Nýtt frumvarp um lækkun bankaskatts afgreitt í ríkisstjórn

Ríkisstjórn afgreiddi í gær frumvarp um að lækka bankaskatt úr 0,376 prósentum í 0,145 prósent á árunum 2021 til 2024. Áður hafði staðið til að hefja þá lækkun á næsta ári en samdráttur í efnahagslífinu frestaði því.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í gær í ríkisstjórn nýtt frumvarp um lækkun á bankaskatti. Samkvæmt því verður hinn sérstaki bankaskattur lækkaður úr 0,376 prósent af heildarskuldum þeirra fjármálafyrirtækja sem greiða hann í 0,145 prósent. 

Frumvarpið hafði áður verið lagt fram í apríl síðastliðnum og þegar gengið til efnahags- og viðskiptanefndar. Þá átti fyrsta skref lækkunarinnar að taka gildi á næsta ári, 2020. 

Þegar fjármálaáætlun var breytt í júní var hins vegar ákveðið að fresta lækkun bankaskattsins um eitt ár. Hann mun því ekki byrja að lækka á næsta ári, heldur árið 2021, og vera komin til framkvæmda að öllu leyti árið 2024. Þær breytingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efnahagslífi, aðallega vegna gjaldþrots WOW air og loðnubrests. 

Auglýsing
Verði frumvarpið að lögum má ætla að tekjur hins opinbera lækki um 18 milljarða króna á árunum 2020 til 2023. Í greinargerð sem fylgdi upprunalega frumvarpinu, sem var lagt fram í apríl, sagði að horft væri til þess að lækkunin á bankaskatti myndi skila sér til almennings í gegnum betri kjör hjá fjármálastofnunum. 

Telja skattinn rýra samkeppnishæfni

Samtök fjármálafyrirtækja, og æðstu stjórnendur viðskiptabankanna, hafa kvartað mikið undan því á undanförnum árum að bankaskatturinn rýrir samkeppnishæfni þeirra, bæði á innanlandsmarkaði þar sem þeir keppa við lífeyrissjóði um að veita landsmönnum húsnæðislán, en ekki síður í alþjóðlegri samkeppni við erlenda banka sem hafa tryggt sér viðskipta margra stórra íslenskra fyrirtækja sem stunda alþjóðlega starfsemi á undanförnum árum. Þessir aðilar, lífeyrissjóðirnir íslensku og bankar frá hinum Norðurlöndunum, þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta því, að sögn íslensku bankanna, boðið mun skaplegri lánakjör. 

Auglýsing
Samtök fjármálafyrirtækja fóru meira að segja fram á að það í umsögn sem þau skiluðu inn til efnahags- og viðskiptanefnd að Alþingi ætti að banna lífeyrissjóðum að lána ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og köll­uðu beinar lán­veit­ingar sjóð­anna „skugga­banka­starf­sem­i“. Þessi beiðni var grundvölluð á því að samkeppnisumhverfi bankanna gagnvart sjóðunum væri ekki sanngjarnt. Alþingi varð ekki við þeirri beiðni.

Í Hvít­bók um fjár­mála­kerfið, sem birt var í desember í fyrra, var sérstaklega fjallað um að það gæti verið æskilegt að breyta skattstofni bankaskatts.

Tímaramma breytt vegna samdráttar

Í apríl var svo lagt fram frumvarp þess efnis. Í greinargerð með því frumvarpi var vitnað til þess að í stjórn­ar­sátt­mála væri vikið að því að unnið verði að frek­ari skil­virkni í fjár­mála­kerf­inu með það að leið­ar­ljósi að lækka kostnað neyt­enda. Nú hefur það frumvarp verið uppfært í samræmi við nýja fjármálaáætlun og lækkun á bankaskatti, sem á að lækka tekjur ríkissjóðs um 18 milljarða króna á fjórum árum, mun nú hefjast 2021 en ekki á næsta ári. Það þýðir að lækkunin kemur fyrst til framkvæmda á því ári sem þingkosningar eru næst fyrirhugaðar. 

Íslenska ríkið er stærsti eig­andi fjár­mála­fyr­ir­tækja á Íslandi, og ræður yfir á bil­inu 70 til 80 pró­sent af þeirri þjón­ustu sem í boði er. Ríkið á Íslands­banka að öllu leyti, og ríf­lega 98 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, sem jafn­framt er stærsti bank­inn á mark­aðn­um. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent