Forseti Indlands flytur erindi í Háskóla Íslands

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur til landsins í opinbera heimsókn en þetta er fyrsta heimsókn forseta Indlands til norræns ríkis.

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands
Auglýsing

Shri Ram Nath Kovind, for­seti Ind­lands, mun flytja opið erindi í Hátíða­sal Aðal­bygg­ingar Háskóla Íslands þriðju­dag­inn 10. sept­em­ber næst­kom­andi. Frá þessu er greint á vef HÍ.

Yfir­skrift erindis for­seta Ind­lands í Háskóla Íslands er „Ind­land og Ísland fyrir græna plánetu“ og er það opið öllum á neðan hús­pláss leyf­ir. 

For­seti Ind­lands er vænt­an­legur hingað til lands í opin­bera heim­sókn í boði for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, dag­ana 10. og 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta er fyrsta heim­sókn for­seta Ind­lands til nor­ræns rík­is.

Auglýsing

Kovind var kjör­inn for­seti Ind­lands í júlí árið 2017 með 65 pró­sent atkvæða. Hann er fjórt­ándi for­seti lands­ins en emb­ættið er ekki valda­mik­ið.

Hann var rík­is­stjóri í hér­að­inu Bihar 2015 til 2017 og þing­maður í efri deild ind­verska þings­ins á árunum 1994 til 2006. Kovind er lög­fræð­ingur að mennt og starf­aði sem slíkur áður enn hann hóf afskipti af stjórn­málum fyrir ald­ar­fjórð­ungi. Hann er stétt­laus, eða það sem kallað er dalíti, en þetta var í annað sinn sem stétt­laus maður var kjör­inn for­seti lands­ins.

Jón Atli Bendikts­son, rektor Háskóla Íslands, mun kynna Kovind og mun Ólafur Ragnar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, flytja loka­orð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“
Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.
Kjarninn 9. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent