Eigið fé sjóðs GAMMA þurrkaðist nánast út

Eigið fé GAMMA: Novus, sjóðs í stýringu hjá GAMMA sem á fasteignafélagið Upphaf, var metið á 4,4 milljarða króna um síðustu áramót. Eftir að eignir sjóðsins voru endurmetnar er eigið féð 40 milljónir króna.

hús
Auglýsing

Samkvæmt ársuppgjöri ársins 2018 var eigið fé fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus metið á 4,4 milljarða króna. Eftir nýlegt endurmat á eignum sjóðsins er eigið fé hans hins vegar áætlað 42 milljónir króna. Það var því ofmetið um rúmlega 4,3 milljarða króna um síðustu áramót. Um mitt ár í fyrra voru eignir umfram skuldir metnar á rúmlega 4,8 milljarða króna. 

Þetta kemur fram í einblöðungum frá GAMMA:Novus, meðal annars einum sem dagsettur er í dag, sem ætlaður er hlutdeildarskirteinishöfum en Kjarninn hefur undir höndum. 

Helsta eign sjóðsins er Upphaf fasteignafélag slhf. og í einblöðungnum kemur fram að undanfarið hafi nýtt teymi sérfræðinga, auk utanaðkomandi ráðgjafa, unnið að málefnum sjóðsins. Upphaf stendur fyrir byggingu á nokkur hundruð íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Raunveruleg framvinda reyndist ofmetin

Í einblöðungi sem sendur var út vegna stöðu sjóðsins um síðustu áramót, þegar eigið fé Novus var sagt 4,4 milljarðar króna, sagði: „Góð ávöxtun sjóðsins á rætur að rekja til vel tímasettra fjárfestinga og ágætrar framvindu í þróun, framkvæmdum og sölu á vegum sjóðsins. Helsta ástæða þess að gengi sjóðsins hefur gefið eftir á sl. 12 mánuðum er sú að uppfærsla kostnaðaráætlana hefur leitt í ljós að byggingarkostnaður var vanmetin í fyrri áætlunum, en einnig hafa horfur um raunhækkun fasteignaverðs að mati greiningadeilda lækkað sem lækkar áætlaðan hagnað í hverju verkefni fyrir sig. Verkefnin eru enn hagkvæm þótt áætlaður hagnaður þeirra sé lægri en gert var ráð fyrir í upphafi árs 2018.“

Auglýsing
Í einblöðungnum sem sendur var út í dag er hins vegar birt allt önnur og mun verri staða. Eigið fé Novus hefur nánast þurrkast út eftir endurmat. Þar kemur fram að breytingar á stöðu sjóðsins skýrist af mörgum þáttum. Meðal annars hafi raunveruleg framvinda tiltekinna verkefna verið ofmetin. „Þá hefur framkvæmdakostnaður verið talsvert yfir áætlunum á árinu. Fyrri matsaðferðir tóku ekki að fullu tillit til fjármagnskostnaðar félagsins auk þess sem hann hækkaði verulega með útgáfu skuldabréfs (UPPH21 0530) í vor. Væntingar um söluverð íbúða og þróunareigna hafa einnig verið endurmetnar.“

Bitnar ekki á afkomu Kviku

Fyrr í dag sendi Kvika banki, sem keypti GAMMA síðastliðið vor, frá sér tilkynningu til Kauphallar Íslands þar sem greint var frá því að tveir fagfjárfestasjóðir, Novus og Anglia, hefðu verið í mun verra ásigkomulagi en gert hafði verið ráð fyrir og að skráð gengi þeirra hefði verið lækkað sem því nemur. Í tilkynningunni var hins vegar ekki greint frá því um hversu mikið sjóðirnir voru færði niður. 

Niðurfærslan á sjóðunum mun ekki hafa nein teljandi áhrif á afkomu Kviku banka á þessu ári. Enn er áætlað að afkoman verði jákvæð um 2,9 millj­arða króna fyrir skatta líkt og greint var frá í afkomu­spá sem birt var sam­hliða hálfs­árs­upp­gjöri bank­ans. Það þýðir að Kvika banki hafi tryggt sig vel fyrir því að sjóðir í eigu GAMMA gætu verið súrir þegar bankinn gekk frá kaupum á félaginu. 

Búið að greiða út 850 milljónir

Í einblöðungnum sem sendur var út í dag, 30. september, er bent á að stofnfé Novus-sjóðsins hafi verið 2,5 milljarðar króna og að 850 milljónir króna hafi þegar verið greiddar til baka til eigenda. Miðað við að eigið fé sjóðsins sé einungis 40 milljónir króna samkvæmt nýju mati er þó ljóst að þeir sem fjárfestu í sjóðnum, sem voru meðal annars íslenskir lífeyrissjóðir, geti að óbreyttu ekki búist við því að fá mikla viðbótar ávöxtun úr sjóðnum. 

Auglýsing
Sjóðurinn var stofnaður í september 2013 og selja átti eignir úr honum frá september 2016 fram til mars 2021. 

Nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, Máni Atlason, hefur verið skipaður nýr sjóðstjóri yfir GAMMA: Novus og nýr fjárfestingastjóri GAMMA, Ásgeir Baldurs,hefur  leitt vinnu við endurmat á eignum sjóðsins. Áður var Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA, sjóðsstjóri Novus. Hann starfar enn hjá félaginu en nú sem forstöðumaður nýbygginga og þróunar. 

Þarf að gefa út forgangsskuldabréf til að klára framkvæmdir

Í einblöðungnum segir að staða Upphafs fasteignarfélags sé þannig að það glími „nú við lausafjárvanda en nýir stjórnendur hafa lagt fram áætlun um framtíð félagsins þar sem m.a. er unnið að viðbótarfjármögnun til að mæta lausafjárvandanum. Unnið er að útgáfu nýs forgangsskuldabréfs að fjárhæð 1 ma.kr. til að klára þær framkvæmdir sem félagið hefur með höndum til að hámarka virði eigna. Gert er ráð fyrir að niðurstöður viðræðna um frekari fjármögnun liggi fyrir um miðjan október 2019.“

Hlutdeildarskírteinishafar verða upplýstir um fjármögnun félagsins um leið og niðurstaða liggur fyrir, samkvæmt því sem fram kemur í skjalinu. „Nýtt bráðabirgðagengi sjóðsins byggir á því að áform um viðbótarfjármagn gangi eftir. Samhliða endurmati eigna og vinnu við fjármögnun hefur félagið styrkt teymið sem hefur umsjón með framkvæmdum með ráðningu byggingarverkfræðings og byggingartæknifræðings sem samtals búa yfir 40 ára reynslu úr byggingargeiranum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar