Forseti Íslands talaði um fjölbreytni, virðingu og frelsi við Pence

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði við varaforseta Bandaríkjanna að hann vonaðist til þess að hann myndi fá tilfinningu fyrir þeim gildum sem Íslendingum þykja kær á meðan hann dvelur hérlendis.

Guðni og Pence Mynd: Skjáskot/Vísir
Auglýsing

„Ég vona að þú fáir til­finn­ingu fyrir þeim gildum sem okkur þykja kær hér­lend­is: Frelsi, fjöl­breytni, alþjóða­sam­vinnu og virð­ingu hvort fyrir öðru.“ Þetta var með því fyrsta sem Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sagði við Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, þegar hann bauð hann vel­kom­inn til Íslands í Höfða rétt í þessu. 

Guðni sagð­ist auk þess von­ast til þess að Pence myndi njóta dval­ar­innar og að hún myndi skilja hann eftir með til­finn­ingu um hversu mikið Íslend­ingar kunni að meta sterkt og heil­brigt sam­band þjóð­ar­innar við Banda­rík­in. 

Auglýsing

Telur að sam­kyn­hneigð sé val ein­stak­lings­ins

Pence hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að vinna gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra. Birt­ing­ar­myndir þess hafa verið marg­ar. 

Til að mynda lítur hann svo á að sam­kyn­hneigð sé val sem gæti leitt til sam­fé­lags­legs hruns og að það sé vilji guðs að koma í veg fyrir slík­a. 

Þá sam­þykkti hann sem rík­is­stjóri í Ind­íana umdeilda laga­setn­ingu á sínum tíma um að til dæmis veit­inga­húsa­eig­endur mættu neita hinsegin fólki um afgreiðslu af trú­ar­legum ástæð­u­m. 

Guðni Th. bar einnig arm­band þegar hann hitti Mike Pence og virð­ist vera um sama arm­band, lit­ríkt arm­band, að ræða og hann bar þegar for­set­inn hitti Vla­dimir Pútín, for­seta Rúss­lands, í apríl síð­ast­liðn­um. Margir hafa tengt það við bar­áttu hinsegin fólks fyrir auknum mann­rétt­indum en upp­runa­lega var arm­bandið gert fyrir Guðna Th. af Krafti, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabba­mein. Á því stendur „Lífið er nún­a.”Guðni Th. annars vegar með Pútín og hins vegar með Pence.Pútin er þekktur fyrir and­stöðu við sam­kyn­hneigð og fyrir að hafa þrengt veru­lega að rétt­indum hinsegin fólks í Rúss­landi á valda­tíma sín­um. Sam­staða Guðna Th. með hinsegin fólki á ekki að koma mikið á óvart enda gerð­ist hann vernd­ari Sam­tak­anna ´78 í fyrra.

Draga regn­boga­fán­ann að húni

Advania, sem er með höf­uð­stöðvar við hlið Höfða, flagg­aði regn­boga­fánum hjá sér í dag og var þar aug­ljós­lega um sam­stöðu­að­gerð að ræða vegna yfir­lýstra skoð­ana vara­for­set­ans á lífstíl og rétt­indum hinsegis fólks. Það sama gerði Reykja­vík­ur­borg við starfs­stöð sína við Höfða­torg. Regnbogafáninn við Advania. Mynd: Mannlíf

Pence trúir enn fremur ekki á að lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum og hefur hann ekki viljað svara því hvort hann trúi á þró­un­ar­kenn­ing­una. 

Rík­is­stjórn Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, sem Pence er full­trúi fyrir hér­lendis hefur auk þess ráð­ist í nokkuð umfangs­mikið tolla­stríð, sagði upp aðild Banda­ríkj­anna að Par­ís­ar­sátt­mál­anum og aðild að kjarn­orku­samn­ingnum við Íran. Þessi atriði eru talin vera á meðal helstu ógna við alþjóða­sam­vinnu í heim­inum í dag.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent