Forseti Íslands talaði um fjölbreytni, virðingu og frelsi við Pence

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði við varaforseta Bandaríkjanna að hann vonaðist til þess að hann myndi fá tilfinningu fyrir þeim gildum sem Íslendingum þykja kær á meðan hann dvelur hérlendis.

Guðni og Pence Mynd: Skjáskot/Vísir
Auglýsing

„Ég vona að þú fáir til­finn­ingu fyrir þeim gildum sem okkur þykja kær hér­lend­is: Frelsi, fjöl­breytni, alþjóða­sam­vinnu og virð­ingu hvort fyrir öðru.“ Þetta var með því fyrsta sem Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sagði við Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, þegar hann bauð hann vel­kom­inn til Íslands í Höfða rétt í þessu. 

Guðni sagð­ist auk þess von­ast til þess að Pence myndi njóta dval­ar­innar og að hún myndi skilja hann eftir með til­finn­ingu um hversu mikið Íslend­ingar kunni að meta sterkt og heil­brigt sam­band þjóð­ar­innar við Banda­rík­in. 

Auglýsing

Telur að sam­kyn­hneigð sé val ein­stak­lings­ins

Pence hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að vinna gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra. Birt­ing­ar­myndir þess hafa verið marg­ar. 

Til að mynda lítur hann svo á að sam­kyn­hneigð sé val sem gæti leitt til sam­fé­lags­legs hruns og að það sé vilji guðs að koma í veg fyrir slík­a. 

Þá sam­þykkti hann sem rík­is­stjóri í Ind­íana umdeilda laga­setn­ingu á sínum tíma um að til dæmis veit­inga­húsa­eig­endur mættu neita hinsegin fólki um afgreiðslu af trú­ar­legum ástæð­u­m. 

Guðni Th. bar einnig arm­band þegar hann hitti Mike Pence og virð­ist vera um sama arm­band, lit­ríkt arm­band, að ræða og hann bar þegar for­set­inn hitti Vla­dimir Pútín, for­seta Rúss­lands, í apríl síð­ast­liðn­um. Margir hafa tengt það við bar­áttu hinsegin fólks fyrir auknum mann­rétt­indum en upp­runa­lega var arm­bandið gert fyrir Guðna Th. af Krafti, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabba­mein. Á því stendur „Lífið er nún­a.”Guðni Th. annars vegar með Pútín og hins vegar með Pence.Pútin er þekktur fyrir and­stöðu við sam­kyn­hneigð og fyrir að hafa þrengt veru­lega að rétt­indum hinsegin fólks í Rúss­landi á valda­tíma sín­um. Sam­staða Guðna Th. með hinsegin fólki á ekki að koma mikið á óvart enda gerð­ist hann vernd­ari Sam­tak­anna ´78 í fyrra.

Draga regn­boga­fán­ann að húni

Advania, sem er með höf­uð­stöðvar við hlið Höfða, flagg­aði regn­boga­fánum hjá sér í dag og var þar aug­ljós­lega um sam­stöðu­að­gerð að ræða vegna yfir­lýstra skoð­ana vara­for­set­ans á lífstíl og rétt­indum hinsegis fólks. Það sama gerði Reykja­vík­ur­borg við starfs­stöð sína við Höfða­torg. Regnbogafáninn við Advania. Mynd: Mannlíf

Pence trúir enn fremur ekki á að lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum og hefur hann ekki viljað svara því hvort hann trúi á þró­un­ar­kenn­ing­una. 

Rík­is­stjórn Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, sem Pence er full­trúi fyrir hér­lendis hefur auk þess ráð­ist í nokkuð umfangs­mikið tolla­stríð, sagði upp aðild Banda­ríkj­anna að Par­ís­ar­sátt­mál­anum og aðild að kjarn­orku­samn­ingnum við Íran. Þessi atriði eru talin vera á meðal helstu ógna við alþjóða­sam­vinnu í heim­inum í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þorsteinn Kristinsson
Lærdómar frá Taívan
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent