Katrín ræddi jafnrétti kynjanna og loftslagsmál við Pence

Forsætisráðherra og varaforseti Bandaríkjanna hittust í kvöld á fundi. Þar ætlar Katrín Jakobsdóttir meðal annars að ræða um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á norðurslóðir, en Mike Pence trúir ekki á að þær séu raunverulegar.

Kata og pence.jpg
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, fund­uðu í kvöld í Kefla­vík. Katrín lenti fyrir skömmu eftir að hafa flogið til lands­ins frá Kaup­manna­höfn og Pence mun fljúga frá land­inu þegar fundi þeirra, sem áætlað er að standi í um hálf­tíma, lýk­ur. 

Þau spjöll­uðu stutt­lega við blaða­menn áður en fund­ur­inn hófst og þar sagð­ist Katrín ætla að ræða um norð­ur­slóðir við Pence, og sér­stak­lega stærstu ógn­ina sem svæðið standi frammi fyr­ir, sem sé lofts­lags­vá­in. Pence er þekktur fyrir að hafna því að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum séu raun­veru­legar og rík­is­stjórnin sem hann til­heyrir dró Banda­ríkin meðal ann­ars út úr Par­ís­ar­sátt­mál­an­um. 

Katrín sagði að lofts­lags­breyt­ingar myndu hafa meiri áhrif á norð­ur­slóðir en nokkuð annað svæði á jörð­inni. Við værum mjög ugg­andi um það hér á Íslandi. „Eins og þú veist, herra vara­for­seti, þá er kjarni stefnu okkar rík­is­stjórnar um ýmis mál. Lofts­lags­mál er eitt þeirra. Jafn­rétti kynj­anna er ann­að. Við tölum aðeins um það vona ég. Þannig að það verða nokkur mál sem við munum ræða utan við­skipta-, varn­ar- og örygg­is­mála sem við munum tala um.“ 

Auglýsing

Hún stað­festi síðan í við­tali við RÚV að fund­inum loknum að aukin hern­að­ar­upp­bygg­ing í Kefla­vík sem er að eiga sér stað hafi verið rædd. Þar stað­festi hún einnig að hún hefði rætt mál­efni hinsegin fólks við Pence en hann  hefur verið harð­­lega gagn­rýndur fyrir að vinna gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra og hinsegin fólks. Birt­ing­­ar­­myndir þess hafa verið marg­­ar. 

Til að mynda lítur hann svo á að sam­kyn­hneigð sé val sem gæti leitt til sam­­fé­lags­­legs hruns og að það sé vilji guðs að koma í veg fyrir slík­­a. 

Þá sam­­þykkti hann sem rík­­is­­stjóri í Ind­í­ana umdeilda laga­­setn­ingu á sínum tíma um að til dæmis veit­inga­húsa­eig­endur mættu neita hinsegin fólki um afgreiðslu af trú­­ar­­legum ástæð­u­m. 

Mikil áhersla á að stöðva við­skipti við Kína

Pence ræddi líka við blaða­menn fyrir fund­inn og end­ur­tók þar margt af því sem hann hafði sagt fyrr í dag. Sú orð­ræða sner­ist um gott sam­band Íslands og sér­staka áherslu á örygg­is- og varn­ar­mál. 

Þá hefur hann lagt mikla áherslu á að vara við sam­starfi við Kín­verja, sér­stak­lega hvað varðar aukin áhrif þeirra á norð­ur­slóð­um, en Banda­ríkin standa nú í miklu tolla­stríði við Kín­verja.

Pence sagði hann von­að­ist til þess að Íslend­ingar myndu ekki eiga frekara sam­starf við kín­verska fjar­skipt­ar­is­ann Huawei um upp­bygg­ingu 5-G tækn­inn­ar, en Huawei er umsvifa­mikið hér­lendis þar sem kerfi Nova er byggt upp með tækni frá fyr­ir­tæk­inu. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra dró úr þeirri yfir­lýs­ingu Pence sem féll fyrr í dag í við­tali við frétta­stofu Stöðvar 2, að Ísland hefði hafnað þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­á­ætlun Kín­verja sem kall­ast „Belti og braut“. Guð­laugur Þór sagði að Ísland væri með margs­konar samn­inga við Kína og hefði áhuga á að auka sam­skipti og við­skipti við rík­ið. Engin ákvörðun lægi þó fyrir varð­andi „Belti og braut“. Ísland hefði hvorki sagt af eða á í þeim efn­um. Katrín end­ur­tók þetta við blaða­menn í aðdrag­anda fundar síns við Pence.

Hægt er að lesa allt um hvað felst í „Belti og braut“ hér í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um verk­efn­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum
Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Þorsteinn Már Baldvinsson er hættur sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Molar
Molar
Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak
Kjarninn 18. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér
Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun
Kjarninn 18. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent