Skoða að leggja tafagjöld á einkabíla í Reykjavík

Borgaryfirvöld eru að kanna það að leggja svokölluð tafagjöld á einkabíla til að draga úr og stýra umferð innan borgarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur viðrað sambærilegar hugmyndir.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Auglýsing

Til skoð­unar er innan Reykja­vík­ur­borgar að leggja á tafagjöld til að draga úr og stýra umferð einka­bíla innan borg­ar­marka. Þetta segir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur, í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar er haft eftir henni að horft sé til góðs árang­urs Osló­ar­borgar af álagn­ingu slíkra gjalda. „Norð­menn hafa beitt meng­unar og tafagjöld­um. Þau hafa tvenns konar áhrif. Þau draga úr bíla­um­ferð og nýt­ast gríð­ar­lega vel til að byggja inn­viði fyrir vist­væna far­ar­máta.“

Auglýsing
Slíkar hug­myndir eru ekki ein­ungis til umræðu á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sagði í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í byrjun apríl að ein þeirra sviðs­­mynda sem verið sé að skoða í fram­­tíð­­ar­­skipu­lagi sam­­göng­u­­mála á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu sé að setja upp gjald­­töku til að stýra umferð inn á ákveðin svæði í höf­uð­­borg­inni, til dæmis inn í mið­­borg henn­­ar.

„Það er ein sviðs­­myndin sem við erum að vinna eftir og munum gera í sam­­starfi við sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Í þeim til­­­gangi að ná fram þessum mark­miðum um örugg­­ari og skil­­virk­­ari umferð en líka þessum loft­lags­­mark­miðum okkar um betri loft­­gæði. Við vitum að hér í Reykja­vík er illu heilli oft á tíðum bara ekki nógu gott ástand hvað varðar loft­­gæði og við þurfum að gera eitt­hvað í því og umferðin er oft á tíðum stærsti þátt­­ur­inn þar.“

Hann sagði í þætt­inum að í þeirri veg­­ferð væri verið að horfa á norskt mód­el, sem fyr­ir­finnst meðal ann­­ars í Osló, Björg­vin, Stavangri og tveimur öðrum þétt­býl­is­­kjörnum þar sem eru sam­­bæri­­legir að stærð við höf­uð­­borg­­ar­­svæð­ið. „Þar sem að menn hafa sett upp gjald­­töku sem að hefur áhrif á hegðun fólks á ákveðin hátt. Stýrir umferð“.

Sig­ur­borg segir við Morg­un­blaðið í dag að án rót­tækra breyt­inga muni mark­mið borg­ar­innar í lofts­lags­málum ekki nást. „Jafn­vel þótt það mark­mið náist árið 2040 að 58 pró­sent allra ferða verði með almenn­ings­sam­göngum með borg­ar­línu mun umferð engu að síður aukast. Við munum því ekki ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins í lofts­lags­mál­u­m[...]­Borg­ar­línan mun stýra upp­bygg­ing­unni í borg­inni. Við erum að þétta byggð mest þar sem línan verð­ur. Sam­göngu­mát­inn hefur mest áhrif á hvernig borgir byggj­ast upp.“

Á meðal ann­arra leiða sem séu til skoð­unar sé álagn­ing taf­ar­gjalda. „Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru að skoða þessa leið. Það hefur þó engin ákvörðun verið tek­in.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent