Forseti Indlands flytur erindi í Háskóla Íslands

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur til landsins í opinbera heimsókn en þetta er fyrsta heimsókn forseta Indlands til norræns ríkis.

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands
Auglýsing

Shri Ram Nath Kovind, for­seti Ind­lands, mun flytja opið erindi í Hátíða­sal Aðal­bygg­ingar Háskóla Íslands þriðju­dag­inn 10. sept­em­ber næst­kom­andi. Frá þessu er greint á vef HÍ.

Yfir­skrift erindis for­seta Ind­lands í Háskóla Íslands er „Ind­land og Ísland fyrir græna plánetu“ og er það opið öllum á neðan hús­pláss leyf­ir. 

For­seti Ind­lands er vænt­an­legur hingað til lands í opin­bera heim­sókn í boði for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, dag­ana 10. og 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta er fyrsta heim­sókn for­seta Ind­lands til nor­ræns rík­is.

Auglýsing

Kovind var kjör­inn for­seti Ind­lands í júlí árið 2017 með 65 pró­sent atkvæða. Hann er fjórt­ándi for­seti lands­ins en emb­ættið er ekki valda­mik­ið.

Hann var rík­is­stjóri í hér­að­inu Bihar 2015 til 2017 og þing­maður í efri deild ind­verska þings­ins á árunum 1994 til 2006. Kovind er lög­fræð­ingur að mennt og starf­aði sem slíkur áður enn hann hóf afskipti af stjórn­málum fyrir ald­ar­fjórð­ungi. Hann er stétt­laus, eða það sem kallað er dalíti, en þetta var í annað sinn sem stétt­laus maður var kjör­inn for­seti lands­ins.

Jón Atli Bendikts­son, rektor Háskóla Íslands, mun kynna Kovind og mun Ólafur Ragnar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, flytja loka­orð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent