Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga

Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Minnst verður jök­uls­ins Ok með afhjúpun minn­ing­ar­skjaldar þar sem jökul­inn var í Borg­ar­firð­i þann 18. ágúst næst­kom­andi. Okjök­ull var afskráður sem jök­ull árið 2014 en talið er að hann sé fyrsti jökul­inn til að hverfa vegna ­lofts­lags­breyt­inga. Minn­ing­ar­skjöld­ur­inn er því hugs­aður sem áminn­ing um ­lofts­lags­breyt­ing­ar og er stíl­aður á fram­tíð­ina. Andri Snær Magna­son, rit­höf­und­ur, var feng­inn til að semja text­ann á skild­in­um:  

„Ok er fyrsti nafn­kunni jök­ull­inn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar lands­ins fari sömu leið. Þetta minn­is­merkið er til vitnis um að við vitum hvað er ger­ast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitt­hvað.“ 

Telja að allir jöklar á Íslandi munu hverfa á næstu 200 árum

Okjök­ull var um 15 ferkíló­metrar um aldamótin 1900 en hafði rýrnað í um 4 ferkíló­metra einni öld síð­ar. Árið 2012 var hann kom­inn niður í 0,7 ferkíló­metra og árið 2014 var hann afskráður sem jök­ull þar eð aðeins voru eftir þunn­ir, sund­ur­lausir ís­flákar þar sem jök­ull stóð forð­u­m. 

Á síð­ustu árum hafa margir ís­lenskir smájöklar látið á sjá, eða jafn­vel horf­ið. ­Lofts­lags­­spár gera ráð fyrir að veð­­ur­far á Íslandi hlýni um um það bil 2 gráð­­ur á yfir­­stand­andi öld og að jafn­­vel hlýni enn meira á næstu öld þar á eft­­ir. Í ljósi þess telja jökla­fræð­ingar að allir jöklar á Íslandi gætu verið horfnir eftir 150 til 200 ár. 

Okjökull árið 2003 og var þá ákomusvæði jökulsins horfið. Mynd: Oddur Sigurðsson

Í frétta­til­kynn­ingu frá­ Rice há­skól­anum í Texa­s ­segir að rann­sak­endur frá háskól­an­um, ásamt Odd Sig­urðs­syni, jökla­fræð­ing, og Andra Snæ Magna­syni munu afhjúpa minn­ing­ar­skjöld­inn þann 18. ágúst næst­kom­andi í Borgarfirði.

Auglýsing
 

Fjallað var um Okjökul í heim­ilda­mynd­inni „Not Ok“ sem fram­leidd var af Cy­mene Howe og Dom­in­ic ­Boyer, mann­fræð­ingum frá­ Rice háskóla. Jón Gn­arr tal­setti mynd­ina en mynd­inni fjall­aði um rýrnun jök­uls­ins og áhrif ­lofts­lags­breyt­inga. 

Howe og Boyer standa einnig að gerð minn­ing­ar­skjald­ar­ins en í til­kynn­ing­unni segir að þeir hafi viljað skapa minn­is­varða um lít­inn jök­ull sem hafði stóra sögu að segja. „Þetta verður fyrsti minn­is­varð­inn um jök­ull sem hverfur vegna ­loft­lags­breyt­inga í heim­in­um. Með því að minn­ast jök­uls­ins von­umst við til þess að vekja athygli á rýrnun jökla. Jöklar eru mesta ferskvatns­­­forða­­búr jarðar og frosið inn í þeim eru sögur af and­rúms­loft­inu. Enn fremur eru jöklar oft mik­il­væg menn­ing­ar­tákn,“ seg­ir Howe.

Howe bendir jafn­framt á að minn­is­varðar séu ekki fyrir hina látnu heldur fyrir hina lif­andi. „Með þessu minn­is­merki viljum við leggja áherslu á að það er undir okkur komið að bregð­ast við hraðri rýrn­un jökla og á­fram­hald­and­i á­hrif­um ­lofts­lags­breyt­inga í sam­ein­ingu. Fyrir Okjök­ull er það nú þegar of seint en jök­ull­inn er nú orðin það sem vís­inda­menn kalla „dauður ís“.“

Ok is no lon­ger a glaci­er. In colla­boration with Cymene Howe, Dom­inic Boyer and geolog­ist Oddur Sig­urðs­son we will place...

Posted by Andri Snær Magna­son on Monday, July 22, 2019


Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent