Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum

Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.

Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Auglýsing

Starfs­menn Umhverf­is­stofn­unar tóku mynd af rusli og blaut­þurrkum í skólp­hreinsi­stöð­inni í Kletta­görðum á dög­unum en á henni má sjá hvernig náðst hefur að sía ruslið frá. Við til­efnið vill Umhverf­is­stofnun minna á að allt rusl sem fer í hol­ræsi og kló­sett á oft greiða leið út í sjó. „Við viljum hvetja fólk til að henda ekki öðru en pappír í kló­sett­in,“ segir á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Þá tekur Umhverf­is­stofnun það sér­stak­lega fram að myndin sé ekki af lista­verki, þetta sé ruslið og blaut­þurrk­urnar sem „við hendum í kló­settin og á göt­urn­ar. Þar sem ekki er skólp­hreinsun fara þessi meng­andi óboðnu gestir beint út í sjó!“

Auglýsing

Blaut­­klút­­­arnir langstærsta vanda­­málið

Árlega fara um 70 til 80 milljón tonn af skólpi gegnum hreinsi­­stöðvar Veitna. Þar af eru um 200 tonn af fitu sem hellt er í nið­­ur­­föll en áætlað er að um 65 tonn af blaut­þurrkum sé hent í kló­­sett á ári, sam­­kvæmt frétt RÚV frá því í jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Langstærsta vanda­­málið eru blaut­­klút­­­arn­ir, sem allt of margir henda í kló­­sett­ið. Það ger­ist ítrekað að blaut­­klútar stífla skólp­hreinsi­­dælur á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Íris Þór­­ar­ins­dótt­ir, tækn­i­­stjóri frá­­veitu hjá Veit­um, sagði í sam­tali við RÚV að flestir þessir klútar væru úr fínum plast­­trefjum og leyst­ust því alls ekki upp eins og kló­­sett­­pappír gerir í frá­­veit­u­­kerf­inu.

Blaut­­klút­­­arnir vefj­­ast utan um dæl­­urnar og bland­­ast við fitu og annan úrgang. „Og myndar köggla, og það er þetta sam­bland af blaut­­klútum og öðru rusli, og fitu, sem líka kemur mikið í frá­­veit­u­­kerfið en ætti ekki að gera það, sem er að mynda þessa fit­u­hlunka,“ sagði Íris.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent