Forseti Indlands flytur erindi í Háskóla Íslands

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur til landsins í opinbera heimsókn en þetta er fyrsta heimsókn forseta Indlands til norræns ríkis.

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands
Auglýsing

Shri Ram Nath Kovind, for­seti Ind­lands, mun flytja opið erindi í Hátíða­sal Aðal­bygg­ingar Háskóla Íslands þriðju­dag­inn 10. sept­em­ber næst­kom­andi. Frá þessu er greint á vef HÍ.

Yfir­skrift erindis for­seta Ind­lands í Háskóla Íslands er „Ind­land og Ísland fyrir græna plánetu“ og er það opið öllum á neðan hús­pláss leyf­ir. 

For­seti Ind­lands er vænt­an­legur hingað til lands í opin­bera heim­sókn í boði for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, dag­ana 10. og 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta er fyrsta heim­sókn for­seta Ind­lands til nor­ræns rík­is.

Auglýsing

Kovind var kjör­inn for­seti Ind­lands í júlí árið 2017 með 65 pró­sent atkvæða. Hann er fjórt­ándi for­seti lands­ins en emb­ættið er ekki valda­mik­ið.

Hann var rík­is­stjóri í hér­að­inu Bihar 2015 til 2017 og þing­maður í efri deild ind­verska þings­ins á árunum 1994 til 2006. Kovind er lög­fræð­ingur að mennt og starf­aði sem slíkur áður enn hann hóf afskipti af stjórn­málum fyrir ald­ar­fjórð­ungi. Hann er stétt­laus, eða það sem kallað er dalíti, en þetta var í annað sinn sem stétt­laus maður var kjör­inn for­seti lands­ins.

Jón Atli Bendikts­son, rektor Háskóla Íslands, mun kynna Kovind og mun Ólafur Ragnar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, flytja loka­orð.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent