Sigríður kallar MDE „nefnd“ sem hafi gert atlögu gegn íslensku dómskerfi

Fyrrverandi dómstólaráðherra sakar dómara við Mannréttindadómstól Evrópu um atlögu gegn dómskerfi Íslendinga. Um sé að ræða „pólitískt at“. Umboð Mannréttindadómstólsins á Íslandi sé ekkert.

Sigríður Á. Andersen
Auglýsing

„Þess vegna voru mér það sár von­brigði að sjá íslensk stjórn­mál, fjöl­miðla og rétt­ar­kerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekk­ert umboð hefur frá sjálf­stæðum Íslend­ingum gerði atlögu að dóms­kerfi okkar Íslend­inga.“

Þetta segir Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hún fjallar um nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í mars síð­ast­liðn­um, um að hún og Alþingi hafi skipað fjóra dóm­ara í Lands­rétt með ólög­mætum hætti. Sig­ríður þurfti að segja af sér emb­ætti dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Þar segir Sig­ríður enn fremur að aldrei áður í sögu lýð­veld­is­ins hefðu hand­hafi fram­kvæmda­valds, hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og hand­hafar dóms­valds á Íslandi, auk for­seta Íslands, fest nýja stofnun í sessi með jafn afger­andi hætti og gert var með Lands­rétt. „Lands­réttur og dóm­ar­arnir fimmtán sem rétt­inn skipa hafa ein­stakan stuðn­ing þeirra er málið varð­ar. Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa atlögu frá póli­tísk kjörnum dóm­urum í Strass­borg með sömu augum og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðs­laust póli­tískt at.“

Auglýsing

Áfelli yfir Sig­ríði og Alþingi

Dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu féll þriðju­dag­inn 12. mars síð­­ast­lið­inn. Í honum fengu bæði Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra, og Alþingi á sig áfell­is­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­sýslu­lög með því að breyta list­­anum um til­­­nefnda dóm­­ara frá þeim lista sem hæf­is­­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­­styðja þá ákvörðun með nægj­an­­legum hætti.

Alþingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig. Sig­ríður sagði af sér emb­ætti dag­inn eftir dóm­inn og óvissa ríkir um starf­­semi milli­­­dóm­­stigs­ins vegna dóms­ins.

Í dag er staðan sú að þeir fjórir dóm­arar sem Sig­ríður ákvað að setja á list­ann yfir þá sem ætti að skipa í Lands­rétt, en höfðu ekki verið metnir á meðal 15 hæf­ustu af hæf­is­nefnd, dæma ekki í nokkrum mál­um.

Á meðal þeirra lög­manna sem tjáð hafa sig um málið er Sig­ríður Rut Júl­í­us­dótt­ir, lög­maður hjá Rétti.

Í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í mars sagði hún að í öllu ferl­inu, alveg frá því að það var verið að skipa dóm­­ar­anna í sum­­­ar­­byrjun 2017, hafi við­vör­un­­ar­­bjöllur hringt, margir sett út á ferlið og miklar deil­­ur. „Þegar á þeirri stundu hefði ráð­herr­ann átt að hugsa „Heyrðu, ef að illa fer hér þá verður kata­st­rófa. Við skulum gera allt sem við getum gert til að lag­­færa ferlið ef það þarf og gea það skot­helt til að kata­st­rófan verði ekki“. Í sein­asta lagi hefði ráð­herr­ann átt, um leið og fyrir lá að dóm­stól­inn ætl­­aði að dæma í mál­inu, og málið komið í gegnum allar þessar síur, um leið og þetta liggur fyrir þá átti ráð­herr­ann að skipa starfs­hóp á núll einni. Okkar helstu og bestu sér­­fræð­inga til þess að vera viss um hvað við ætl­­uðum að gera dag­inn eftir dóm ef að kata­st­rófan myndi ger­­ast.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent