Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag

Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.

Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Auglýsing

Hluta­bréf Í Iceland Seafood International verða tekin til við­skipta á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands 29. októ­ber næst­kom­andi eftir að Nas­daq Iceland, sem á og rekur kaup­höll­ina, sam­þykkti umsókn félags­ins um skrán­ingu á þann mark­að. Áður var Iceland Seafood skráð á First North mark­að­inn.  

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Kaup­höll Íslands í dag. 

Stjórn Iceland Seafood International hf. óskaði eftir því að öll hluta­bréf í félag­inu verði tekin til við­­skipta á Aðal­­­mark­að­inum í byrjun októ­ber­mán­að­ar.

Auglýsing
Almennt útboð á hluta­bréfum félags­­ins hófst klukkan 12:00 mið­viku­dag­inn 16. októ­ber lauk klukkan 16:00 þann sama dag, eða við lokun mark­aða á hefð­bundum tíma.

Í útboð­inu voru seldir 225 millj­ónir hluta í félag­inu fyrir alls rúm­lega 2,1 millj­arð króna. Gengi bréf­anna var því 9,5 krónur á hlut. Um var að ræða 9,63 pró­sent hlut í Icelandic Seafood. 

Bjarni Ármanns­­son, sem eitt sinn var for­stjóri Glitn­is, er for­­stjóri Iceland Seafood. Félag í hans eigu, Sjáv­ar­sýn ehf., var líka stærsti eig­andi Iceland Seafood fyrir nýlegt hluta­fjár­út­boð, með 10,6 pró­sent eign­ar­hlut. Félagið Nes­fiskur ehf. átti 10,2 pró­sent hlut, FISK Seafood, sjáv­ar­út­vegs­armur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga átti sömu­leiðis 10,2 pró­sent hlut og Jakob Val­geir ehf., í eigu útgerð­ar­manns­ins Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar, var fjórði stærsti eig­and­inn með 9,7 pró­sent hlut. 

Þar á eftir kom félagið Solo Hold­ing ehf. með 8,9 pró­sent hlut, en það félag er í eigu Sjáv­ar­sýn­ar, FISK Seafood, Jak­obs Val­geirs, Nes­fisks og Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur ehf., sem keypti þriðj­ung í því í nóv­em­ber í fyrra. Helsti eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur er Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri Brims, en félagið er langstærsti eig­andi Brims með yfir helm­ings­eign­ar­hlut.

Í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins eru Liv Berg­þór­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður WOW air og Aur app, og fyrr­ver­andi for­­­stjóri Nova, ­­Magnús Bjarna­­­son, stofn­andi og fram­­­kvæmda­­­stjóri MAR Advis­ors og fyr­ver­andi for­­­stjóri Icelandic Group, og áður­nefndur Jakob Val­­­geir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent