14 færslur fundust merktar „gamma“

Launakostnaður var um 90 prósent af hreinum rekstrartekjum GAMMA í fyrra
Þóknanatekjur GAMMA voru yfir tveir milljarðar króna árið 2017. Í fyrra voru þær 575 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 380 milljónum krónum hærri en hreinar rekstrartekjur. Tap fyrir skatta var 379 milljónir króna.
13. október 2020
Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Hafa tilkynnt saksóknara um greiðslur fleiri en eins aðila til stjórnanda Upphafs
Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur lokið úttekt sinni á starfsemi GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags. GAMMA segist hafa látið héraðssaksóknara vita af greiðslum fleiri aðila til fyrrverandi framkvæmdastjóra fasteignafélagsins.
25. júní 2020
Verktaki greiddi framkvæmdastjóra GAMMA-félags 58 milljónir til hliðar
Framkvæmdastjóri Upphafs, fasteignafélagsins í eigu sjóðs GAMMA, þáði persónulega háar greiðslur frá verktaka sem hann samdi um að láta hafa milljarða verkefni. Eignir sjóðsins fóru úr tæpum fimm milljörðum í 42 milljónir króna á rúmu ári.
24. mars 2020
Árið 2019: Endalok GAMMA
Fjármálafyrirtækið GAMMA var mikið til umfjöllunar í haust vegna þess að hluti sjóða þess reyndust ekki jafn burðugir og áður hafði verið greint frá.
31. desember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
19. nóvember 2019
Hlupu hratt, uxu mikið en hrösuðu á endanum
Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarið vegna þess að hluti sjóða þess reyndust ekki jafn burðugir og áður hafði verið greint frá.
11. október 2019
Fjármálaeftirlitið látið vita um stöðu GAMMA: Novus
Stjórn GAMMA segist taka þá stöðu sem upp sé komin vegna sjóðsins Novus mjög alvarlega. Hún hefur meðal annars ráðið endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton til að fara yfir málefni hans.
8. október 2019
Skuldabréfaeigendur GAMMA: Novus lækka vexti og leggja til nýtt fé
Fjárfestingasjóðurinn GAMMA: Novus, sem var færður niður nánast að öllu leyti nýverið, hefur tryggt sér fjármagn til að forða einu eign hans, fasteignafélaginu Upphafi, frá gjaldþroti.
8. október 2019
Verkstjórn samstarfsaðila GAMMA var verulega ábótavant og kostnaður vanmetinn
GAMMA segir að það verði forgangsverkefni hjá sér að hámarka endurheimtur í sjóði sem félagið stofnaði í Bretlandi, og hefur verið færður verulega niður. Verkstjórn samstarfsaðila hafi verið ábótavant og kostnaður vanmetinn.
2. október 2019
Þrjú tryggingafélög tapa 610 milljónum á GAMMA – Verið að kanna refsiverða háttsemi
Félag fyrrverandi aðaleiganda og annars stofnenda GAMMA hagnaðist um milljarð króna í fyrra. VÍS, Sjóvá og TM, sem eru meðal annars í eigu lífeyrissjóða, hafa tapað hundruð milljóna vegna niðurfærslu á GAMMA-sjóði.
2. október 2019
Sjóðurinn átti að fjárfesta í áhugaverðum verkefnum í London eftir að fjármagnshöftum var lyft á Íslandi.
Gengið á GAMMA: Anglia nánast helmingaðist
Sjóður í stýringu hjá GAMMA sem átti að fjárfesta í Bretlandi fyrir milljarða var færður verulega niður í gær. Gengi hans var þá fært úr 105 í 55.
1. október 2019
Sjóvá er skráð á markað.
Áhrif á fjárfestingar Sjóvár verða neikvæð um 155 milljónir vegna GAMMA sjóðs
Eigið fé fjárfestingarsjóðs GAMMA, sem var 4,4 milljarðar króna um síðustu áramót, hefur nær þurrkast út eftir endurmat á eignum. Tryggingafélag, sem er meðal annars í eigu lífeyrissjóða, hefur fært niður virði fjárfestinga sinna vegna þessa.
30. september 2019
Eigið fé sjóðs GAMMA þurrkaðist nánast út
Eigið fé GAMMA: Novus, sjóðs í stýringu hjá GAMMA sem á fasteignafélagið Upphaf, var metið á 4,4 milljarða króna um síðustu áramót. Eftir að eignir sjóðsins voru endurmetnar er eigið féð 40 milljónir króna.
30. september 2019
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka
Kvika kaupir GAMMA
Kvika banki og GAMMA hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um kaup á GAMMA fyrir 3.750 milljónir.
20. júní 2018