Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn

Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.

McAllister.jpg
Auglýsing

Kevin McAll­ister, yfir­maður far­þega­þotu­fram­leiðslu Boeing, þar með talið 737 Max vél­anna, hefur verið rek­inn. Til­kynnt var um brott­rekst­ur­inn eftir stjórn­ar­fund Boeing í San Ant­onio í Texas í dag. 

Dennis Mui­len­burg, for­stjóri félags­ins, sagði í til­kynn­ingu að McAll­ister hefði sinnt sínu starfi óað­finna­lega og af ein­urð á tíma sínum hjá Boeing, en nú væri komið að leið­ar­lok­um. Við starfi hans tók Stan Deal, sem starfað hefur lengi hjá Boeing og nú síð­ast sem yfir­maður þjón­ustu félags­ins.

Í umfjöllun Seattle Times segir að Deal hafi mikla reynslu af fram­leiðslu Boeing á Seattle svæð­inu, og muni hafa yfir­um­sjón með fram­leiðslu og upp­færslu á 737 Max vél­un­um. Er talið að Boeing vilji með þessu reyna að ávinna traust hjá banda­rískum flug­mála­yf­ir­völd­um, sem nú eru að meta hvenær mögu­legt verður að aflétta kyrr­setn­ingu á Max vél­un­um, sem verið hefur í gildi frá því í lok mars þessu ári. Flug­slys, fyrst 29. októ­ber í Indónesíu og síðan 13. mars í Eþíóp­íu, hafa verið rakin til galla í Max vél­un­um, en 346 lét­ust í slys­un­um, allir um borð í báðum vél­un­um. 

Auglýsing

Kyrr­setn­ingin hefur haft gríð­ar­leg áhrif. Ekki bara á Boeing heldur ekki síður flug­fé­lögin sem reiða sig á Max vél­arnar í flugi, og er Icelandair þar á með­al, eins og fram hefur kom­ið. 

Áætl­anir gera ráð fyrir að vél­arnar geti kom­ist í loftið í jan­ú­ar, en í sam­tali við Reuters í gær sagði yfir­maður hjá flug­mála­yf­ir­völdum í Evr­ópu að horft sé til þess að aflétt­ing á kyrr­setn­ingu geti komið til í jan­ú­ar, en það sé þó erfitt að segja til um það. Lík­legt sé að ákvörð­unin um alþjóð­lega aflétt­ingu á kyrr­setn­ingu muni koma í beinu sam­hengi við ákvörðun banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda, sem vinna að nákvæmri rann­sókn á Max vél­unum og fram­leiðslu­ferli Boeing.

Mark­aðsvirði Boeing, sem er stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, er nú 189 millj­arðar Banda­ríkja­dala, og hefur það lækkað um 30 pró­sent frá því að Max vél­arnar voru kyrr­sett­ar. 

Mark­aðsvirði Icelandair er nú um 32 millj­arð­ar, en mark­aðsvirðið hækk­aði um tæp­lega 6 pró­sent í dag. Þrátt fyrir það þá hefur mark­aðsvirðið lækkað um 42 pró­sent frá því að Max vél­arnar voru kyrr­sett­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent