Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga

Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Minnst verður jök­uls­ins Ok með afhjúpun minn­ing­ar­skjaldar þar sem jökul­inn var í Borg­ar­firð­i þann 18. ágúst næst­kom­andi. Okjök­ull var afskráður sem jök­ull árið 2014 en talið er að hann sé fyrsti jökul­inn til að hverfa vegna ­lofts­lags­breyt­inga. Minn­ing­ar­skjöld­ur­inn er því hugs­aður sem áminn­ing um ­lofts­lags­breyt­ing­ar og er stíl­aður á fram­tíð­ina. Andri Snær Magna­son, rit­höf­und­ur, var feng­inn til að semja text­ann á skild­in­um:  

„Ok er fyrsti nafn­kunni jök­ull­inn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar lands­ins fari sömu leið. Þetta minn­is­merkið er til vitnis um að við vitum hvað er ger­ast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitt­hvað.“ 

Telja að allir jöklar á Íslandi munu hverfa á næstu 200 árum

Okjök­ull var um 15 ferkíló­metrar um aldamótin 1900 en hafði rýrnað í um 4 ferkíló­metra einni öld síð­ar. Árið 2012 var hann kom­inn niður í 0,7 ferkíló­metra og árið 2014 var hann afskráður sem jök­ull þar eð aðeins voru eftir þunn­ir, sund­ur­lausir ís­flákar þar sem jök­ull stóð forð­u­m. 

Á síð­ustu árum hafa margir ís­lenskir smájöklar látið á sjá, eða jafn­vel horf­ið. ­Lofts­lags­­spár gera ráð fyrir að veð­­ur­far á Íslandi hlýni um um það bil 2 gráð­­ur á yfir­­stand­andi öld og að jafn­­vel hlýni enn meira á næstu öld þar á eft­­ir. Í ljósi þess telja jökla­fræð­ingar að allir jöklar á Íslandi gætu verið horfnir eftir 150 til 200 ár. 

Okjökull árið 2003 og var þá ákomusvæði jökulsins horfið. Mynd: Oddur Sigurðsson

Í frétta­til­kynn­ingu frá­ Rice há­skól­anum í Texa­s ­segir að rann­sak­endur frá háskól­an­um, ásamt Odd Sig­urðs­syni, jökla­fræð­ing, og Andra Snæ Magna­syni munu afhjúpa minn­ing­ar­skjöld­inn þann 18. ágúst næst­kom­andi í Borgarfirði.

Auglýsing
 

Fjallað var um Okjökul í heim­ilda­mynd­inni „Not Ok“ sem fram­leidd var af Cy­mene Howe og Dom­in­ic ­Boyer, mann­fræð­ingum frá­ Rice háskóla. Jón Gn­arr tal­setti mynd­ina en mynd­inni fjall­aði um rýrnun jök­uls­ins og áhrif ­lofts­lags­breyt­inga. 

Howe og Boyer standa einnig að gerð minn­ing­ar­skjald­ar­ins en í til­kynn­ing­unni segir að þeir hafi viljað skapa minn­is­varða um lít­inn jök­ull sem hafði stóra sögu að segja. „Þetta verður fyrsti minn­is­varð­inn um jök­ull sem hverfur vegna ­loft­lags­breyt­inga í heim­in­um. Með því að minn­ast jök­uls­ins von­umst við til þess að vekja athygli á rýrnun jökla. Jöklar eru mesta ferskvatns­­­forða­­búr jarðar og frosið inn í þeim eru sögur af and­rúms­loft­inu. Enn fremur eru jöklar oft mik­il­væg menn­ing­ar­tákn,“ seg­ir Howe.

Howe bendir jafn­framt á að minn­is­varðar séu ekki fyrir hina látnu heldur fyrir hina lif­andi. „Með þessu minn­is­merki viljum við leggja áherslu á að það er undir okkur komið að bregð­ast við hraðri rýrn­un jökla og á­fram­hald­and­i á­hrif­um ­lofts­lags­breyt­inga í sam­ein­ingu. Fyrir Okjök­ull er það nú þegar of seint en jök­ull­inn er nú orðin það sem vís­inda­menn kalla „dauður ís“.“

Ok is no lon­ger a glaci­er. In colla­boration with Cymene Howe, Dom­inic Boyer and geolog­ist Oddur Sig­urðs­son we will place...

Posted by Andri Snær Magna­son on Monday, July 22, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent