Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag

Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.

Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Auglýsing

Hluta­bréf Í Iceland Seafood International verða tekin til við­skipta á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands 29. októ­ber næst­kom­andi eftir að Nas­daq Iceland, sem á og rekur kaup­höll­ina, sam­þykkti umsókn félags­ins um skrán­ingu á þann mark­að. Áður var Iceland Seafood skráð á First North mark­að­inn.  

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Kaup­höll Íslands í dag. 

Stjórn Iceland Seafood International hf. óskaði eftir því að öll hluta­bréf í félag­inu verði tekin til við­­skipta á Aðal­­­mark­að­inum í byrjun októ­ber­mán­að­ar.

Auglýsing
Almennt útboð á hluta­bréfum félags­­ins hófst klukkan 12:00 mið­viku­dag­inn 16. októ­ber lauk klukkan 16:00 þann sama dag, eða við lokun mark­aða á hefð­bundum tíma.

Í útboð­inu voru seldir 225 millj­ónir hluta í félag­inu fyrir alls rúm­lega 2,1 millj­arð króna. Gengi bréf­anna var því 9,5 krónur á hlut. Um var að ræða 9,63 pró­sent hlut í Icelandic Seafood. 

Bjarni Ármanns­­son, sem eitt sinn var for­stjóri Glitn­is, er for­­stjóri Iceland Seafood. Félag í hans eigu, Sjáv­ar­sýn ehf., var líka stærsti eig­andi Iceland Seafood fyrir nýlegt hluta­fjár­út­boð, með 10,6 pró­sent eign­ar­hlut. Félagið Nes­fiskur ehf. átti 10,2 pró­sent hlut, FISK Seafood, sjáv­ar­út­vegs­armur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga átti sömu­leiðis 10,2 pró­sent hlut og Jakob Val­geir ehf., í eigu útgerð­ar­manns­ins Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar, var fjórði stærsti eig­and­inn með 9,7 pró­sent hlut. 

Þar á eftir kom félagið Solo Hold­ing ehf. með 8,9 pró­sent hlut, en það félag er í eigu Sjáv­ar­sýn­ar, FISK Seafood, Jak­obs Val­geirs, Nes­fisks og Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur ehf., sem keypti þriðj­ung í því í nóv­em­ber í fyrra. Helsti eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur er Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri Brims, en félagið er langstærsti eig­andi Brims með yfir helm­ings­eign­ar­hlut.

Í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins eru Liv Berg­þór­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður WOW air og Aur app, og fyrr­ver­andi for­­­stjóri Nova, ­­Magnús Bjarna­­­son, stofn­andi og fram­­­kvæmda­­­stjóri MAR Advis­ors og fyr­ver­andi for­­­stjóri Icelandic Group, og áður­nefndur Jakob Val­­­geir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent