Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga

Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Minnst verður jök­uls­ins Ok með afhjúpun minn­ing­ar­skjaldar þar sem jökul­inn var í Borg­ar­firð­i þann 18. ágúst næst­kom­andi. Okjök­ull var afskráður sem jök­ull árið 2014 en talið er að hann sé fyrsti jökul­inn til að hverfa vegna ­lofts­lags­breyt­inga. Minn­ing­ar­skjöld­ur­inn er því hugs­aður sem áminn­ing um ­lofts­lags­breyt­ing­ar og er stíl­aður á fram­tíð­ina. Andri Snær Magna­son, rit­höf­und­ur, var feng­inn til að semja text­ann á skild­in­um:  

„Ok er fyrsti nafn­kunni jök­ull­inn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar lands­ins fari sömu leið. Þetta minn­is­merkið er til vitnis um að við vitum hvað er ger­ast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitt­hvað.“ 

Telja að allir jöklar á Íslandi munu hverfa á næstu 200 árum

Okjök­ull var um 15 ferkíló­metrar um aldamótin 1900 en hafði rýrnað í um 4 ferkíló­metra einni öld síð­ar. Árið 2012 var hann kom­inn niður í 0,7 ferkíló­metra og árið 2014 var hann afskráður sem jök­ull þar eð aðeins voru eftir þunn­ir, sund­ur­lausir ís­flákar þar sem jök­ull stóð forð­u­m. 

Á síð­ustu árum hafa margir ís­lenskir smájöklar látið á sjá, eða jafn­vel horf­ið. ­Lofts­lags­­spár gera ráð fyrir að veð­­ur­far á Íslandi hlýni um um það bil 2 gráð­­ur á yfir­­stand­andi öld og að jafn­­vel hlýni enn meira á næstu öld þar á eft­­ir. Í ljósi þess telja jökla­fræð­ingar að allir jöklar á Íslandi gætu verið horfnir eftir 150 til 200 ár. 

Okjökull árið 2003 og var þá ákomusvæði jökulsins horfið. Mynd: Oddur Sigurðsson

Í frétta­til­kynn­ingu frá­ Rice há­skól­anum í Texa­s ­segir að rann­sak­endur frá háskól­an­um, ásamt Odd Sig­urðs­syni, jökla­fræð­ing, og Andra Snæ Magna­syni munu afhjúpa minn­ing­ar­skjöld­inn þann 18. ágúst næst­kom­andi í Borgarfirði.

Auglýsing
 

Fjallað var um Okjökul í heim­ilda­mynd­inni „Not Ok“ sem fram­leidd var af Cy­mene Howe og Dom­in­ic ­Boyer, mann­fræð­ingum frá­ Rice háskóla. Jón Gn­arr tal­setti mynd­ina en mynd­inni fjall­aði um rýrnun jök­uls­ins og áhrif ­lofts­lags­breyt­inga. 

Howe og Boyer standa einnig að gerð minn­ing­ar­skjald­ar­ins en í til­kynn­ing­unni segir að þeir hafi viljað skapa minn­is­varða um lít­inn jök­ull sem hafði stóra sögu að segja. „Þetta verður fyrsti minn­is­varð­inn um jök­ull sem hverfur vegna ­loft­lags­breyt­inga í heim­in­um. Með því að minn­ast jök­uls­ins von­umst við til þess að vekja athygli á rýrnun jökla. Jöklar eru mesta ferskvatns­­­forða­­búr jarðar og frosið inn í þeim eru sögur af and­rúms­loft­inu. Enn fremur eru jöklar oft mik­il­væg menn­ing­ar­tákn,“ seg­ir Howe.

Howe bendir jafn­framt á að minn­is­varðar séu ekki fyrir hina látnu heldur fyrir hina lif­andi. „Með þessu minn­is­merki viljum við leggja áherslu á að það er undir okkur komið að bregð­ast við hraðri rýrn­un jökla og á­fram­hald­and­i á­hrif­um ­lofts­lags­breyt­inga í sam­ein­ingu. Fyrir Okjök­ull er það nú þegar of seint en jök­ull­inn er nú orðin það sem vís­inda­menn kalla „dauður ís“.“

Ok is no lon­ger a glaci­er. In colla­boration with Cymene Howe, Dom­inic Boyer and geolog­ist Oddur Sig­urðs­son we will place...

Posted by Andri Snær Magna­son on Monday, July 22, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent