Skoða að leggja tafagjöld á einkabíla í Reykjavík

Borgaryfirvöld eru að kanna það að leggja svokölluð tafagjöld á einkabíla til að draga úr og stýra umferð innan borgarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur viðrað sambærilegar hugmyndir.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Auglýsing

Til skoð­unar er innan Reykja­vík­ur­borgar að leggja á tafagjöld til að draga úr og stýra umferð einka­bíla innan borg­ar­marka. Þetta segir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur, í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar er haft eftir henni að horft sé til góðs árang­urs Osló­ar­borgar af álagn­ingu slíkra gjalda. „Norð­menn hafa beitt meng­unar og tafagjöld­um. Þau hafa tvenns konar áhrif. Þau draga úr bíla­um­ferð og nýt­ast gríð­ar­lega vel til að byggja inn­viði fyrir vist­væna far­ar­máta.“

Auglýsing
Slíkar hug­myndir eru ekki ein­ungis til umræðu á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sagði í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í byrjun apríl að ein þeirra sviðs­­mynda sem verið sé að skoða í fram­­tíð­­ar­­skipu­lagi sam­­göng­u­­mála á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu sé að setja upp gjald­­töku til að stýra umferð inn á ákveðin svæði í höf­uð­­borg­inni, til dæmis inn í mið­­borg henn­­ar.

„Það er ein sviðs­­myndin sem við erum að vinna eftir og munum gera í sam­­starfi við sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Í þeim til­­­gangi að ná fram þessum mark­miðum um örugg­­ari og skil­­virk­­ari umferð en líka þessum loft­lags­­mark­miðum okkar um betri loft­­gæði. Við vitum að hér í Reykja­vík er illu heilli oft á tíðum bara ekki nógu gott ástand hvað varðar loft­­gæði og við þurfum að gera eitt­hvað í því og umferðin er oft á tíðum stærsti þátt­­ur­inn þar.“

Hann sagði í þætt­inum að í þeirri veg­­ferð væri verið að horfa á norskt mód­el, sem fyr­ir­finnst meðal ann­­ars í Osló, Björg­vin, Stavangri og tveimur öðrum þétt­býl­is­­kjörnum þar sem eru sam­­bæri­­legir að stærð við höf­uð­­borg­­ar­­svæð­ið. „Þar sem að menn hafa sett upp gjald­­töku sem að hefur áhrif á hegðun fólks á ákveðin hátt. Stýrir umferð“.

Sig­ur­borg segir við Morg­un­blaðið í dag að án rót­tækra breyt­inga muni mark­mið borg­ar­innar í lofts­lags­málum ekki nást. „Jafn­vel þótt það mark­mið náist árið 2040 að 58 pró­sent allra ferða verði með almenn­ings­sam­göngum með borg­ar­línu mun umferð engu að síður aukast. Við munum því ekki ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins í lofts­lags­mál­u­m[...]­Borg­ar­línan mun stýra upp­bygg­ing­unni í borg­inni. Við erum að þétta byggð mest þar sem línan verð­ur. Sam­göngu­mát­inn hefur mest áhrif á hvernig borgir byggj­ast upp.“

Á meðal ann­arra leiða sem séu til skoð­unar sé álagn­ing taf­ar­gjalda. „Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru að skoða þessa leið. Það hefur þó engin ákvörðun verið tek­in.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent