Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum

Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Helm­ingur lands­manna seg­ist hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orku­pakka ESB á hags­muni þjóð­ar­innar en um þriðj­ungur hefur miklar áhyggj­ur. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 9. til 16. sept­em­ber síð­ast­liðna.

Alls kváð­ust 22 pró­sent hafa mjög miklar áhyggjur af áhrifum þriðja orku­pakk­ans, 12 pró­sent kváð­ust hafa frekar miklar áhyggj­ur, 16 pró­sent bæð­i/og, 17 pró­sent frekar litlar áhyggjur og 33 pró­sent mjög litlar eða engar áhyggj­ur.

Auglýsing

Í frétt MMR kemur fram að fyr­ir­tækið hafði áður mælt hversu fylgj­andi eða and­vígir lands­menn væru gagn­vart inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans á Íslandi en í könnun sem fram­kvæmd var í júní á þessu ári reynd­ust 46 pró­sent svar­enda and­vígir inn­leið­ing­unni og 34 pró­sent hlynntir henni.

Mynd: MMR

Nokkur munur reynd­ist á áhyggjum karla og kvenna en karlar reynd­ust lík­legri en konur til að segj­ast hafa litlar áhyggjur af áhrifum þriðja orku­pakk­ans á hags­muni þjóð­ar­innar en 41 pró­sent karla sögð­ust hafa mjög litlar eða engar áhyggj­ur, sam­an­borið við 23 pró­sent kvenna. Þá kváð­ust 27 pró­sent kvenna hafa mjög miklar áhyggjur af áhrifum orku­pakk­ans en 19 pró­sent karla.

Svar­endur í elsta ald­urs­hópn­um, 67 ára og eldri, voru lík­legri en svar­endur ann­arra ald­urs­hópa til að segj­ast hafa miklar áhyggjur af áhrifum inn­leið­ingar orku­pakk­ans, eða 41 pró­sent, en 34 pró­sent þeirra sögð­ust hafa mjög miklar áhyggj­ur. Svar­endur yngsta ald­urs­hóps­ins, 18 til 29 ára, reynd­ust hins vegar lík­leg­astir allra ald­urs­hópa til að segj­ast hafa litlar áhyggj­ur, eða 55 pró­sent, en 41 pró­sent þeirra kváð­ust hafa mjög litlar eða engar áhyggj­ur.

Þá reynd­ust svar­endur búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lík­legri til að segj­ast hafa litlar áhyggjur af áhrifum pakk­ans á hags­muni þjóð­ar­innar heldur en íbúar lands­byggð­ar­innar en 37 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa kváð­ust hafa mjög litlar eða engar áhyggj­ur. Þá kváð­ust 28 pró­sent lands­byggð­ar­búa hafa mjög miklar áhyggj­ur, sam­an­borið við 19 pró­sent þeirra af höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mið­flokk­ur­inn sker sig úr

Kjós­endur Mið­flokks­ins hafa lang­mestar áhyggjur af áhrifum þriðja orku­pakk­ans á hags­muni þjóð­ar­inn­ar. Alls hafa 72 pró­sent kjós­enda hans mjög miklar áhyggjur af áhrif­unum og alls 90 pró­sent þeirra hafa mjög miklar eða frekar miklar áhyggjur af hon­um.. Næst mestar áhyggjur eru hjá kjós­endur Fram­sókn­ar, þar sem 26 pró­sent segj­ast hafa mjög miklar áhyggjur af áhrifum orku­pakkkans og 11 pró­sent til við­bótar frekar miklar áhyggj­ur.

Athygli vekur að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ast nokkuð rólegir yfir mál­inu, en mikið var látið með meinta úlfúð innan flokks­ins þegar orku­pakkaum­ræðan stóð sem hæst. Þar segj­ast ein­ungis sjö pró­sent kjós­enda að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af áhrifum orku­pakk­ans á íslenska hags­muni og 13 pró­sent frekar miklar áhyggj­ur. Ein­ungis á meðal Pírata (sex pró­sent) eru mjög miklu áhyggj­urnar minni. Vert er þó að taka fram að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur mælst sögu­lega lágt í könn­unum MMR upp á síðkastið og verið undir 20 pró­sent nokkrar kann­anir í röð. Því kann að vera að hluti af þeim hópi sem var óánægður með orku­pakka­málið sé nú ákveð­inn í að kjósa annan flokk og mælist því á meðal kjós­enda hans nú.

Minnstu áhyggj­urnar af mál­inu eru á meðal þeirra tveggja flokka sem hafa Evr­ópu­sam­bands­að­ild á stefnu­skrá sinni, Sam­fylk­ingu og Við­reisn. Innan þeirra raða hafa 82-83 pró­sent kjós­enda flokk­anna litlar eða engar áhyggjur af áhrifum orku­pakk­ans á íslenska hags­muni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent