Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air

Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.

Landsréttur
Auglýsing

Isa­via var í fullum rétti að stöðva flug­vél ALC flug­véla­leig­unnar fyrir gjald­þrot WOW air og nota hana sem trygg­ingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flug­fé­lagið skuld­aði fyr­ir­tæk­in­u. 

Að þessu komst Lands­réttur í dag, en greint var fyrst frá mál­inu á vef RÚV.

Þetta er nið­ur­staða Lands­réttar sem stað­festi í dag úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Dóm­stóll­inn tók ekki afstöðu til þess hvort að Isa­via ætti kröfu á ALC um að fyr­ir­tækið greiddi skuldir WOW air við Isa­via eða hversu stóran hluta þeirra.

Auglýsing

Málið má rekja til falls WOW air en Isa­via, rekstr­ar­að­ili Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, kyrr­setti eina vél í flota félags­ins, sem WOW air var með á leigu hjá ALC. Var þetta gert til að tryggja veð fyrir lend­ing­ar- og not­enda­gjöld­um, sem námu tæp­lega tveimur millj­örðum króna.

ALC hafnði þess­ari greiðslu­skyldu, þar sem vélin væri eign ALC en ekki WOW air, og skuld félags­ins var ALC ekki við­kom­andi.

Í úrskurði Lands­réttar er meðal ann­ars fjallað um leigu­samn­ing ALC við WOW air, og sagt að  kyrr­setn­ing­ar­úr­ræði Isa­via, hafi verið fyrir hendi þegar vélin var leigð. 

Þá segir að ákvæði í samn­ingnum beri með sér að ALC hafi talið mögu­legt að Isa­via gæti kyrr­sett vél­ina, vegna skulda. 

Var úrskurð­ur­inn í hér­aði því stað­fest­ur, hvað varðar heim­ild­ina til kyrr­setn­ing­ar, en máls­kostn­aður var dæmdur tvær millj­ónir sem ALC þarf að greiða. 

Ekki er tekin afstaða til upp­hæða í mál­inu, og hversu mikið ALC þarf að greiða til að losa vél­ina undan kyrr­setn­ingu, en eins og áður hefur verið greint frá, þá er mik­ill mein­ing­ar­munur á því milli Isa­via og ALC.

Oddur Ást­ráðs­son lög­maður ALC segir í við­tali við RÚV nið­ur­stöðu Lands­réttar koma á óvart og vera von­brigði, en nú sér verið að meta stöð­una og næstu skref.

Dóm­arar í Lands­rétti voru Sig­urður Tómas Magn­ús­son, Aðal­steinn Jón­as­son og Krist­björg Steph­en­sen.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent