Katrín ræddi jafnrétti kynjanna og loftslagsmál við Pence

Forsætisráðherra og varaforseti Bandaríkjanna hittust í kvöld á fundi. Þar ætlar Katrín Jakobsdóttir meðal annars að ræða um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á norðurslóðir, en Mike Pence trúir ekki á að þær séu raunverulegar.

Kata og pence.jpg
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, fund­uðu í kvöld í Kefla­vík. Katrín lenti fyrir skömmu eftir að hafa flogið til lands­ins frá Kaup­manna­höfn og Pence mun fljúga frá land­inu þegar fundi þeirra, sem áætlað er að standi í um hálf­tíma, lýk­ur. 

Þau spjöll­uðu stutt­lega við blaða­menn áður en fund­ur­inn hófst og þar sagð­ist Katrín ætla að ræða um norð­ur­slóðir við Pence, og sér­stak­lega stærstu ógn­ina sem svæðið standi frammi fyr­ir, sem sé lofts­lags­vá­in. Pence er þekktur fyrir að hafna því að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum séu raun­veru­legar og rík­is­stjórnin sem hann til­heyrir dró Banda­ríkin meðal ann­ars út úr Par­ís­ar­sátt­mál­an­um. 

Katrín sagði að lofts­lags­breyt­ingar myndu hafa meiri áhrif á norð­ur­slóðir en nokkuð annað svæði á jörð­inni. Við værum mjög ugg­andi um það hér á Íslandi. „Eins og þú veist, herra vara­for­seti, þá er kjarni stefnu okkar rík­is­stjórnar um ýmis mál. Lofts­lags­mál er eitt þeirra. Jafn­rétti kynj­anna er ann­að. Við tölum aðeins um það vona ég. Þannig að það verða nokkur mál sem við munum ræða utan við­skipta-, varn­ar- og örygg­is­mála sem við munum tala um.“ 

Auglýsing

Hún stað­festi síðan í við­tali við RÚV að fund­inum loknum að aukin hern­að­ar­upp­bygg­ing í Kefla­vík sem er að eiga sér stað hafi verið rædd. Þar stað­festi hún einnig að hún hefði rætt mál­efni hinsegin fólks við Pence en hann  hefur verið harð­­lega gagn­rýndur fyrir að vinna gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra og hinsegin fólks. Birt­ing­­ar­­myndir þess hafa verið marg­­ar. 

Til að mynda lítur hann svo á að sam­kyn­hneigð sé val sem gæti leitt til sam­­fé­lags­­legs hruns og að það sé vilji guðs að koma í veg fyrir slík­­a. 

Þá sam­­þykkti hann sem rík­­is­­stjóri í Ind­í­ana umdeilda laga­­setn­ingu á sínum tíma um að til dæmis veit­inga­húsa­eig­endur mættu neita hinsegin fólki um afgreiðslu af trú­­ar­­legum ástæð­u­m. 

Mikil áhersla á að stöðva við­skipti við Kína

Pence ræddi líka við blaða­menn fyrir fund­inn og end­ur­tók þar margt af því sem hann hafði sagt fyrr í dag. Sú orð­ræða sner­ist um gott sam­band Íslands og sér­staka áherslu á örygg­is- og varn­ar­mál. 

Þá hefur hann lagt mikla áherslu á að vara við sam­starfi við Kín­verja, sér­stak­lega hvað varðar aukin áhrif þeirra á norð­ur­slóð­um, en Banda­ríkin standa nú í miklu tolla­stríði við Kín­verja.

Pence sagði hann von­að­ist til þess að Íslend­ingar myndu ekki eiga frekara sam­starf við kín­verska fjar­skipt­ar­is­ann Huawei um upp­bygg­ingu 5-G tækn­inn­ar, en Huawei er umsvifa­mikið hér­lendis þar sem kerfi Nova er byggt upp með tækni frá fyr­ir­tæk­inu. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra dró úr þeirri yfir­lýs­ingu Pence sem féll fyrr í dag í við­tali við frétta­stofu Stöðvar 2, að Ísland hefði hafnað þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­á­ætlun Kín­verja sem kall­ast „Belti og braut“. Guð­laugur Þór sagði að Ísland væri með margs­konar samn­inga við Kína og hefði áhuga á að auka sam­skipti og við­skipti við rík­ið. Engin ákvörðun lægi þó fyrir varð­andi „Belti og braut“. Ísland hefði hvorki sagt af eða á í þeim efn­um. Katrín end­ur­tók þetta við blaða­menn í aðdrag­anda fundar síns við Pence.

Hægt er að lesa allt um hvað felst í „Belti og braut“ hér í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um verk­efn­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent