Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum

Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.

Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Auglýsing

Starfs­menn Umhverf­is­stofn­unar tóku mynd af rusli og blaut­þurrkum í skólp­hreinsi­stöð­inni í Kletta­görðum á dög­unum en á henni má sjá hvernig náðst hefur að sía ruslið frá. Við til­efnið vill Umhverf­is­stofnun minna á að allt rusl sem fer í hol­ræsi og kló­sett á oft greiða leið út í sjó. „Við viljum hvetja fólk til að henda ekki öðru en pappír í kló­sett­in,“ segir á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Þá tekur Umhverf­is­stofnun það sér­stak­lega fram að myndin sé ekki af lista­verki, þetta sé ruslið og blaut­þurrk­urnar sem „við hendum í kló­settin og á göt­urn­ar. Þar sem ekki er skólp­hreinsun fara þessi meng­andi óboðnu gestir beint út í sjó!“

Auglýsing

Blaut­­klút­­­arnir langstærsta vanda­­málið

Árlega fara um 70 til 80 milljón tonn af skólpi gegnum hreinsi­­stöðvar Veitna. Þar af eru um 200 tonn af fitu sem hellt er í nið­­ur­­föll en áætlað er að um 65 tonn af blaut­þurrkum sé hent í kló­­sett á ári, sam­­kvæmt frétt RÚV frá því í jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Langstærsta vanda­­málið eru blaut­­klút­­­arn­ir, sem allt of margir henda í kló­­sett­ið. Það ger­ist ítrekað að blaut­­klútar stífla skólp­hreinsi­­dælur á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Íris Þór­­ar­ins­dótt­ir, tækn­i­­stjóri frá­­veitu hjá Veit­um, sagði í sam­tali við RÚV að flestir þessir klútar væru úr fínum plast­­trefjum og leyst­ust því alls ekki upp eins og kló­­sett­­pappír gerir í frá­­veit­u­­kerf­inu.

Blaut­­klút­­­arnir vefj­­ast utan um dæl­­urnar og bland­­ast við fitu og annan úrgang. „Og myndar köggla, og það er þetta sam­bland af blaut­­klútum og öðru rusli, og fitu, sem líka kemur mikið í frá­­veit­u­­kerfið en ætti ekki að gera það, sem er að mynda þessa fit­u­hlunka,“ sagði Íris.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent