Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn

Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.

McAllister.jpg
Auglýsing

Kevin McAll­ister, yfir­maður far­þega­þotu­fram­leiðslu Boeing, þar með talið 737 Max vél­anna, hefur verið rek­inn. Til­kynnt var um brott­rekst­ur­inn eftir stjórn­ar­fund Boeing í San Ant­onio í Texas í dag. 

Dennis Mui­len­burg, for­stjóri félags­ins, sagði í til­kynn­ingu að McAll­ister hefði sinnt sínu starfi óað­finna­lega og af ein­urð á tíma sínum hjá Boeing, en nú væri komið að leið­ar­lok­um. Við starfi hans tók Stan Deal, sem starfað hefur lengi hjá Boeing og nú síð­ast sem yfir­maður þjón­ustu félags­ins.

Í umfjöllun Seattle Times segir að Deal hafi mikla reynslu af fram­leiðslu Boeing á Seattle svæð­inu, og muni hafa yfir­um­sjón með fram­leiðslu og upp­færslu á 737 Max vél­un­um. Er talið að Boeing vilji með þessu reyna að ávinna traust hjá banda­rískum flug­mála­yf­ir­völd­um, sem nú eru að meta hvenær mögu­legt verður að aflétta kyrr­setn­ingu á Max vél­un­um, sem verið hefur í gildi frá því í lok mars þessu ári. Flug­slys, fyrst 29. októ­ber í Indónesíu og síðan 13. mars í Eþíóp­íu, hafa verið rakin til galla í Max vél­un­um, en 346 lét­ust í slys­un­um, allir um borð í báðum vél­un­um. 

Auglýsing

Kyrr­setn­ingin hefur haft gríð­ar­leg áhrif. Ekki bara á Boeing heldur ekki síður flug­fé­lögin sem reiða sig á Max vél­arnar í flugi, og er Icelandair þar á með­al, eins og fram hefur kom­ið. 

Áætl­anir gera ráð fyrir að vél­arnar geti kom­ist í loftið í jan­ú­ar, en í sam­tali við Reuters í gær sagði yfir­maður hjá flug­mála­yf­ir­völdum í Evr­ópu að horft sé til þess að aflétt­ing á kyrr­setn­ingu geti komið til í jan­ú­ar, en það sé þó erfitt að segja til um það. Lík­legt sé að ákvörð­unin um alþjóð­lega aflétt­ingu á kyrr­setn­ingu muni koma í beinu sam­hengi við ákvörðun banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda, sem vinna að nákvæmri rann­sókn á Max vél­unum og fram­leiðslu­ferli Boeing.

Mark­aðsvirði Boeing, sem er stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, er nú 189 millj­arðar Banda­ríkja­dala, og hefur það lækkað um 30 pró­sent frá því að Max vél­arnar voru kyrr­sett­ar. 

Mark­aðsvirði Icelandair er nú um 32 millj­arð­ar, en mark­aðsvirðið hækk­aði um tæp­lega 6 pró­sent í dag. Þrátt fyrir það þá hefur mark­aðsvirðið lækkað um 42 pró­sent frá því að Max vél­arnar voru kyrr­sett­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“
Kjarninn 28. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent