Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air

Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.

Landsréttur
Auglýsing

Isa­via var í fullum rétti að stöðva flug­vél ALC flug­véla­leig­unnar fyrir gjald­þrot WOW air og nota hana sem trygg­ingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flug­fé­lagið skuld­aði fyr­ir­tæk­in­u. 

Að þessu komst Lands­réttur í dag, en greint var fyrst frá mál­inu á vef RÚV.

Þetta er nið­ur­staða Lands­réttar sem stað­festi í dag úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Dóm­stóll­inn tók ekki afstöðu til þess hvort að Isa­via ætti kröfu á ALC um að fyr­ir­tækið greiddi skuldir WOW air við Isa­via eða hversu stóran hluta þeirra.

Auglýsing

Málið má rekja til falls WOW air en Isa­via, rekstr­ar­að­ili Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, kyrr­setti eina vél í flota félags­ins, sem WOW air var með á leigu hjá ALC. Var þetta gert til að tryggja veð fyrir lend­ing­ar- og not­enda­gjöld­um, sem námu tæp­lega tveimur millj­örðum króna.

ALC hafnði þess­ari greiðslu­skyldu, þar sem vélin væri eign ALC en ekki WOW air, og skuld félags­ins var ALC ekki við­kom­andi.

Í úrskurði Lands­réttar er meðal ann­ars fjallað um leigu­samn­ing ALC við WOW air, og sagt að  kyrr­setn­ing­ar­úr­ræði Isa­via, hafi verið fyrir hendi þegar vélin var leigð. 

Þá segir að ákvæði í samn­ingnum beri með sér að ALC hafi talið mögu­legt að Isa­via gæti kyrr­sett vél­ina, vegna skulda. 

Var úrskurð­ur­inn í hér­aði því stað­fest­ur, hvað varðar heim­ild­ina til kyrr­setn­ing­ar, en máls­kostn­aður var dæmdur tvær millj­ónir sem ALC þarf að greiða. 

Ekki er tekin afstaða til upp­hæða í mál­inu, og hversu mikið ALC þarf að greiða til að losa vél­ina undan kyrr­setn­ingu, en eins og áður hefur verið greint frá, þá er mik­ill mein­ing­ar­munur á því milli Isa­via og ALC.

Oddur Ást­ráðs­son lög­maður ALC segir í við­tali við RÚV nið­ur­stöðu Lands­réttar koma á óvart og vera von­brigði, en nú sér verið að meta stöð­una og næstu skref.

Dóm­arar í Lands­rétti voru Sig­urður Tómas Magn­ús­son, Aðal­steinn Jón­as­son og Krist­björg Steph­en­sen.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent