Skoða að leggja tafagjöld á einkabíla í Reykjavík

Borgaryfirvöld eru að kanna það að leggja svokölluð tafagjöld á einkabíla til að draga úr og stýra umferð innan borgarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur viðrað sambærilegar hugmyndir.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Auglýsing

Til skoð­unar er innan Reykja­vík­ur­borgar að leggja á tafagjöld til að draga úr og stýra umferð einka­bíla innan borg­ar­marka. Þetta segir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur, í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar er haft eftir henni að horft sé til góðs árang­urs Osló­ar­borgar af álagn­ingu slíkra gjalda. „Norð­menn hafa beitt meng­unar og tafagjöld­um. Þau hafa tvenns konar áhrif. Þau draga úr bíla­um­ferð og nýt­ast gríð­ar­lega vel til að byggja inn­viði fyrir vist­væna far­ar­máta.“

Auglýsing
Slíkar hug­myndir eru ekki ein­ungis til umræðu á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sagði í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í byrjun apríl að ein þeirra sviðs­­mynda sem verið sé að skoða í fram­­tíð­­ar­­skipu­lagi sam­­göng­u­­mála á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu sé að setja upp gjald­­töku til að stýra umferð inn á ákveðin svæði í höf­uð­­borg­inni, til dæmis inn í mið­­borg henn­­ar.

„Það er ein sviðs­­myndin sem við erum að vinna eftir og munum gera í sam­­starfi við sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Í þeim til­­­gangi að ná fram þessum mark­miðum um örugg­­ari og skil­­virk­­ari umferð en líka þessum loft­lags­­mark­miðum okkar um betri loft­­gæði. Við vitum að hér í Reykja­vík er illu heilli oft á tíðum bara ekki nógu gott ástand hvað varðar loft­­gæði og við þurfum að gera eitt­hvað í því og umferðin er oft á tíðum stærsti þátt­­ur­inn þar.“

Hann sagði í þætt­inum að í þeirri veg­­ferð væri verið að horfa á norskt mód­el, sem fyr­ir­finnst meðal ann­­ars í Osló, Björg­vin, Stavangri og tveimur öðrum þétt­býl­is­­kjörnum þar sem eru sam­­bæri­­legir að stærð við höf­uð­­borg­­ar­­svæð­ið. „Þar sem að menn hafa sett upp gjald­­töku sem að hefur áhrif á hegðun fólks á ákveðin hátt. Stýrir umferð“.

Sig­ur­borg segir við Morg­un­blaðið í dag að án rót­tækra breyt­inga muni mark­mið borg­ar­innar í lofts­lags­málum ekki nást. „Jafn­vel þótt það mark­mið náist árið 2040 að 58 pró­sent allra ferða verði með almenn­ings­sam­göngum með borg­ar­línu mun umferð engu að síður aukast. Við munum því ekki ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins í lofts­lags­mál­u­m[...]­Borg­ar­línan mun stýra upp­bygg­ing­unni í borg­inni. Við erum að þétta byggð mest þar sem línan verð­ur. Sam­göngu­mát­inn hefur mest áhrif á hvernig borgir byggj­ast upp.“

Á meðal ann­arra leiða sem séu til skoð­unar sé álagn­ing taf­ar­gjalda. „Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru að skoða þessa leið. Það hefur þó engin ákvörðun verið tek­in.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent