Forstjóri TM segir klúður fasteignasjóðs GAMMA „með ólíkindum“

Forstjóri TM segir í viðtali við Viðskiptablaðið að hann hafi frétt af því með símtali í gær, að staða fasteignasjóða á vegum GAMMA hafi verið miklu verri en reiknað hafi verið með.

tm
Auglýsing

Bók­fært tap TM vegna slæmrar stöðu fast­eigna­sjóðs á vegum GAMMA, Gamma Novus, nemur um 300 millj­ónum króna. Í til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hall­ar, er getið um tap af fjár­fest­ing­um, sem meðal ann­ars á rekja til end­ur­mats á eignum fast­eigna­fé­lags á vegum GAMMA, sem er í eigu Kviku. 

„Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi tölum er ljóst að ávöxtun af verð­bréfa­eign félags­ins verður tals­vert verri en spá fyrir 3. árs­fjórð­ung gerir ráð fyr­ir. Spáin gerir ráð fyrir að fjár­fest­inga­tekjur og aðrar tekjur muni nema 215 m.kr. Miðað við núver­andi raun­stöðu verða fjár­fest­inga­tekjur og aðrar tekjur nei­kvæðar á 3. árs­fjórð­ungi á bil­inu 225-275 m.kr. Lang stærsti hluti frá­viks­ins skýrist af óvæntri og veru­legri nið­ur­færslu á gengi fast­eigna­sjóðs, en einnig er verri afkoma af hluta­bréfum og hluta­bréfa­sjóðum sem skýrist af lækk­unum á mark­aði frá því að spáin var gefin út. Þar sem fjórð­ung­ur­inn er ekki á enda þá er enn nokkur óvissa í fram­an­greindum töl­u­m,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Í við­tali við Við­skipta­blaðið segir Sig­urður Við­ars­son, for­stjóri TM, það vera „með ólík­ind­um“ hvernig stöð­unni hjá fast­eigna­sjóðnum hafi verið klúðr­að. Hann seg­ist hafa frétt af stöðu mála með sím­tali í gær. 

Auglýsing

„Við erum að afskrifa rúm­lega 300 millj­ónir út af þessum sjóði, sem var í inn­lendum íbúða­fjár­fest­ing­um. Það er með ólík­indum að menn hafi klúðrað þessu, en ég fæ bara þessar fréttir í sím­tali í gær. Eins og þetta var kynnt fyrir mér eru þarna margir sam­verk­andi þættir á bak­við bæði kostn­að­ar­hækk­anir þar sem bygg­ing­ar­kostn­að­ur­inn var miklu hærri en menn ætlu sér og svo tekur lengri tíma að selja. Loks eru verk­efnin ekki komin jafn­langt og menn héld­u,“ segir Sig­urður í við­tali við Við­skipta­blað­ið.

Sjóvá hefur þegar bók­fært 155 millj­óna króna tap vegna sama sjóðs, en líf­eyr­is­sjóðir voru meðal stórra fjár­festa í hon­um.

Sam­­kvæmt árs­­upp­­­gjöri árs­ins 2018 var eigið fé fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins GAMMA: Novus metið á 4,4 millj­­arða króna. Eftir nýlegt end­­ur­­mat á eignum sjóðs­ins er eigið fé hans hins vegar áætlað 42 millj­­ónir króna, eins og Kjarn­inn greindi frá í dag

Það var því ofmetið um rúm­­lega 4,3 millj­­arða króna um síð­­­ustu ára­­mót. Um mitt ár í fyrra voru eignir umfram skuldir metnar á rúm­­lega 4,8 millj­­arða króna.

Í ein­blöð­ungi sem sendur var út vegna stöðu sjóðs­ins um síð­­­ustu ára­­mót, þegar eigið fé Novus var sagt 4,4 millj­­arðar króna, sagði: „Góð ávöxtun sjóðs­ins á rætur að rekja til vel tíma­­settra fjár­­­fest­inga og ágætrar fram­vindu í þró­un, fram­­kvæmdum og sölu á vegum sjóðs­ins. Helsta ástæða þess að gengi sjóðs­ins hefur gefið eftir á sl. 12 mán­uðum er sú að upp­­­færsla kostn­að­­ar­á­ætl­­ana hefur leitt í ljós að bygg­ing­­ar­­kostn­aður var van­­metin í fyrri áætl­­un­um, en einnig hafa horfur um raun­hækkun fast­­eigna­verðs að mati grein­inga­­deilda lækkað sem lækkar áætl­­aðan hagnað í hverju verk­efni fyrir sig. Verk­efnin eru enn hag­­kvæm þótt áætl­­aður hagn­aður þeirra sé lægri en gert var ráð fyrir í upp­­hafi árs 2018.“

Í ein­blöð­ungnum sem sendur var út í dag er hins vegar birt allt önnur og mun verri staða. Eigið fé Novus hefur nán­­ast þurrkast út eftir end­­ur­­mat. Þar kemur fram að breyt­ingar á stöðu sjóðs­ins skýrist af mörgum þátt­­um. Meðal ann­­ars hafi raun­veru­­leg fram­vinda til­­­tek­inna verk­efna verið ofmet­in. „Þá hefur fram­­kvæmda­­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­­unum á árinu. Fyrri mats­að­­ferðir tóku ekki að fullu til­­lit til fjár­­­magns­­kostn­aðar félags­­ins auk þess sem hann hækk­­aði veru­­lega með útgáfu skulda­bréfs (UPP­­H21 0530) í vor. Vænt­ingar um sölu­verð íbúða og þró­un­­ar­­eigna hafa einnig verið end­­ur­­metn­­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent