Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins

Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.

Blautklútar Mynd: Umhverfisstofnun
Auglýsing

Alls voru tíndir 977 blautklútar í fjörunni í Bakkavík á Seltjarnarnesi í síðustu viku en aldrei hafa fundist eins margir blautklútar í einni hreinsunarferð. Þetta kemur fram í frétt Umhverfisstofnunar í dag.

Til samanburðar voru alls tíndir 753 blautklútar árið 2017 og 605 árið 2018.

Í síðustu viku fóru starfsmenn Umhverfisstofnunar í fjöruna í Bakkavík á Seltjarnarnesi að tína rusl, vegna vöktunarverkefnis stofnunarinnar. Vöktunin felur í sér að tína allt rusl á 100 metra kafla, fjórum sinnum á ári. Ruslið er flokkað eftir staðlaðri aðferðafræði og eru gögnin notuð til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu rusls á ströndum. Í frétt Umhverfisstofnunar kemur fram að fljótlega hafi orðið áberandi hversu mikið var af blautklútum, sem síðan var staðfest eftir talningu á ruslinu eins og áður segir.

Auglýsing

Umhverfisstofnun ítrekar við tilefnið að klósettið er ekki ruslafata en stofnunin hóf vöktun rusls á ströndum sumarið 2016, samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR. Vaktað er fyrirfram afmarkað svæði á hverri strönd. Tilgangur vöktunarinnar er að finna uppruna rusls á ströndum, hvaða flokkar rusls safnast mest fyrir, meta magn sem safnast fyrir yfir ákveðið tímabil og að fjarlægja ruslið. Með vöktuninni uppfyllir Ísland hluta af aðgerðaráætlun OSPAR, um að draga úr skaðsemi úrgangs í hafi og á ströndum. OSPAR er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins sem Ísland hefur staðfest.

Blautklútarnir langstærsta vandamálið

Árlega fara um 70 til 80 milljón tonn af skólpi gegnum hreinsistöðvar Veitna. Þar af eru um 200 tonn af fitu sem hellt er í niðurföll en áætlað er að um 65 tonn af blautþurrkum sé hent í klósett á ári, samkvæmt frétt RÚV frá því í janúar síðastliðnum.

Langstærsta vandamálið eru blautklútarnir, sem allt of margir henda í klósettið. Það gerist ítrekað að blautklútar stífla skólphreinsidælur á höfuðborgarsvæðinu.

Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu hjá Veitum, sagði í samtali við RÚV að flestir þessir klútar væru úr fínum plasttrefjum og leystust því alls ekki upp eins og klósettpappír gerir í fráveitukerfinu.

Blautklútarnir vefjast utan um dælurnar og blandast við fitu og annan úrgang. „Og myndar köggla, og það er þetta sambland af blautklútum og öðru rusli, og fitu, sem líka kemur mikið í fráveitukerfið en ætti ekki að gera það, sem er að mynda þessa fituhlunka,“ sagði Íris.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent