Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag

Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.

Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Auglýsing

Hlutabréf Í Iceland Seafood International verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands 29. október næstkomandi eftir að Nasdaq Iceland, sem á og rekur kauphöllina, samþykkti umsókn félagsins um skráningu á þann markað. Áður var Iceland Seafood skráð á First North markaðinn.  

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag. 

Stjórn Iceland Seafood International hf. óskaði eftir því að öll hluta­bréf í félag­inu verði tekin til við­skipta á Aðal­mark­aðinum í byrjun októbermánaðar.

Auglýsing
Almennt útboð á hluta­bréfum félags­ins hófst klukkan 12:00 mið­viku­dag­inn 16. októ­ber lauk klukkan 16:00 þann sama dag, eða við lokun mark­aða á hefðbundum tíma.

Í útboðinu voru seldir 225 milljónir hluta í félaginu fyrir alls rúmlega 2,1 milljarð króna. Gengi bréfanna var því 9,5 krónur á hlut. Um var að ræða 9,63 prósent hlut í Icelandic Seafood. 

Bjarni Ármanns­son, sem eitt sinn var forstjóri Glitnis, er for­stjóri Iceland Seafood. Félag í hans eigu, Sjávarsýn ehf., var líka stærsti eigandi Iceland Seafood fyrir nýlegt hlutafjárútboð, með 10,6 prósent eignarhlut. Félagið Nesfiskur ehf. átti 10,2 prósent hlut, FISK Seafood, sjávarútvegsarmur Kaupfélags Skagfirðinga átti sömuleiðis 10,2 prósent hlut og Jakob Valgeir ehf., í eigu útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, var fjórði stærsti eigandinn með 9,7 prósent hlut. 

Þar á eftir kom félagið Solo Holding ehf. með 8,9 prósent hlut, en það félag er í eigu Sjávarsýnar, FISK Seafood, Jakobs Valgeirs, Nesfisks og Útgerðarfélags Reykjavíkur ehf., sem keypti þriðjung í því í nóvember í fyrra. Helsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur er Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, en félagið er langstærsti eigandi Brims með yfir helmingseignarhlut.

Í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins eru Liv Berg­þór­s­dótt­ir, fyrrverandi stjórn­­­ar­­for­­maður WOW air og Aur app, og fyrr­ver­andi for­­stjóri Nova, ­­Magnús Bjarna­­son, stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri MAR Advisors og fyrverandi for­­stjóri Icelandic Group, og áðurnefndur Jakob Val­­geir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent