Segir Samfylkinguna taka afstöðu gegn Íslandi

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það ekki koma sér á óvart að Samfylkingin taki afstöðu gegn Íslandi í Landsréttarmálinu. Það hafi flokkurinn áður gert í Icesave málinu og með umsókninni að Evrópusambandinu.

Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári eftir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu lá fyrir.
Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári eftir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu lá fyrir.
Auglýsing

„Hátt­virtur for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis notar orðið „skít­ur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hags­munum Íslands og íslenskrar stjórn­skip­unar er sótt í gegnum erlendar stofn­an­ir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Sam­fylk­ingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Ices­ave mál­inu og með umsókn­inni og aðlög­un­inni að Evr­ópu­sam­band­inu á sínum tíma. En þetta orð­bragð lýsir alveg nýjum metn­aði gegn hags­munum Ísland.“ 

Þetta segir Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Þar vísar hún til orða Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, vegna svar­leysis núver­andi dóms­mála­ráð­herra vegna fyr­ir­spurnar hennar um kostnað hins opin­bera af Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. 

Helga Vala sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að ráð­herr­ann hefði ekki svarað marg­ít­rek­uðum fyr­ir­spurnum sínum um málið og velti því fyrir sér hvort það gæti ekki verið að henni væri ekki svarað „því það er verið að bíða eftir nýjum dóms­­­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ 

Segir þing­menn Sam­fylk­ingar hafa staðið að „mann­rétt­inda­broti“

Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu komst að þeirri nið­ur­stöðu í mars síð­­ast­liðn­­um að Sig­ríður og Alþingi hafi skipað fjóra dóm­­ara af þeim 15 sem voru upp­haf­lega skip­aðir í Lands­rétt með ólög­­mætum hætti. Sig­ríður þurfti að segja af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Auglýsing
Í stöðu­upp­færsl­unni í dag segir Sig­ríður að ráð­herra, Alþingi og for­seti Íslands hafi allir kom­ist að sömu nið­ur­stöðu um skipun 15 dóm­ara við Lands­rétt. „Hæsti­réttur komst svo að þeirri nið­ur­stöðu að við dóm­ur­unum 15 yrði ekki hróflað og að sak­born­ingar nytu rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dóm­in­um. Allar greinar rík­is­valds­ins voru sam­stíga um nið­ur­stöð­una. Aldrei áður hafa dóm­arar verið skip­aðir með svo þéttum stuðn­ingi allra greina rík­is­valds­ins. Lands­réttur starf­aði svo með miklum ágætum á annað ár.

Þá gerir ein af póli­tískt skip­uðum stofn­unum Evr­ópu­ráðs­ins, MDE, því skóna í mála­ferlum manns, sem ját­aði að hafa ekið bif­reið undir áhrifum fíkni­efna og án öku­rétt­inda, að dómur Lands­réttar yfir mann­inum hefði verið mann­rétt­inda­brot!“

Sig­ríður bætir við að önnur ástæða fyrir ákvörðun Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sé sú ákvörðun Alþing­is, þvert á það sem hún hafi lagt til við Alþingi, að greiða atkvæði í einu lagi um allar 15 til­lög­urn­ar. „Þeir sem stóðu að þessu „mann­rétt­inda­broti“ á sak­born­ingi að mati MDE voru meðal ann­arra þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“

Eftir að Helga Vala birti sína stöðu­upp­færslu í dag birti Frétta­blaðið upp­lýs­ingar um að núver­andi dóms­mála­ráð­herra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, hafi þegar svarað fyr­ir­spurn hennar en að það svar hafi ekki enn verið birt á vef Alþing­is.

Hátt­virtur for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis notar orðið „skít­ur“ um það að íslenska ríkið taki til­...

Posted by Sig­ríður Á. And­er­sen on Wed­nes­day, Aug­ust 7, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent