Forstjóri TM segir klúður fasteignasjóðs GAMMA „með ólíkindum“

Forstjóri TM segir í viðtali við Viðskiptablaðið að hann hafi frétt af því með símtali í gær, að staða fasteignasjóða á vegum GAMMA hafi verið miklu verri en reiknað hafi verið með.

tm
Auglýsing

Bók­fært tap TM vegna slæmrar stöðu fast­eigna­sjóðs á vegum GAMMA, Gamma Novus, nemur um 300 millj­ónum króna. Í til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hall­ar, er getið um tap af fjár­fest­ing­um, sem meðal ann­ars á rekja til end­ur­mats á eignum fast­eigna­fé­lags á vegum GAMMA, sem er í eigu Kviku. 

„Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi tölum er ljóst að ávöxtun af verð­bréfa­eign félags­ins verður tals­vert verri en spá fyrir 3. árs­fjórð­ung gerir ráð fyr­ir. Spáin gerir ráð fyrir að fjár­fest­inga­tekjur og aðrar tekjur muni nema 215 m.kr. Miðað við núver­andi raun­stöðu verða fjár­fest­inga­tekjur og aðrar tekjur nei­kvæðar á 3. árs­fjórð­ungi á bil­inu 225-275 m.kr. Lang stærsti hluti frá­viks­ins skýrist af óvæntri og veru­legri nið­ur­færslu á gengi fast­eigna­sjóðs, en einnig er verri afkoma af hluta­bréfum og hluta­bréfa­sjóðum sem skýrist af lækk­unum á mark­aði frá því að spáin var gefin út. Þar sem fjórð­ung­ur­inn er ekki á enda þá er enn nokkur óvissa í fram­an­greindum töl­u­m,“ segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Í við­tali við Við­skipta­blaðið segir Sig­urður Við­ars­son, for­stjóri TM, það vera „með ólík­ind­um“ hvernig stöð­unni hjá fast­eigna­sjóðnum hafi verið klúðr­að. Hann seg­ist hafa frétt af stöðu mála með sím­tali í gær. 

Auglýsing

„Við erum að afskrifa rúm­lega 300 millj­ónir út af þessum sjóði, sem var í inn­lendum íbúða­fjár­fest­ing­um. Það er með ólík­indum að menn hafi klúðrað þessu, en ég fæ bara þessar fréttir í sím­tali í gær. Eins og þetta var kynnt fyrir mér eru þarna margir sam­verk­andi þættir á bak­við bæði kostn­að­ar­hækk­anir þar sem bygg­ing­ar­kostn­að­ur­inn var miklu hærri en menn ætlu sér og svo tekur lengri tíma að selja. Loks eru verk­efnin ekki komin jafn­langt og menn héld­u,“ segir Sig­urður í við­tali við Við­skipta­blað­ið.

Sjóvá hefur þegar bók­fært 155 millj­óna króna tap vegna sama sjóðs, en líf­eyr­is­sjóðir voru meðal stórra fjár­festa í hon­um.

Sam­­kvæmt árs­­upp­­­gjöri árs­ins 2018 var eigið fé fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins GAMMA: Novus metið á 4,4 millj­­arða króna. Eftir nýlegt end­­ur­­mat á eignum sjóðs­ins er eigið fé hans hins vegar áætlað 42 millj­­ónir króna, eins og Kjarn­inn greindi frá í dag

Það var því ofmetið um rúm­­lega 4,3 millj­­arða króna um síð­­­ustu ára­­mót. Um mitt ár í fyrra voru eignir umfram skuldir metnar á rúm­­lega 4,8 millj­­arða króna.

Í ein­blöð­ungi sem sendur var út vegna stöðu sjóðs­ins um síð­­­ustu ára­­mót, þegar eigið fé Novus var sagt 4,4 millj­­arðar króna, sagði: „Góð ávöxtun sjóðs­ins á rætur að rekja til vel tíma­­settra fjár­­­fest­inga og ágætrar fram­vindu í þró­un, fram­­kvæmdum og sölu á vegum sjóðs­ins. Helsta ástæða þess að gengi sjóðs­ins hefur gefið eftir á sl. 12 mán­uðum er sú að upp­­­færsla kostn­að­­ar­á­ætl­­ana hefur leitt í ljós að bygg­ing­­ar­­kostn­aður var van­­metin í fyrri áætl­­un­um, en einnig hafa horfur um raun­hækkun fast­­eigna­verðs að mati grein­inga­­deilda lækkað sem lækkar áætl­­aðan hagnað í hverju verk­efni fyrir sig. Verk­efnin eru enn hag­­kvæm þótt áætl­­aður hagn­aður þeirra sé lægri en gert var ráð fyrir í upp­­hafi árs 2018.“

Í ein­blöð­ungnum sem sendur var út í dag er hins vegar birt allt önnur og mun verri staða. Eigið fé Novus hefur nán­­ast þurrkast út eftir end­­ur­­mat. Þar kemur fram að breyt­ingar á stöðu sjóðs­ins skýrist af mörgum þátt­­um. Meðal ann­­ars hafi raun­veru­­leg fram­vinda til­­­tek­inna verk­efna verið ofmet­in. „Þá hefur fram­­kvæmda­­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­­unum á árinu. Fyrri mats­að­­ferðir tóku ekki að fullu til­­lit til fjár­­­magns­­kostn­aðar félags­­ins auk þess sem hann hækk­­aði veru­­lega með útgáfu skulda­bréfs (UPP­­H21 0530) í vor. Vænt­ingar um sölu­verð íbúða og þró­un­­ar­­eigna hafa einnig verið end­­ur­­metn­­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent