Forseti Íslands talaði um fjölbreytni, virðingu og frelsi við Pence

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði við varaforseta Bandaríkjanna að hann vonaðist til þess að hann myndi fá tilfinningu fyrir þeim gildum sem Íslendingum þykja kær á meðan hann dvelur hérlendis.

Guðni og Pence Mynd: Skjáskot/Vísir
Auglýsing

„Ég vona að þú fáir til­finn­ingu fyrir þeim gildum sem okkur þykja kær hér­lend­is: Frelsi, fjöl­breytni, alþjóða­sam­vinnu og virð­ingu hvort fyrir öðru.“ Þetta var með því fyrsta sem Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sagði við Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, þegar hann bauð hann vel­kom­inn til Íslands í Höfða rétt í þessu. 

Guðni sagð­ist auk þess von­ast til þess að Pence myndi njóta dval­ar­innar og að hún myndi skilja hann eftir með til­finn­ingu um hversu mikið Íslend­ingar kunni að meta sterkt og heil­brigt sam­band þjóð­ar­innar við Banda­rík­in. 

Auglýsing

Telur að sam­kyn­hneigð sé val ein­stak­lings­ins

Pence hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að vinna gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra. Birt­ing­ar­myndir þess hafa verið marg­ar. 

Til að mynda lítur hann svo á að sam­kyn­hneigð sé val sem gæti leitt til sam­fé­lags­legs hruns og að það sé vilji guðs að koma í veg fyrir slík­a. 

Þá sam­þykkti hann sem rík­is­stjóri í Ind­íana umdeilda laga­setn­ingu á sínum tíma um að til dæmis veit­inga­húsa­eig­endur mættu neita hinsegin fólki um afgreiðslu af trú­ar­legum ástæð­u­m. 

Guðni Th. bar einnig arm­band þegar hann hitti Mike Pence og virð­ist vera um sama arm­band, lit­ríkt arm­band, að ræða og hann bar þegar for­set­inn hitti Vla­dimir Pútín, for­seta Rúss­lands, í apríl síð­ast­liðn­um. Margir hafa tengt það við bar­áttu hinsegin fólks fyrir auknum mann­rétt­indum en upp­runa­lega var arm­bandið gert fyrir Guðna Th. af Krafti, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabba­mein. Á því stendur „Lífið er nún­a.”Guðni Th. annars vegar með Pútín og hins vegar með Pence.Pútin er þekktur fyrir and­stöðu við sam­kyn­hneigð og fyrir að hafa þrengt veru­lega að rétt­indum hinsegin fólks í Rúss­landi á valda­tíma sín­um. Sam­staða Guðna Th. með hinsegin fólki á ekki að koma mikið á óvart enda gerð­ist hann vernd­ari Sam­tak­anna ´78 í fyrra.

Draga regn­boga­fán­ann að húni

Advania, sem er með höf­uð­stöðvar við hlið Höfða, flagg­aði regn­boga­fánum hjá sér í dag og var þar aug­ljós­lega um sam­stöðu­að­gerð að ræða vegna yfir­lýstra skoð­ana vara­for­set­ans á lífstíl og rétt­indum hinsegis fólks. Það sama gerði Reykja­vík­ur­borg við starfs­stöð sína við Höfða­torg. Regnbogafáninn við Advania. Mynd: Mannlíf

Pence trúir enn fremur ekki á að lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum og hefur hann ekki viljað svara því hvort hann trúi á þró­un­ar­kenn­ing­una. 

Rík­is­stjórn Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, sem Pence er full­trúi fyrir hér­lendis hefur auk þess ráð­ist í nokkuð umfangs­mikið tolla­stríð, sagði upp aðild Banda­ríkj­anna að Par­ís­ar­sátt­mál­anum og aðild að kjarn­orku­samn­ingnum við Íran. Þessi atriði eru talin vera á meðal helstu ógna við alþjóða­sam­vinnu í heim­inum í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent