Landsvirkjun og Norðurál á Grundartanga ná samkomulagi

Raforkuverð Landsvirkjunar til Norðuráls verður ekki lengur tengt álverði, heldur alþjóðlegu markaðsverði Nord Pool. Landsvirkjun og Norðurál hafa nú náð samkomulagi um raforkuverð eftir langar deilur.

Norðurál
Auglýsing

Lands­virkjun og Norð­urál Grund­ar­tangi ehf. hafa náð sam­komu­lagi um að end­ur­nýja raf­orku­samn­ing fyr­ir­tækj­anna fyrir 161 MW á kjörum sem end­ur­spegla raf­orku­verð á mörk­uð­um. End­ur­nýj­aður samn­ingur er tengdur við mark­aðs­verð raf­orku á Nord Pool raf­orku­mark­aðnum og kemur það í stað álverðsteng­ingar í gild­andi samn­ingi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un. 

Hinn end­ur­nýj­aði samn­ingur er til fjög­urra ára og hljóðar upp á 161 MW sem er nærri þriðj­ungur af orku­þörf álvers Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga. End­ur­nýj­aður samn­ingur tekur gildi í nóv­em­ber 2019 og gildir til loka árs 2023. Núgild­andi samn­ingur verður áfram í gildi til loka októ­ber 2019.

Deila Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls hefur staðið í nokkurn tíma. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur gagn­rýnt Norð­urál harð­lega fyrir að hafa reynt að beita öllum mögu­legum með­ulum til að halda orku­verði til sín sem lægst­u. 

Auglýsing

Stríðs­öxin grafin

Haft er eftir Herði í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar að þessi end­ur­nýj­aði samn­ingur tryggi áfram­hald­andi sam­keppn­is­hæfni beggja aðila. „Hann er afrakstur mik­illar vinnu sem styrkt hefur við­skipta­sam­band aðila og skiln­ing þeirra á aðstæðum hvors ann­ars. Samn­ing­ur­inn er afar ánægju­legur áfangi í sam­starfi fyr­ir­tækj­anna sem á sér 20 ára far­sæla sög­u.“

Ragnar Guð­munds­son, for­stjóri Norð­ur­áls, segir einnig í til­kynn­ing­unni að Norð­urál sé ánægt með að hafa náð sam­komu­lagi um kjör á þess­ari fjög­urra ára fram­leng­ingu. „Lands­virkjun hefur verið góður og áreið­an­legur sam­starfs­að­ili okkar á Grund­ar­tanga frá upp­hafi.  Þessi samn­ingur er mik­il­væg und­ir­staða fyrir frek­ari þróun fram­leiðsl­unnar en við erum um þessar mundir að skoða fjár­fest­ingu í nýjum steypu­skála á Grund­ar­tanga sem mun auka veru­lega fjöl­breyti­leika í vöru­fram­boði okk­ar.“

Samn­ings­drögin hafa verið send Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, til for­skoð­un­ar. Að henni lok­inni er áformað að ljúka frá­gangi samn­ings­ins og senda hann til form­legrar og end­an­legrar sam­þykktar hjá ESA.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None