Segir Vilhjálm Birgisson betur að sér í lýðskrumi en hann sjálfur

Þorsteinn Víglundsson segist stoltur bera lýðskrumstitil ef í honum felist að tala fyrir jafn augljósum hagsmunum Íslendinga og þeim að fá sem hæst verð fyrir raforku til stóriðju.

Vilhjálmur Birgisson og Þorsteinn Víglundsson
Vilhjálmur Birgisson og Þorsteinn Víglundsson
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, vara­for­maður Við­reisn­ar, segir það aug­ljósa hags­muni Íslend­inga að fá sem hæst verð fyrir þá raf­orku sem fram­leidd er hér­lend­is. Það sé senni­lega jafn ljós stað­reynd og að Ísland hafi ríka hags­muni af því að fá sem hæst verð fyrir sjáv­ar­af­urð­ir. Hann segir einnig að Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sé betur að sér í lýð­skrumi en hann sjálf­ur.

­Til­efnið er það að Vil­hjálmur ásak­aði Þor­stein og Við­reisn um lýð­skrum í grein sem birt­ist á Miðj­unni í gær vegna þess að Þor­steinn, sem er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Samáls og Sam­taka atvinnu­lífs­ins, hafi skrifað grein árið 2011 þar sem fram hafi komið að stór­iðja hafi staðið undir arð­semi Lands­virkj­un­ar. 

Vil­hjálmur taldi það lýð­skrum að Þor­steinn hefði sagt slíkt þá en væri nú þeirrar skoð­unar að Lands­virkjun ætti að fá sem mest fyrir þá raf­orku sem fyr­ir­tækið fram­leið­ir. Vil­hjálmur hefur ítrekað lýst því yfir und­an­farið að hann vilji að Lands­virkjun nið­ur­greiði störf í stór­iðju með því að selja slíkri raf­orku undir mark­aðsvirði. Ann­ars sé atvinnu­ör­yggi félags­manna hans, sem starfa við stór­iðju­verk­smiðjur Elkem og Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga, ógn­að. 

Stoltur af lýð­skrumi ef í því felst að tala fyrir hags­munum

Þor­steinn segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að hann skilji ekki hvernig sú ein­falda yfir­lýs­ing hans sem Vil­hjálmur vísi til feli í sér lýð­skrum „en játa um leið að Vil­hjálmur er auð­vitað tals­vert betur að sér í þeim fræðum en ég.“

Auglýsing
Þorsteinn segir ekk­ert í fyrri skrifum sínum ganga gegn nýlegum yfir­lýs­ingum sínum um að Íslend­ingar hafi hags­muni af því að fá sem hæst verð fyrir raf­orku til stór­iðju. „Stór­iðjan hefur staðið undir arð­semi Lands­virkj­unar und­an­farna ára­tugi. Það er aug­ljóst. Meira en 80% af raf­orku­sölu Lands­virkj­unar er til stór­iðju og fyr­ir­tækið með þeim arð­bær­ustu hér á landi. Eftir sem áður eru það aug­ljósir hags­munir okkar Íslend­inga að fyr­ir­tækið sæki eins hátt verð fyrir vöru sína og kaup­endur eru reiðu­búnir að greiða. Ég hef ekki miklar mætur á lýð­skrumi en ef það er lýð­skrum að mati Vil­hjálms Birg­is­sonar að ég tali fyrir jafn aug­ljósum hags­munum okkar Íslend­inga þá ber ég þann titil stoltur þetta skipt­ið.“

Vil­hjálmur Birg­is­son sakar mig um lýð­skrum með þvi að benda á þá aug­ljósu stað­reynd í við­tali í Bít­inu í vik­unni að...

Posted by Þor­steinn Viglunds­son on Thurs­day, Sept­em­ber 5, 2019

Vil­hjálmur deildi skrifum sínum af Miðj­unni í gær á Face­book og í stöðu­upp­færslu sem fylgdi með kall­aði hann eftir því að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, útskýrði fyr­ir  „starfs­mönnum álvers­ins í Straums­vík sem er nú í hennar heima­byggð og kjör­dæmi að frá því að nýr raf­orku­samn­ingur við Lands­virkj­unar var gerður í lok árs 2010 hefur fyr­ir­tækið verið rekið með tapi öll árin að und­an­skildu einu ári eða sem nemur 15 millj­arða tapi á 7 ára tíma­bili.

Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórn­mála­menn geta hagað sér, en eitt er víst að stefnt er mark­visst að því að ógna atvinnu­ör­yggi og lífs­af­komu þeirra sem tengj­ast orku­frekum iðn­aði með græðg­i­svæð­ingu Lands­virkj­un­ar.“

Ég sé það betur og betur að Við­reisn trónir á toppi lýð­skrums í íslensku sam­fé­lagi og kannski for­maður Við­reisn­ar...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Wed­nes­day, Sept­em­ber 4, 2019



Auð­lind­arentan myndi lenda hjá erlendum stór­fyr­ir­tækjum

Í kjöl­far þess að Vil­hjálmur hóf opin­bera bar­áttu sína fyrir nið­ur­greiðslu á raf­orku­verði orku­fyr­ir­tækis í rík­i­s­eigu til stór­iðju skrif­aði Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, grein á Kjarn­ann til að svara Vil­hjálmi. Þar sagði hann að verðið sem t.d. Elkem greiði sé enn undir með­al­kostn­að­ar­verði og veru­lea undir kostn­að­ar­verði síð­ustu virkj­ana Lands­virkj­un­ar. 

Það sjón­­­ar­mið að erlendum stór­­fyr­ir­tækjum væri veitt raf­­orka á óeðli­­lega lágu verði, líkt og Vil­hjálmur væri að kalla eft­ir, fæli í raun í sér kröfu um afsal þjóð­­ar­innar á fullum afrakstri orku­auð­linda Íslands. „Af­leið­ingin af því yrði sú að auð­lind­­arentan myndi lenda utan land­­stein­anna. Sem betur fer er rekstur þeirra öfl­­ugu erlendu stór­­fyr­ir­tækja sem hafa hér starf­­semi með þeim hætti að hann þolir að greiða Íslend­ingum alþjóð­­legt mark­aðs­verð á raf­­orku[...]

Það er því engin ástæða fyrir aðila, sem standa utan samn­ings­­sam­­bands fyr­ir­tækj­anna, að ger­­ast hags­muna­­gæslu­­menn alþjóð­­legra stór­iðju­­fyr­ir­tækja á opin­berum vett­vangi í samn­inga­við­ræðum við Lands­­virkjun um raf­­orku­verð. Þau eru full­­fær um að gæta sinna hags­muna sjálf.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent