Forstjóri TM segir klúður fasteignasjóðs GAMMA „með ólíkindum“

Forstjóri TM segir í viðtali við Viðskiptablaðið að hann hafi frétt af því með símtali í gær, að staða fasteignasjóða á vegum GAMMA hafi verið miklu verri en reiknað hafi verið með.

tm
Auglýsing

Bók­fært tap TM vegna slæmrar stöðu fast­eigna­sjóðs á vegum GAMMA, Gamma Novus, nemur um 300 millj­ónum króna. Í til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hall­ar, er getið um tap af fjár­fest­ing­um, sem meðal ann­ars á rekja til end­ur­mats á eignum fast­eigna­fé­lags á vegum GAMMA, sem er í eigu Kviku. 

„Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi tölum er ljóst að ávöxtun af verð­bréfa­eign félags­ins verður tals­vert verri en spá fyrir 3. árs­fjórð­ung gerir ráð fyr­ir. Spáin gerir ráð fyrir að fjár­fest­inga­tekjur og aðrar tekjur muni nema 215 m.kr. Miðað við núver­andi raun­stöðu verða fjár­fest­inga­tekjur og aðrar tekjur nei­kvæðar á 3. árs­fjórð­ungi á bil­inu 225-275 m.kr. Lang stærsti hluti frá­viks­ins skýrist af óvæntri og veru­legri nið­ur­færslu á gengi fast­eigna­sjóðs, en einnig er verri afkoma af hluta­bréfum og hluta­bréfa­sjóðum sem skýrist af lækk­unum á mark­aði frá því að spáin var gefin út. Þar sem fjórð­ung­ur­inn er ekki á enda þá er enn nokkur óvissa í fram­an­greindum töl­u­m,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Í við­tali við Við­skipta­blaðið segir Sig­urður Við­ars­son, for­stjóri TM, það vera „með ólík­ind­um“ hvernig stöð­unni hjá fast­eigna­sjóðnum hafi verið klúðr­að. Hann seg­ist hafa frétt af stöðu mála með sím­tali í gær. 

Auglýsing

„Við erum að afskrifa rúm­lega 300 millj­ónir út af þessum sjóði, sem var í inn­lendum íbúða­fjár­fest­ing­um. Það er með ólík­indum að menn hafi klúðrað þessu, en ég fæ bara þessar fréttir í sím­tali í gær. Eins og þetta var kynnt fyrir mér eru þarna margir sam­verk­andi þættir á bak­við bæði kostn­að­ar­hækk­anir þar sem bygg­ing­ar­kostn­að­ur­inn var miklu hærri en menn ætlu sér og svo tekur lengri tíma að selja. Loks eru verk­efnin ekki komin jafn­langt og menn héld­u,“ segir Sig­urður í við­tali við Við­skipta­blað­ið.

Sjóvá hefur þegar bók­fært 155 millj­óna króna tap vegna sama sjóðs, en líf­eyr­is­sjóðir voru meðal stórra fjár­festa í hon­um.

Sam­­kvæmt árs­­upp­­­gjöri árs­ins 2018 var eigið fé fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins GAMMA: Novus metið á 4,4 millj­­arða króna. Eftir nýlegt end­­ur­­mat á eignum sjóðs­ins er eigið fé hans hins vegar áætlað 42 millj­­ónir króna, eins og Kjarn­inn greindi frá í dag

Það var því ofmetið um rúm­­lega 4,3 millj­­arða króna um síð­­­ustu ára­­mót. Um mitt ár í fyrra voru eignir umfram skuldir metnar á rúm­­lega 4,8 millj­­arða króna.

Í ein­blöð­ungi sem sendur var út vegna stöðu sjóðs­ins um síð­­­ustu ára­­mót, þegar eigið fé Novus var sagt 4,4 millj­­arðar króna, sagði: „Góð ávöxtun sjóðs­ins á rætur að rekja til vel tíma­­settra fjár­­­fest­inga og ágætrar fram­vindu í þró­un, fram­­kvæmdum og sölu á vegum sjóðs­ins. Helsta ástæða þess að gengi sjóðs­ins hefur gefið eftir á sl. 12 mán­uðum er sú að upp­­­færsla kostn­að­­ar­á­ætl­­ana hefur leitt í ljós að bygg­ing­­ar­­kostn­aður var van­­metin í fyrri áætl­­un­um, en einnig hafa horfur um raun­hækkun fast­­eigna­verðs að mati grein­inga­­deilda lækkað sem lækkar áætl­­aðan hagnað í hverju verk­efni fyrir sig. Verk­efnin eru enn hag­­kvæm þótt áætl­­aður hagn­aður þeirra sé lægri en gert var ráð fyrir í upp­­hafi árs 2018.“

Í ein­blöð­ungnum sem sendur var út í dag er hins vegar birt allt önnur og mun verri staða. Eigið fé Novus hefur nán­­ast þurrkast út eftir end­­ur­­mat. Þar kemur fram að breyt­ingar á stöðu sjóðs­ins skýrist af mörgum þátt­­um. Meðal ann­­ars hafi raun­veru­­leg fram­vinda til­­­tek­inna verk­efna verið ofmet­in. „Þá hefur fram­­kvæmda­­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­­unum á árinu. Fyrri mats­að­­ferðir tóku ekki að fullu til­­lit til fjár­­­magns­­kostn­aðar félags­­ins auk þess sem hann hækk­­aði veru­­lega með útgáfu skulda­bréfs (UPP­­H21 0530) í vor. Vænt­ingar um sölu­verð íbúða og þró­un­­ar­­eigna hafa einnig verið end­­ur­­metn­­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent