Landsvirkjun og Norðurál á Grundartanga ná samkomulagi

Raforkuverð Landsvirkjunar til Norðuráls verður ekki lengur tengt álverði, heldur alþjóðlegu markaðsverði Nord Pool. Landsvirkjun og Norðurál hafa nú náð samkomulagi um raforkuverð eftir langar deilur.

Norðurál
Auglýsing

Lands­virkjun og Norð­urál Grund­ar­tangi ehf. hafa náð sam­komu­lagi um að end­ur­nýja raf­orku­samn­ing fyr­ir­tækj­anna fyrir 161 MW á kjörum sem end­ur­spegla raf­orku­verð á mörk­uð­um. End­ur­nýj­aður samn­ingur er tengdur við mark­aðs­verð raf­orku á Nord Pool raf­orku­mark­aðnum og kemur það í stað álverðsteng­ingar í gild­andi samn­ingi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un. 

Hinn end­ur­nýj­aði samn­ingur er til fjög­urra ára og hljóðar upp á 161 MW sem er nærri þriðj­ungur af orku­þörf álvers Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga. End­ur­nýj­aður samn­ingur tekur gildi í nóv­em­ber 2019 og gildir til loka árs 2023. Núgild­andi samn­ingur verður áfram í gildi til loka októ­ber 2019.

Deila Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls hefur staðið í nokkurn tíma. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur gagn­rýnt Norð­urál harð­lega fyrir að hafa reynt að beita öllum mögu­legum með­ulum til að halda orku­verði til sín sem lægst­u. 

Auglýsing

Stríðs­öxin grafin

Haft er eftir Herði í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar að þessi end­ur­nýj­aði samn­ingur tryggi áfram­hald­andi sam­keppn­is­hæfni beggja aðila. „Hann er afrakstur mik­illar vinnu sem styrkt hefur við­skipta­sam­band aðila og skiln­ing þeirra á aðstæðum hvors ann­ars. Samn­ing­ur­inn er afar ánægju­legur áfangi í sam­starfi fyr­ir­tækj­anna sem á sér 20 ára far­sæla sög­u.“

Ragnar Guð­munds­son, for­stjóri Norð­ur­áls, segir einnig í til­kynn­ing­unni að Norð­urál sé ánægt með að hafa náð sam­komu­lagi um kjör á þess­ari fjög­urra ára fram­leng­ingu. „Lands­virkjun hefur verið góður og áreið­an­legur sam­starfs­að­ili okkar á Grund­ar­tanga frá upp­hafi.  Þessi samn­ingur er mik­il­væg und­ir­staða fyrir frek­ari þróun fram­leiðsl­unnar en við erum um þessar mundir að skoða fjár­fest­ingu í nýjum steypu­skála á Grund­ar­tanga sem mun auka veru­lega fjöl­breyti­leika í vöru­fram­boði okk­ar.“

Samn­ings­drögin hafa verið send Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, til for­skoð­un­ar. Að henni lok­inni er áformað að ljúka frá­gangi samn­ings­ins og senda hann til form­legrar og end­an­legrar sam­þykktar hjá ESA.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 34. Þáttur: Hinn hugdjarfi Yoshitsune
Kjarninn 4. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 4. mars 2021
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None