Kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild MDE taki fyrir Landsréttarmálið

Tilkynnt verður um það hvort að Landsréttarmálið verði tekið fyrir af efri deild Mannréttindadómstóls Evrópu á þriðjudag. Búist er við því að nýr dómsmálaráðherra verði skipaður á mánudag.

Landsréttur
Auglýsing

Greint verður frá því á þriðju­dag hvort að efri deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) muni taka fyrir hið svo­kall­aða Lands­rétt­ar­mál. Frá þessu er greint á heima­síðu dóms­ins. 

Dóm­stóll­inn felldi dóm sinn í mál­inu 12. mars síð­ast­lið­inn. Í honum fengu bæði Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, og Alþingi á sig áfell­is­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. 

Auglýsing

Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­sýslu­lög með því að breyta list­­­anum um til­­­­­nefnda dóm­­­ara frá þeim lista sem hæf­is­­­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­­­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­­­styðja þá ákvörðun með nægj­an­­­legum hætti. Alþingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­­­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig. Sig­ríður sagði af sér emb­ætti dag­inn eftir dóm­inn og óvissa ríkir um starf­­­semi milli­­­­­dóm­­­stigs­ins vegna dóms­ins.

Íslenska ríkið ákvað í apríl að áfrýja þeirri nið­ur­stöðu og beina því til efri deildar dóms­ins að taka málið aftur fyr­ir. 

Nýr dóms­mála­ráð­herra í lok viku

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir tók við dóms­mála­ráðu­neyt­inu tíma­bundið sam­hliða öðrum ráð­herra­störfum og gegnir starf­inu enn. Fyrir liggur þó að hún mun ekki gegna starf­inu til fram­búðar og er búist við því, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, að nýr dóms­mála­ráð­herra verði til­kynntur á þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks á morg­un, fimmtu­dag. Sá myndi svo taka við emb­ætt­inu form­lega á rík­is­ráðs­fundi sem er á dag­skrá á föstu­dag.

Nið­ur­staða í áfrýj­un­ar­beiðni íslenska rík­is­ins mun því liggja fyrir nokkrum dögum eftir að nýr dóms­mála­ráð­herra tekur við emb­ætt­inu sem Sig­ríður Á. And­er­sen missti vegna upp­runa­legu nið­ur­stöðu MDE. 

Sig­ríður hefur gagn­rýnt nið­ur­stöð­una

Dómur MDE, sem var í máli manns sem heitir Guð­mundur Andri Ást­ráðs­son, var á þann veg að það væri brot á mann­rétt­indum þeirra sem koma fyrir Lands­rétt að fjórir ólög­­lega skip­aðir dóm­­arar dæmi í málum þeirra hefur mik­illi spennu í íslensku sam­­fé­lagi. Dóm­­ar­­arnir fjórir geta ekki dæmt og um tíma starf­aði Lands­­réttur ekki.

Nið­ur­staðan var umdeild og var harð­lega gagn­rýnd úr ýmsum átt­um. Sig­ríður Á. And­er­sen sagði í maí, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu, að MDE hefð­i ­gerst sekur um atlögu gegn dóms­kerfi Íslend­inga. „Þess vegna voru mér það sár von­brigði að sjá íslensk stjórn­­­mál, fjöl­miðla og rétt­­ar­­kerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekk­ert umboð hefur frá sjálf­­stæðum Íslend­ingum gerði atlögu að dóms­­kerfi okkar Íslend­inga.“

Í ágúst tók hún enn sterkara til orða í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún fjall­aði um orð Helgu Völu Helga­dótt­­ur, þing­­manns Sam­­fylk­ing­­ar­innar og for­­manns stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, vegna svar­­leysis núver­andi dóms­­mála­ráð­herra vegna fyr­ir­­spurnar hennar um kostnað hins opin­bera af Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. „Hátt­virtur for­­maður stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar Alþingis notar orðið „skít­­ur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hags­munum Íslands og íslenskrar stjórn­­­skip­unar er sótt í gegnum erlendar stofn­an­­ir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Sam­­fylk­ingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Ices­ave mál­inu og með umsókn­inni og aðlög­un­inni að Evr­­ópu­­sam­­band­inu á sínum tíma. En þetta orð­bragð lýsir alveg nýjum metn­aði gegn hags­munum Ísland.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent