Segir Vilhjálm Birgisson betur að sér í lýðskrumi en hann sjálfur

Þorsteinn Víglundsson segist stoltur bera lýðskrumstitil ef í honum felist að tala fyrir jafn augljósum hagsmunum Íslendinga og þeim að fá sem hæst verð fyrir raforku til stóriðju.

Vilhjálmur Birgisson og Þorsteinn Víglundsson
Vilhjálmur Birgisson og Þorsteinn Víglundsson
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, vara­for­maður Við­reisn­ar, segir það aug­ljósa hags­muni Íslend­inga að fá sem hæst verð fyrir þá raf­orku sem fram­leidd er hér­lend­is. Það sé senni­lega jafn ljós stað­reynd og að Ísland hafi ríka hags­muni af því að fá sem hæst verð fyrir sjáv­ar­af­urð­ir. Hann segir einnig að Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sé betur að sér í lýð­skrumi en hann sjálf­ur.

­Til­efnið er það að Vil­hjálmur ásak­aði Þor­stein og Við­reisn um lýð­skrum í grein sem birt­ist á Miðj­unni í gær vegna þess að Þor­steinn, sem er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Samáls og Sam­taka atvinnu­lífs­ins, hafi skrifað grein árið 2011 þar sem fram hafi komið að stór­iðja hafi staðið undir arð­semi Lands­virkj­un­ar. 

Vil­hjálmur taldi það lýð­skrum að Þor­steinn hefði sagt slíkt þá en væri nú þeirrar skoð­unar að Lands­virkjun ætti að fá sem mest fyrir þá raf­orku sem fyr­ir­tækið fram­leið­ir. Vil­hjálmur hefur ítrekað lýst því yfir und­an­farið að hann vilji að Lands­virkjun nið­ur­greiði störf í stór­iðju með því að selja slíkri raf­orku undir mark­aðsvirði. Ann­ars sé atvinnu­ör­yggi félags­manna hans, sem starfa við stór­iðju­verk­smiðjur Elkem og Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga, ógn­að. 

Stoltur af lýð­skrumi ef í því felst að tala fyrir hags­munum

Þor­steinn segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að hann skilji ekki hvernig sú ein­falda yfir­lýs­ing hans sem Vil­hjálmur vísi til feli í sér lýð­skrum „en játa um leið að Vil­hjálmur er auð­vitað tals­vert betur að sér í þeim fræðum en ég.“

Auglýsing
Þorsteinn segir ekk­ert í fyrri skrifum sínum ganga gegn nýlegum yfir­lýs­ingum sínum um að Íslend­ingar hafi hags­muni af því að fá sem hæst verð fyrir raf­orku til stór­iðju. „Stór­iðjan hefur staðið undir arð­semi Lands­virkj­unar und­an­farna ára­tugi. Það er aug­ljóst. Meira en 80% af raf­orku­sölu Lands­virkj­unar er til stór­iðju og fyr­ir­tækið með þeim arð­bær­ustu hér á landi. Eftir sem áður eru það aug­ljósir hags­munir okkar Íslend­inga að fyr­ir­tækið sæki eins hátt verð fyrir vöru sína og kaup­endur eru reiðu­búnir að greiða. Ég hef ekki miklar mætur á lýð­skrumi en ef það er lýð­skrum að mati Vil­hjálms Birg­is­sonar að ég tali fyrir jafn aug­ljósum hags­munum okkar Íslend­inga þá ber ég þann titil stoltur þetta skipt­ið.“

Vil­hjálmur Birg­is­son sakar mig um lýð­skrum með þvi að benda á þá aug­ljósu stað­reynd í við­tali í Bít­inu í vik­unni að...

Posted by Þor­steinn Viglunds­son on Thurs­day, Sept­em­ber 5, 2019

Vil­hjálmur deildi skrifum sínum af Miðj­unni í gær á Face­book og í stöðu­upp­færslu sem fylgdi með kall­aði hann eftir því að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, útskýrði fyr­ir  „starfs­mönnum álvers­ins í Straums­vík sem er nú í hennar heima­byggð og kjör­dæmi að frá því að nýr raf­orku­samn­ingur við Lands­virkj­unar var gerður í lok árs 2010 hefur fyr­ir­tækið verið rekið með tapi öll árin að und­an­skildu einu ári eða sem nemur 15 millj­arða tapi á 7 ára tíma­bili.

Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórn­mála­menn geta hagað sér, en eitt er víst að stefnt er mark­visst að því að ógna atvinnu­ör­yggi og lífs­af­komu þeirra sem tengj­ast orku­frekum iðn­aði með græðg­i­svæð­ingu Lands­virkj­un­ar.“

Ég sé það betur og betur að Við­reisn trónir á toppi lýð­skrums í íslensku sam­fé­lagi og kannski for­maður Við­reisn­ar...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Wed­nes­day, Sept­em­ber 4, 2019Auð­lind­arentan myndi lenda hjá erlendum stór­fyr­ir­tækjum

Í kjöl­far þess að Vil­hjálmur hóf opin­bera bar­áttu sína fyrir nið­ur­greiðslu á raf­orku­verði orku­fyr­ir­tækis í rík­i­s­eigu til stór­iðju skrif­aði Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, grein á Kjarn­ann til að svara Vil­hjálmi. Þar sagði hann að verðið sem t.d. Elkem greiði sé enn undir með­al­kostn­að­ar­verði og veru­lea undir kostn­að­ar­verði síð­ustu virkj­ana Lands­virkj­un­ar. 

Það sjón­­­ar­mið að erlendum stór­­fyr­ir­tækjum væri veitt raf­­orka á óeðli­­lega lágu verði, líkt og Vil­hjálmur væri að kalla eft­ir, fæli í raun í sér kröfu um afsal þjóð­­ar­innar á fullum afrakstri orku­auð­linda Íslands. „Af­leið­ingin af því yrði sú að auð­lind­­arentan myndi lenda utan land­­stein­anna. Sem betur fer er rekstur þeirra öfl­­ugu erlendu stór­­fyr­ir­tækja sem hafa hér starf­­semi með þeim hætti að hann þolir að greiða Íslend­ingum alþjóð­­legt mark­aðs­verð á raf­­orku[...]

Það er því engin ástæða fyrir aðila, sem standa utan samn­ings­­sam­­bands fyr­ir­tækj­anna, að ger­­ast hags­muna­­gæslu­­menn alþjóð­­legra stór­iðju­­fyr­ir­tækja á opin­berum vett­vangi í samn­inga­við­ræðum við Lands­­virkjun um raf­­orku­verð. Þau eru full­­fær um að gæta sinna hags­muna sjálf.“

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent