Gildi orðinn þriðji stærsti eigandi Arion banka

Lífeyrissjóðurinn Gildi hefur bætt við sig hlutum í Arion banka og á nú yfir fimm prósent hlut. Stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga samtals tæplega 12 prósent í bankanum.

Rúmt ár er síðan að Arion banki var skráður á markað.
Rúmt ár er síðan að Arion banki var skráður á markað.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi hefur bætt við sig hlutum í Arion banka og er nú kom­inn með yfir fimm pró­sent eign­ar­hlut, sem þýðir að við­skipti verða flögg­un­ar­skyld. Sam­kvæmt til­kynn­ingu til Kaup­hallar er eign­ar­hlutur Gildis nú 5,39 pró­sent en var 4,73 pró­sent fyrir við­skipt­in. Það gerir Gildi að þriðja stærsta eig­anda Arion banka á eftir vog­un­ar­sjóð­unum Taconic Capi­tal (23,53 pró­sent) og Och Ziff Capi­tal (9,25 pró­sent). 

Gildi er þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. Hinir tveir stóru sjóð­irn­ir, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, eiga einnig umtals­verðan hlut í Arion banka. LSR á 3,58 pró­sent hlut en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna 2,73 pró­sent. Sam­eig­in­legur eign­ar­hluti þeirra er því 11,68 pró­sent. Stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn er fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem á 4,96 pró­sent hlut. 

Auglýsing
Arion banki mun kynna afkomu ann­ars árs­fjórð­ungs árs­ins síð­degis á fimmtu­dag. Það verður fyrsta birt­ing upp­gjörs eftir að Bene­dikt Gísla­son var ráð­inn banka­stjóri bank­ans fyrr á þessu ári. 

Tveir nýir stjórn­ar­menn kosnir

Hlut­hafa­fundur fer fram í Arion banka næst­kom­andi föstu­dag, þann 9. ágúst, dag­inn eftir að hálfs­árs­upp­gjörið verður gert opin­bert. Þar verður meðal ann­ars kosið um tvo nýja stjórn­ar­menn sem eiga að starfa fram að næsta aðal­fundi bank­ans, sem fram mun fara vorið 2020. 

Þrír hafa boðið sig fram til setu í stjórn­inni. Þeir eru Gunnar Sturlu­son, lög­maður og einn eig­anda Logos , Paul Ric­hard Horn­er, starfs­maður Ulster Bank Ireland og Már Wolf­gang Mixa hag­fræð­ing­ur. Til­nefn­ing­ar­nefnd Arion banka hefur farið yfir fram­boð þeirra og í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands kemur fram að hún leggi til að Gunnar Sturlu­son og Paul Ric­hard Horner verði kjörnir stjórn­ar­menn. 

Auk þess verður kosið um eitt sæti í til­nefn­ing­ar­nefnd bank­ans. Einn gefur kost á sér í það sæti, Júl­íus Þor­finns­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­fé­lags­ins Stoða, sem eiga 4,96 pró­sent hlut í bank­an­um. Stjórn Arion banka hefur metið hæði Júl­í­usar og sam­kvæmt til­kynn­ingu er hann óháður Arion banka. 

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent