Taka til skoðunar hvort setja eigi ákvæði um auðkennaþjófnað í lög

Svokallaður auðkennaþjófnaður, þar sem einstaklingar villa á sér heimildir á samfélagsmiðlum, er að aukast hér á landi. Því hefur dómsmálaráðherra falið refsiréttarnefnd að skoða hvort rétt sé að setja refsiákvæði um auðkennaþjófnað í hegningarlög.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, hefur falið refsirétt­ar­nefnd að skoða hvort rétt sé að setja refsi­á­kvæði í hegn­ing­ar­lög sem tekur sér­stak­lega á auð­kenna­þjófn­aði. Slíkur þjófn­að­ur­, þar sem ein­stak­l­ingar eru að villa á sér heim­ildir á sam­­fé­lags­mið­l­u­m, hefur verið að aukast hér á landi en sam­kvæmt vara­hér­aðs­sak­sókn­ara ­lenda sífellt fleiri slík mál á borði henn­ar 

Þetta kemur fram í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn frá­ Líneik Önnu Sæv­ars­dótt­ur, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, um auð­kenna­þjófnað á netinu.

Auglýsing

Engin ákvæði er að finna í hegn­ing­ar­lögum um auð­kenna­þjófnað sem gerir ákæru­vald­inu erf­ið­ara fyrir að sækja slík mál. Refsirétt­ar­nefnd fer nú yfir hver sé skil­grein­ing á auð­kenna­þjófn­aði og hversu algeng auð­kenna­þjófn­aður á net­inu er. Auk þess skoðar nefndin hvort að rétt sé að setja refsi­á­kvæði um slíkan þjófnað í hegn­ing­ar­lög­um. 

Mynd: Bára Huld Beck

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, vara­hér­aðs­sak­sókn­ari, sagði í sam­tali við mbl.is í maí síð­ast­liðnum að mál sem tengj­ast auð­kenna­þjófn­aði séu sífellt að aukast. Hún sagði jafn­framt að erfitt væri að eiga við mál af þessu tagi þar sem engin ákvæði snerta á slíkum þjófn­aði í hegn­ing­ar­lög­um.

„Við sjáum alltaf meira og meira af málum sem koma upp þar um er að ræða ein­hvers­kon­ar auð­kenna­þjófn­að. Auð­kenna­þjófn­aður getur verið í ýmiss­kon­ar til­gangi. Gert í auðg­un­ar­til­gangi til að þess koma höggi á ein­hvern, meiða æru hans eða í ein­hverjum svona til­gangi. Það er eitt­hvað sem þarf að skoða,“ sagði Kol­brún. 

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent