Landsvirkjun og Norðurál á Grundartanga ná samkomulagi

Raforkuverð Landsvirkjunar til Norðuráls verður ekki lengur tengt álverði, heldur alþjóðlegu markaðsverði Nord Pool. Landsvirkjun og Norðurál hafa nú náð samkomulagi um raforkuverð eftir langar deilur.

Norðurál
Auglýsing

Lands­virkjun og Norð­urál Grund­ar­tangi ehf. hafa náð sam­komu­lagi um að end­ur­nýja raf­orku­samn­ing fyr­ir­tækj­anna fyrir 161 MW á kjörum sem end­ur­spegla raf­orku­verð á mörk­uð­um. End­ur­nýj­aður samn­ingur er tengdur við mark­aðs­verð raf­orku á Nord Pool raf­orku­mark­aðnum og kemur það í stað álverðsteng­ingar í gild­andi samn­ingi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un. 

Hinn end­ur­nýj­aði samn­ingur er til fjög­urra ára og hljóðar upp á 161 MW sem er nærri þriðj­ungur af orku­þörf álvers Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga. End­ur­nýj­aður samn­ingur tekur gildi í nóv­em­ber 2019 og gildir til loka árs 2023. Núgild­andi samn­ingur verður áfram í gildi til loka októ­ber 2019.

Deila Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls hefur staðið í nokkurn tíma. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur gagn­rýnt Norð­urál harð­lega fyrir að hafa reynt að beita öllum mögu­legum með­ulum til að halda orku­verði til sín sem lægst­u. 

Auglýsing

Stríðs­öxin grafin

Haft er eftir Herði í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar að þessi end­ur­nýj­aði samn­ingur tryggi áfram­hald­andi sam­keppn­is­hæfni beggja aðila. „Hann er afrakstur mik­illar vinnu sem styrkt hefur við­skipta­sam­band aðila og skiln­ing þeirra á aðstæðum hvors ann­ars. Samn­ing­ur­inn er afar ánægju­legur áfangi í sam­starfi fyr­ir­tækj­anna sem á sér 20 ára far­sæla sög­u.“

Ragnar Guð­munds­son, for­stjóri Norð­ur­áls, segir einnig í til­kynn­ing­unni að Norð­urál sé ánægt með að hafa náð sam­komu­lagi um kjör á þess­ari fjög­urra ára fram­leng­ingu. „Lands­virkjun hefur verið góður og áreið­an­legur sam­starfs­að­ili okkar á Grund­ar­tanga frá upp­hafi.  Þessi samn­ingur er mik­il­væg und­ir­staða fyrir frek­ari þróun fram­leiðsl­unnar en við erum um þessar mundir að skoða fjár­fest­ingu í nýjum steypu­skála á Grund­ar­tanga sem mun auka veru­lega fjöl­breyti­leika í vöru­fram­boði okk­ar.“

Samn­ings­drögin hafa verið send Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, til for­skoð­un­ar. Að henni lok­inni er áformað að ljúka frá­gangi samn­ings­ins og senda hann til form­legrar og end­an­legrar sam­þykktar hjá ESA.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None