Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga

Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Minnst verður jök­uls­ins Ok með afhjúpun minn­ing­ar­skjaldar þar sem jökul­inn var í Borg­ar­firð­i þann 18. ágúst næst­kom­andi. Okjök­ull var afskráður sem jök­ull árið 2014 en talið er að hann sé fyrsti jökul­inn til að hverfa vegna ­lofts­lags­breyt­inga. Minn­ing­ar­skjöld­ur­inn er því hugs­aður sem áminn­ing um ­lofts­lags­breyt­ing­ar og er stíl­aður á fram­tíð­ina. Andri Snær Magna­son, rit­höf­und­ur, var feng­inn til að semja text­ann á skild­in­um:  

„Ok er fyrsti nafn­kunni jök­ull­inn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar lands­ins fari sömu leið. Þetta minn­is­merkið er til vitnis um að við vitum hvað er ger­ast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitt­hvað.“ 

Telja að allir jöklar á Íslandi munu hverfa á næstu 200 árum

Okjök­ull var um 15 ferkíló­metrar um aldamótin 1900 en hafði rýrnað í um 4 ferkíló­metra einni öld síð­ar. Árið 2012 var hann kom­inn niður í 0,7 ferkíló­metra og árið 2014 var hann afskráður sem jök­ull þar eð aðeins voru eftir þunn­ir, sund­ur­lausir ís­flákar þar sem jök­ull stóð forð­u­m. 

Á síð­ustu árum hafa margir ís­lenskir smájöklar látið á sjá, eða jafn­vel horf­ið. ­Lofts­lags­­spár gera ráð fyrir að veð­­ur­far á Íslandi hlýni um um það bil 2 gráð­­ur á yfir­­stand­andi öld og að jafn­­vel hlýni enn meira á næstu öld þar á eft­­ir. Í ljósi þess telja jökla­fræð­ingar að allir jöklar á Íslandi gætu verið horfnir eftir 150 til 200 ár. 

Okjökull árið 2003 og var þá ákomusvæði jökulsins horfið. Mynd: Oddur Sigurðsson

Í frétta­til­kynn­ingu frá­ Rice há­skól­anum í Texa­s ­segir að rann­sak­endur frá háskól­an­um, ásamt Odd Sig­urðs­syni, jökla­fræð­ing, og Andra Snæ Magna­syni munu afhjúpa minn­ing­ar­skjöld­inn þann 18. ágúst næst­kom­andi í Borgarfirði.

Auglýsing
 

Fjallað var um Okjökul í heim­ilda­mynd­inni „Not Ok“ sem fram­leidd var af Cy­mene Howe og Dom­in­ic ­Boyer, mann­fræð­ingum frá­ Rice háskóla. Jón Gn­arr tal­setti mynd­ina en mynd­inni fjall­aði um rýrnun jök­uls­ins og áhrif ­lofts­lags­breyt­inga. 

Howe og Boyer standa einnig að gerð minn­ing­ar­skjald­ar­ins en í til­kynn­ing­unni segir að þeir hafi viljað skapa minn­is­varða um lít­inn jök­ull sem hafði stóra sögu að segja. „Þetta verður fyrsti minn­is­varð­inn um jök­ull sem hverfur vegna ­loft­lags­breyt­inga í heim­in­um. Með því að minn­ast jök­uls­ins von­umst við til þess að vekja athygli á rýrnun jökla. Jöklar eru mesta ferskvatns­­­forða­­búr jarðar og frosið inn í þeim eru sögur af and­rúms­loft­inu. Enn fremur eru jöklar oft mik­il­væg menn­ing­ar­tákn,“ seg­ir Howe.

Howe bendir jafn­framt á að minn­is­varðar séu ekki fyrir hina látnu heldur fyrir hina lif­andi. „Með þessu minn­is­merki viljum við leggja áherslu á að það er undir okkur komið að bregð­ast við hraðri rýrn­un jökla og á­fram­hald­and­i á­hrif­um ­lofts­lags­breyt­inga í sam­ein­ingu. Fyrir Okjök­ull er það nú þegar of seint en jök­ull­inn er nú orðin það sem vís­inda­menn kalla „dauður ís“.“

Ok is no lon­ger a glaci­er. In colla­boration with Cymene Howe, Dom­inic Boyer and geolog­ist Oddur Sig­urðs­son we will place...

Posted by Andri Snær Magna­son on Monday, July 22, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent