Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag

Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.

Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Auglýsing

Hlutabréf Í Iceland Seafood International verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands 29. október næstkomandi eftir að Nasdaq Iceland, sem á og rekur kauphöllina, samþykkti umsókn félagsins um skráningu á þann markað. Áður var Iceland Seafood skráð á First North markaðinn.  

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag. 

Stjórn Iceland Seafood International hf. óskaði eftir því að öll hluta­bréf í félag­inu verði tekin til við­skipta á Aðal­mark­aðinum í byrjun októbermánaðar.

Auglýsing
Almennt útboð á hluta­bréfum félags­ins hófst klukkan 12:00 mið­viku­dag­inn 16. októ­ber lauk klukkan 16:00 þann sama dag, eða við lokun mark­aða á hefðbundum tíma.

Í útboðinu voru seldir 225 milljónir hluta í félaginu fyrir alls rúmlega 2,1 milljarð króna. Gengi bréfanna var því 9,5 krónur á hlut. Um var að ræða 9,63 prósent hlut í Icelandic Seafood. 

Bjarni Ármanns­son, sem eitt sinn var forstjóri Glitnis, er for­stjóri Iceland Seafood. Félag í hans eigu, Sjávarsýn ehf., var líka stærsti eigandi Iceland Seafood fyrir nýlegt hlutafjárútboð, með 10,6 prósent eignarhlut. Félagið Nesfiskur ehf. átti 10,2 prósent hlut, FISK Seafood, sjávarútvegsarmur Kaupfélags Skagfirðinga átti sömuleiðis 10,2 prósent hlut og Jakob Valgeir ehf., í eigu útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, var fjórði stærsti eigandinn með 9,7 prósent hlut. 

Þar á eftir kom félagið Solo Holding ehf. með 8,9 prósent hlut, en það félag er í eigu Sjávarsýnar, FISK Seafood, Jakobs Valgeirs, Nesfisks og Útgerðarfélags Reykjavíkur ehf., sem keypti þriðjung í því í nóvember í fyrra. Helsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur er Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, en félagið er langstærsti eigandi Brims með yfir helmingseignarhlut.

Í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins eru Liv Berg­þór­s­dótt­ir, fyrrverandi stjórn­­­ar­­for­­maður WOW air og Aur app, og fyrr­ver­andi for­­stjóri Nova, ­­Magnús Bjarna­­son, stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri MAR Advisors og fyrverandi for­­stjóri Icelandic Group, og áðurnefndur Jakob Val­­geir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent