Segir Samfylkinguna taka afstöðu gegn Íslandi

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það ekki koma sér á óvart að Samfylkingin taki afstöðu gegn Íslandi í Landsréttarmálinu. Það hafi flokkurinn áður gert í Icesave málinu og með umsókninni að Evrópusambandinu.

Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári eftir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu lá fyrir.
Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári eftir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu lá fyrir.
Auglýsing

„Hátt­virtur for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis notar orðið „skít­ur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hags­munum Íslands og íslenskrar stjórn­skip­unar er sótt í gegnum erlendar stofn­an­ir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Sam­fylk­ingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Ices­ave mál­inu og með umsókn­inni og aðlög­un­inni að Evr­ópu­sam­band­inu á sínum tíma. En þetta orð­bragð lýsir alveg nýjum metn­aði gegn hags­munum Ísland.“ 

Þetta segir Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Þar vísar hún til orða Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, vegna svar­leysis núver­andi dóms­mála­ráð­herra vegna fyr­ir­spurnar hennar um kostnað hins opin­bera af Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. 

Helga Vala sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að ráð­herr­ann hefði ekki svarað marg­ít­rek­uðum fyr­ir­spurnum sínum um málið og velti því fyrir sér hvort það gæti ekki verið að henni væri ekki svarað „því það er verið að bíða eftir nýjum dóms­­­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ 

Segir þing­menn Sam­fylk­ingar hafa staðið að „mann­rétt­inda­broti“

Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu komst að þeirri nið­ur­stöðu í mars síð­­ast­liðn­­um að Sig­ríður og Alþingi hafi skipað fjóra dóm­­ara af þeim 15 sem voru upp­haf­lega skip­aðir í Lands­rétt með ólög­­mætum hætti. Sig­ríður þurfti að segja af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Auglýsing
Í stöðu­upp­færsl­unni í dag segir Sig­ríður að ráð­herra, Alþingi og for­seti Íslands hafi allir kom­ist að sömu nið­ur­stöðu um skipun 15 dóm­ara við Lands­rétt. „Hæsti­réttur komst svo að þeirri nið­ur­stöðu að við dóm­ur­unum 15 yrði ekki hróflað og að sak­born­ingar nytu rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dóm­in­um. Allar greinar rík­is­valds­ins voru sam­stíga um nið­ur­stöð­una. Aldrei áður hafa dóm­arar verið skip­aðir með svo þéttum stuðn­ingi allra greina rík­is­valds­ins. Lands­réttur starf­aði svo með miklum ágætum á annað ár.

Þá gerir ein af póli­tískt skip­uðum stofn­unum Evr­ópu­ráðs­ins, MDE, því skóna í mála­ferlum manns, sem ját­aði að hafa ekið bif­reið undir áhrifum fíkni­efna og án öku­rétt­inda, að dómur Lands­réttar yfir mann­inum hefði verið mann­rétt­inda­brot!“

Sig­ríður bætir við að önnur ástæða fyrir ákvörðun Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sé sú ákvörðun Alþing­is, þvert á það sem hún hafi lagt til við Alþingi, að greiða atkvæði í einu lagi um allar 15 til­lög­urn­ar. „Þeir sem stóðu að þessu „mann­rétt­inda­broti“ á sak­born­ingi að mati MDE voru meðal ann­arra þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“

Eftir að Helga Vala birti sína stöðu­upp­færslu í dag birti Frétta­blaðið upp­lýs­ingar um að núver­andi dóms­mála­ráð­herra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, hafi þegar svarað fyr­ir­spurn hennar en að það svar hafi ekki enn verið birt á vef Alþing­is.

Hátt­virtur for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis notar orðið „skít­ur“ um það að íslenska ríkið taki til­...

Posted by Sig­ríður Á. And­er­sen on Wed­nes­day, Aug­ust 7, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent