður aðgengi­legar hverjum þeim sem leitar eftir þeim. ­Sam­an­burður á öllum þessum gögnum sýnir mjög gott sam­ræmi, sem bendir til þess að þær álykt­anir sem ég hef dregið um raf­orku­verðið séu ekki bara góð nálgun við hið raun­veru­lega samn­ings­verð, heldur afar ­ná­kvæm­ar.“Grein­ina á Orku­blogg­inu má lesa í heild hér.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None