Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air

Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.

Landsréttur
Auglýsing

Isa­via var í fullum rétti að stöðva flug­vél ALC flug­véla­leig­unnar fyrir gjald­þrot WOW air og nota hana sem trygg­ingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flug­fé­lagið skuld­aði fyr­ir­tæk­in­u. 

Að þessu komst Lands­réttur í dag, en greint var fyrst frá mál­inu á vef RÚV.

Þetta er nið­ur­staða Lands­réttar sem stað­festi í dag úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Dóm­stóll­inn tók ekki afstöðu til þess hvort að Isa­via ætti kröfu á ALC um að fyr­ir­tækið greiddi skuldir WOW air við Isa­via eða hversu stóran hluta þeirra.

Auglýsing

Málið má rekja til falls WOW air en Isa­via, rekstr­ar­að­ili Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, kyrr­setti eina vél í flota félags­ins, sem WOW air var með á leigu hjá ALC. Var þetta gert til að tryggja veð fyrir lend­ing­ar- og not­enda­gjöld­um, sem námu tæp­lega tveimur millj­örðum króna.

ALC hafnði þess­ari greiðslu­skyldu, þar sem vélin væri eign ALC en ekki WOW air, og skuld félags­ins var ALC ekki við­kom­andi.

Í úrskurði Lands­réttar er meðal ann­ars fjallað um leigu­samn­ing ALC við WOW air, og sagt að  kyrr­setn­ing­ar­úr­ræði Isa­via, hafi verið fyrir hendi þegar vélin var leigð. 

Þá segir að ákvæði í samn­ingnum beri með sér að ALC hafi talið mögu­legt að Isa­via gæti kyrr­sett vél­ina, vegna skulda. 

Var úrskurð­ur­inn í hér­aði því stað­fest­ur, hvað varðar heim­ild­ina til kyrr­setn­ing­ar, en máls­kostn­aður var dæmdur tvær millj­ónir sem ALC þarf að greiða. 

Ekki er tekin afstaða til upp­hæða í mál­inu, og hversu mikið ALC þarf að greiða til að losa vél­ina undan kyrr­setn­ingu, en eins og áður hefur verið greint frá, þá er mik­ill mein­ing­ar­munur á því milli Isa­via og ALC.

Oddur Ást­ráðs­son lög­maður ALC segir í við­tali við RÚV nið­ur­stöðu Lands­réttar koma á óvart og vera von­brigði, en nú sér verið að meta stöð­una og næstu skref.

Dóm­arar í Lands­rétti voru Sig­urður Tómas Magn­ús­son, Aðal­steinn Jón­as­son og Krist­björg Steph­en­sen.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent