Forseti Íslands talaði um fjölbreytni, virðingu og frelsi við Pence

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði við varaforseta Bandaríkjanna að hann vonaðist til þess að hann myndi fá tilfinningu fyrir þeim gildum sem Íslendingum þykja kær á meðan hann dvelur hérlendis.

Guðni og Pence Mynd: Skjáskot/Vísir
Auglýsing

„Ég vona að þú fáir til­finn­ingu fyrir þeim gildum sem okkur þykja kær hér­lend­is: Frelsi, fjöl­breytni, alþjóða­sam­vinnu og virð­ingu hvort fyrir öðru.“ Þetta var með því fyrsta sem Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sagði við Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, þegar hann bauð hann vel­kom­inn til Íslands í Höfða rétt í þessu. 

Guðni sagð­ist auk þess von­ast til þess að Pence myndi njóta dval­ar­innar og að hún myndi skilja hann eftir með til­finn­ingu um hversu mikið Íslend­ingar kunni að meta sterkt og heil­brigt sam­band þjóð­ar­innar við Banda­rík­in. 

Auglýsing

Telur að sam­kyn­hneigð sé val ein­stak­lings­ins

Pence hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að vinna gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra. Birt­ing­ar­myndir þess hafa verið marg­ar. 

Til að mynda lítur hann svo á að sam­kyn­hneigð sé val sem gæti leitt til sam­fé­lags­legs hruns og að það sé vilji guðs að koma í veg fyrir slík­a. 

Þá sam­þykkti hann sem rík­is­stjóri í Ind­íana umdeilda laga­setn­ingu á sínum tíma um að til dæmis veit­inga­húsa­eig­endur mættu neita hinsegin fólki um afgreiðslu af trú­ar­legum ástæð­u­m. 

Guðni Th. bar einnig arm­band þegar hann hitti Mike Pence og virð­ist vera um sama arm­band, lit­ríkt arm­band, að ræða og hann bar þegar for­set­inn hitti Vla­dimir Pútín, for­seta Rúss­lands, í apríl síð­ast­liðn­um. Margir hafa tengt það við bar­áttu hinsegin fólks fyrir auknum mann­rétt­indum en upp­runa­lega var arm­bandið gert fyrir Guðna Th. af Krafti, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabba­mein. Á því stendur „Lífið er nún­a.”Guðni Th. annars vegar með Pútín og hins vegar með Pence.Pútin er þekktur fyrir and­stöðu við sam­kyn­hneigð og fyrir að hafa þrengt veru­lega að rétt­indum hinsegin fólks í Rúss­landi á valda­tíma sín­um. Sam­staða Guðna Th. með hinsegin fólki á ekki að koma mikið á óvart enda gerð­ist hann vernd­ari Sam­tak­anna ´78 í fyrra.

Draga regn­boga­fán­ann að húni

Advania, sem er með höf­uð­stöðvar við hlið Höfða, flagg­aði regn­boga­fánum hjá sér í dag og var þar aug­ljós­lega um sam­stöðu­að­gerð að ræða vegna yfir­lýstra skoð­ana vara­for­set­ans á lífstíl og rétt­indum hinsegis fólks. Það sama gerði Reykja­vík­ur­borg við starfs­stöð sína við Höfða­torg. Regnbogafáninn við Advania. Mynd: Mannlíf

Pence trúir enn fremur ekki á að lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum og hefur hann ekki viljað svara því hvort hann trúi á þró­un­ar­kenn­ing­una. 

Rík­is­stjórn Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, sem Pence er full­trúi fyrir hér­lendis hefur auk þess ráð­ist í nokkuð umfangs­mikið tolla­stríð, sagði upp aðild Banda­ríkj­anna að Par­ís­ar­sátt­mál­anum og aðild að kjarn­orku­samn­ingnum við Íran. Þessi atriði eru talin vera á meðal helstu ógna við alþjóða­sam­vinnu í heim­inum í dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent